Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 28

Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 28
28 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR Þvæla útvarpsstjóra UMRÆÐAN Bergsteinn Sigurðs- son skrifar um starfs- reglur RÚV Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: „Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisút- varpsins sem vinna að frétta- skrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfar- andi reglur: [...] 9. „Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið við- höfð á opnum vettvangi.“ Í Fréttablaðinu 17. desember var Páll Magnússon útvarps- stjóri spurður hvort rétt hafi verið af Kastljósi að spila upp- tökur af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, við fyrrverandi blaðamann blaðs- ins. Páll taldi svo vera, almanna- heill hafi verið í húfi. Hann sagði enn fremur að birtingin stangaðist ekki á við 9. grein starfsreglna RÚV. Sagði Páll hana eingöngu lúta að sam- skiptum RÚV við viðmælendur sína en hefði ekkert með upptökur þriðja aðila að gera. Slíkar upptökur bæri að meta út frá þeim forsendum hvort það hefði mikla samfélagslega þýðingu að birta þær. Þarna fer útvarps- stjóri með rangt mál, eins og má sjá þegar reglurnar eru lesnar. Þar er ekkert kveðið á um uppruna slíkra upptakna. Það stendur skýrum stöfum að starfsmenn RÚV mega ekki birta ummæli manns án leyfis ef þau voru tekin upp án hans vitundar. Reglurnar gefa ekk- ert svigrúm í þessum efnum. Starfsfólki RÚV er einfaldlega bannað að útvarpa slíkum upp- tökum. Það má færa gild rök fyrir því að stundum geti verið rétt- lætanlegt að birta upptökur á borð við þá sem Kastljós spil- aði á mánudag. Ég er sammála Páli að sú upptaka átti erindi til almennings. Túlkun hans á starfsreglum RÚV er aftur á móti fráleit. Það er útvarps- stjóra ósæmandi að bera á borð slíka þvælu. Höfundur er blaðamaður. BERGSTEINN SIGURÐSSON UMRÆÐAN Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar um landbúnað Í nýju fjárlagafrumvarpi boðar ríkisstjórnin ein- hliða riftun á búvörusamn- ingum til bænda. Ríkis- stjórnin ætlar að fella niður þá vísitölutengingu sem bundin er í búvörusamningum. Þetta þýðir, ef verðbólguspár ganga eftir, skerðingu upp á 9–10 prósent. Þetta er skerðing á tekj- um til bænda sem nemur 700–800 milljónum. Bændur eru margir hverjir í mjög slæmri stöðu, helst þeir sem yngri eru og þeir sem staðið hafa í framkvæmdum á jörðum sínum. Misjafnt er ástandið eftir búgrein- um. Kúabændur hafa margir hverj- ir staðið í miklum framkvæmdum og kvótakaupum og skuldar grein- in um 35 milljarða. Þessir 35 millj- arðar skiptast niður á um 700 bú. Sum þeirra eru næsta skuldlaus en önnur þeim mun skuldsettari. Kúa- bóndi einn sagði á dögunum, að honum hefði dottið í hug að hætta, ganga bara í burtu, því að hann sæi hvort eð er ekki fram á að geta nokkru sinni borgað af búi sínu. Sauðfjárbændur eru í nokkuð annarri stöðu hvað skuldsetningu varðar en hafa þeim mun lægri tekjur. Sú grein átti reyndar í krísu fyrir kreppu þar sem meðalaldur sauðfjárbanda er 58 ár og fer hækkandi. Lítil sem engin nýliðun á sér stað. Ungt fólk sættir sig greinilega ekki við þau kjör sem sauðfjárbændum er boðið upp á. Nú ætlar ríkisstjórnin enn frekar að herða að þessum greinum með hinu nýja frjárlagafrumvarpi. Eiga bændur að láta bjóða sér einhliða samningsrof ríkisstjórn- arinnar? Eiga bændur að grípa til einhverra aðgerða? Eiga þeir að beita frönsku leiðinni og dreifa skít um götur Reykjavík- ur? Eiga þeir að hætta að borga af lánum sínum og að framleiða matvæli? Sú hætta er fyrir hendi ef þrengir frekar að, að fjöldi bænda fari á hausinn. For- maður Landssambands kúabænda skrifaði á heimasíðu landssambandsins að um 40 pró- sent allrar mjólkur á Íslandi koma frá kúabúum sem eru skuldsett að eða yfir hættumörkum. Með þessum samningsrofum sem fjárlagafrumvarpið felur í sér, er stórlega vegið að matvælaör- yggi þjóðarinnar. Við Íslendingar framleiðum ekki nema um helm- ingi þess matar sem við neytum. Matarbirgðir landsins duga ekki nema í um tvo og hálfan mánuð, það fer eftir árstíðum. Einnig er uggur í bændum vegna ESB-umræðunnar. Bændur færu mjög halloka ef af inngöngu Íslands yrði. Svína- og kjúklingarækt legð- ist af og öll önnur landbúnaðar- framleiðsla drægist saman. Þetta er reynsla sænskra og finnskra bænda. Um sex þúsund manns starfa við landbúnað og matvæla- framleiðslu á Íslandi í dag og ætla má að við bætist 3.000-4.000 afleidd störf. Ríkisstjórnin er enn frekar að ógna afkomu þessa fólks með einhliða riftun búvörusamninga, lögleiðingu umdeilds matvæla- frumvarps og daðri við ESB. Væri ekki nær að snúa vörn í sókn, efla landbúnaðinn og fá jákvæða byltingu í stað neikvæðr- ar? Það er nauðsynlegt hverri sjálf- stæðri þjóð að vera sjálfri sér næg um mat. Atvinnuleysi eykst nú sífellt og umræðan snýst um nýsköpun og um menntun. En það eru ónýtt tækifæri til staðar sem hægt væri að nýta hér og nú. Þau eru kannski ekki jafn fín og nýmóð- ins og nýsköpun eða æðri menntun en við erum í vandræðum og verð- um að taka því sem býðst. Eins og fyrr segir framleiðum við ekki nema um helming þeirra matvæla sem við þörfnumst. Við framleiðum ekki nema um 40 pró- sent af grænmetinu sjálf. Þarna felast mikil tækifæri. Um 900 manns starfa við að framleiða inn- lenda grænmetið. