Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 8

Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 8
 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ww.netto.is Bækur á betra verði! TILBOÐIN GILDA 18. - 21. DESEMBER w w w .m ar kh on nu n. is AUÐNIN 2.874 kr 4.790 kr 40% afsláttur MAGNEA 2.874 kr 4.790 kr 40% afsláttur KARLAR SEM HATA KONUR 2.688 kr 4.480 kr 40% afsláttur ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Brettapakkar 20% afsláttur Brettadeildin er í Kringlunni SKIPULAGSMÁL „Við erum að vega og meta stöðuna, endurreikna og sjá hvort dæmið gengur upp,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri fasteignafélagsins Festa ehf. sem á og rekur fast- eignir á svonefndum Hljóma- lindarreit í miðborg Reykjavíkur. Skipulagsráð Reykjavíkur sam- þykkti nýlega umsögn skipulags- og byggingasviðs og beindi því til hönnuða að gerðar verði breyting- ar á deiliskipulagstillögu fyrir reitinn. Meðal þess sem borgin leggst gegn er inndregin sjöunda hæð hótelbyggingar við Hverfisgöt- una. Einnig fer borgin fram á að húsið við Laugaveg 19 verði end- urbyggt en tillögur Festa gera ráð fyrir að húsið verði rifið. Þá leggst borgin gegn því að kjallari undir reitnum nái undir húsin Laugaveg 17, 19 og 21 auk þess sem borgin fellst ekki á að húsin þrjú verði flutt af lóðunum á meðan á fram- kvæmdum stendur. Hanna og Benedikt T. Sigurðs- son, stjórnarformaður Festa, segja að með þessu fari borgin fram á breytingar sem auka muni verulega kostn- að við fram- kvæmdirnar. Minna bygg- ingamagn muni skerða nýting- armöguleika á reitnum sem þá í beinu fram- haldi skerði tekjumöguleikana. Þau segja umrædda sjöundu hæð hótelsins vera um 560 fer- metra auk þess sem kjallari undir húsunum við Laugaveg sé um 1.500 fermetrar. Skerðing á bygg- ingamagni sé því umtalsverð. Að auki sé mun kostnaðarsamara að endurgera húsin við Laugaveg á staðnum í stað þess að þeim sé lyft af grunni sínum, jarðvinnan unnin og húsunum svo komið fyrir á sínum stað. Þau hjá Festum hafa unnið að skipulagi á reitnum í eitt og hálft ár. „Við erum búin að undirrita viljayfirlýsingu við Icelandair hotels um að þeir reki hótelið,“ segir Hanna. Hún segir að þar með talið sé nýting á sjöundu hæð- inni en að hótelreksturinn verði ráðandi hluti af nýtingu húsnæðis á reitnum. Annars sé gert ráð fyrir verslunum og þjónustu. „Við höfum fengið jákvæð við- brögð frá fjármögnunaraðilum en þeir vilja sjá að framkvæmdirnar standi undir kostnaði,“ segir Hanna. Benedikt segir arkitekta og verkfræðinga bíða tilbúna eftir að klára hönnunina. „Og bygginga- fyrirtækin bíða eftir að hefja framkvæmdir en okkur vantar ákvörðunartöku hjá borginni,“ segir Benedikt. Þau segja að fram undan séu því frekari viðræður við borgina. Haldi borgin sig hins vegar við þessar forsendur telji þau Hanna og Benedikt líklegt að þau þurfi að gefa verkefnið upp á bátinn þar sem forsendur fyrir uppbyggingu á reitnum, í umræddri mynd, séu ekki fyrir hendi. olav@frettabladid.is Segja borgina tefja framkvæmdirnar Stjórnarformaður og fjármálastjóri Festa ehf. segja skipulagsráð Reykjavíkur fara fram á kostnaðarsamar breytingar á deiliskipulagstillögu fyrir Hljóma- lindarreit. Samþykkt ráðsins setji framkvæmdir á reitnum í uppnám. HLJÓMALINDARREITUR Borgin leggst meðal annars gegn byggingu sjöundu hæðar- innar ofan á hótel við Hverfisgötu og að húsið við Laugaveg 19 verði rifið. HANNA BENEDIKTSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.