Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 18

Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 18
 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR Landsbanki Íslands hf. Auglýsing um kröfuhafafund. Þann 5. desember 2008 veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Landsbanka Íslands hf., kt. 540291-2259, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, heimild til greiðslustöðvunar. Kristni Bjarnasyni, hrl. var falið að gegna starfi aðstoðarmanns á greiðslustöðvunar- tímabili. Í samræmi við úrskurð héraðsdóms og með vísan til 13. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, sbr. 2. gr. laga nr. 129/2008 er boðað til fundar með lánardrottnum bankans. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 20. febrúar 2009 kl. 9.00 að Hótel Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Hér með er ennfremur tilkynnt að þinghald Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild Landsbanka Íslands hf. til greiðslustöðvunar verður háð í dómhúsinu við Lækjartorg fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 14.00 en samkvæmt úrskurði dómsins stendur heimild bankans til greiðslustöðvunar til þess tíma. Rétt til fundarsóknar eiga þeir sem eiga kröfu á Landsbanka Íslands hf. Óskað er eftir því að kröfuhafar skrái kröfur sínar á vefsíðunni www.gamlilandsbanki.is. Athygli kröfuhafa er vakin á því að í þessu ferli felst ekki formleg kröfulýsing á hendur Landsbanka Íslands hf. Frekari upplýsingar er að finna á vefnum www.gamlilandsbanki.is Kristinn Bjarnason, hrl. hagur heimilanna 56 3 66 5 47 9 47 9 47 9 2004 2005 2006 2007 2008 Útgjöldin >Verð á nýju myndbandi eða DVD-diski á myndbanda- leigu. Meðalverð á landinu öllu í nóvember ár hvert. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Tími kæstu skötunnar er upprunninn, lyktnæmum og matvöndum til lítillar ánægju. Fisksalar segja skötutíðina fara vel af stað. Verð á stórskötu er nokk- uð misjafnt, allt frá 1.090 krónum á kílóið upp í 1.590 krónur. Einkennilega lykt leggur nú yfir tiltekinn hluta Freyjugötu í Reykjavík. Sumir vilja kalla þetta fnyk, aðrir segja að að þetta sé ilmurinn af jólunum. Hvort sem lyktin er kemur hún frá fiskbúð hjónanna Þóru Egilsdóttur og Ein- ars Steindórssonar. Þau eru, eins og aðrir fisksalar, farin að búa sig undir komu jólanna með skötu- sölu. „Það er alltaf mikill áhugi á skötunni fyrir jólin,“ segir Þóra. Henni finnst ágætt að hafa sköt- una í fiskborðinu og kippir sér lítið upp við lyktina sem af henni leggur. „Þetta er bara alveg yndis- legt. Svo er heldur ekki hætt við að við fáum kvef á meðan. En jú, jú, það er sterk lykt af henni og hún finnst langar leiðir.“ Þóra segir skötusöluna fara vel af stað. Hún muni þó aukast til muna fyrir helgina, enda margir með skötuveislu þá, og ná svo hámarki fyrir Þorláksmessu. „Hingað koma stundum hópar saman og kaupa skötu í miklu magni,“ segir hún. „Einn úr hópn- um tekur það svo að sér að elda fyrir hina. Oft er saltfiskur tekinn með, enda ekki allir sem borða skötu.“ Jón Garðar Sigurvinsson, eig- andi Litlu fiskbúðarinnar í Hafn- arfirði, hefur háleit markmið um skötusöluna. „Við erum með yfir tvö tonn af skötu. Ég á von á að það seljist allt saman hjá mér,“ segir hann. Jón Garðar og samstarfsmenn hans verka skötuna sjálfir. Þeir sjá þó ekki um að kæsa hana, held- ur fá annan í það verk. Jón Garðar hefur sett sér það markmið að vera ódýrasti fisksali landsins. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins nær hann því. Kílóið af stórskötu kostar hjá honum 1.090 krónur. „Ef einhver fer niður fyrir mig þá lækka ég verðið.“ holmfridur@frettabladid.is Skötuát markar upphaf jólanna EIGENDUR FISKBÚÐARINNAR Á FREYJUGÖTU Hjónin Einar og Þóra reka Fiskbúðina á Freyjugötu, þaðan sem jólaskatan er tekin að renna út. Í LITLU FISKBÚÐINNI Jón Garðar Sigurvinsson, eigandi Litlu fiskbúðarinnar, ætlar að selja tvö tonn af skötu fyrir jólin. TÍU DÆMI UM VERÐ Á STÓRSKÖTU Fiskbúð Krónur á kíló Litla fiskbúðin 1.090 Tangi í Kolaportinu 1.199 Fylgifiskar 1.290 Fiskbúðin Hófgerði 1.390 Fiskbúð Einars 1.390 Fiskbúð Suðurlands 1.395 Fiskbúðin Freyjugötu 1.490 Gallerý Fiskur 1.498 Fiskbúðin Hafberg 1.580 Fiskisaga 1.590

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.