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að tvöfalda þessa framleiðslu og um leið skapa nokk- ur hundruð störf. Þarna er tæki- færi fyrir Húsvíkinga að byggja upp sjálfbæra stóriðju. Þeir gætu byrjað strax á morgun í stað þess að bíða eftir álbræðslu sem kemur kannski aldrei. Hægt væri að skapa fjölda starfa með alhliða eflingu landbúnaðarins. Hægt er að ákveða að fullvinna meira af þeim sjávarafurðum sem við seljum úr landi. Frystihúsin eru til og fólk vantar vinnu. Er ekki nær að við vinnum fiskinn sjálf í stað þess að veita hundruðum ef ekki þúsundum Breta þá vinnu, þegar okkur sárvantar störfin sjálf? Nú er tími aðgerða. Við verðum að nýta þau tækifæri sem við höfum og það strax. Hvað er ríkis- stjórnin að gaufa? Við verðum að losna við þessa þurrpumpulegu stjórnmálamenn sem vilja bara tryggja eigin stöðu og sigla okkur aftur inn í það gamla kerfi sem er þeim svo þægilegt. Losna við kerf- ið sem kom okkur almenningi í þá slæmu stöðu sem við erum nú í. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem er ekki of fast í formi kerfis- ins og getur komið með nýjar hug- myndir til þess að skapa hið nýja Ísland. Höfundur er bóndi og nemi við Háskólann á Akureyri. Bændabylting? GUÐBERGUR EGILL EYJÓLFSSON Fjármálakreppan og niðurlæging Alþingis UMRÆÐAN Loftur Altice Þor- steinsson skrifar um IceSave-samninginn Nú er svo komið, að hörðustu stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar eins og ég, verða að játa að hún er ekki á vetur setjandi. Samfylkingin beitir Sjálfstæðisflokkinn bola- brögðum með hótun um stjórn- arslit, ef ekki er gengið í átt að ESB-aðild. Geir Haarde hefur kiknað í hnjánum og tekið þann kost að kljúfa Sjálfstæðisflokk- inn fremur en missa stól forsæt- isráðherra. Þáttur Alþingis á síðustu vikum er aumkunarverður. Mánudaginn 08. desember 2008 samþykkti þingið heimild til rík- isstjórnarinnar að ganga frá Smánarsamningnum við ESB án nokkurra fyrirvara, svo sem því að hann kæmi fyrir þingið til endanlegrar samþykktar. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó þrek til að standa gegn ósómanum, en það var Pétur Blöndal. Smánarsamningurinn fór í gegnum þingið á 29 atkvæðum, eða minnihluta alþingismanna. Lítið leggst því fyrir heiður þing- manna, þegar þeir skjóta sér undan að taka afstöðu til svona mikilvægs máls. Getur niður- læging þingsins orðið meiri? Rifja má upp atkvæðagreiðsl- una frá 12. janúar 1993, þegar landráðasamningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) var samþykktur með naumum meiri- hluta. Þar stóð Alþýðuflokkur- inn, forveri Samfylkingarinnar fremstur í flokki. Allir þingmenn Alþýðuflokksins samþykktu landráðasamninginn. Ekki þarf mikla skarpskyggni til að skilja, að yfirstandandi efnahagshörmungar eru bein afleiðing af landráðasamningn- um. Án hans hefði hin ógæfulega bankaútrás aldregi orðið og án hans hefði ESB ekki tekist að knýja okkur til þess auðmýkj- andi samkomulags, sem innsigl- að var 08. desember 2008. Á hátíðastundum er talað um lýðræði á Íslandi. Ekki var það mjög lýðræðislegt að hafna þjóð- aratkvæði um EES- samninginn 1993. Ekki er það mjög lýðræðis- legt að Alþingi leggi lík- lega meira en 1000 milljarða króna álögur á landsmenn, með atkvæðum minni-hluta þingmanna. Hefði ekki verið meiri sómi af þjóðaratkvæði um svona byrðar, sem kom- andi kynslóðir munu verða að rogast með? Svo er verið að tala um lýð- ræðislega ákvörðun varðandi inngöngu landsins í ESB. Dettur nokkrum hugsandi manni í hug, að þeir sem aldregi hafa virt lýð- ræðið fari nú að lúta vilja lands- manna? Dettur nokkrum manni í hug að harðasti kjarni Samfylk- ingar fari að beita öðrum vinnu- brögðum en þeir beittu 12. jan- úar 1993 og 08.desember 2008? Er til annarra úrræða að leita, en að forseti landsins svipti Geir H. Haarde umboði til forustu ríkisstjórnar og að forsetinn feli síðan einhverjum að mynda utan-þings-stjórn? Þessir þingmenn samþykktu Smánarlögin 08.12.2008: Arnbjörg Sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ármann Kr. Ólafsson, Árni Páll Árnason, Árni M. Mathiesen, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ásta Möller, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Björk Guðjóns- dóttir, Einar K. Guðfinnsson, Ellert B. Schram, Geir H. Haar- de, Guðbjartur Hannesson, Guð- finna S. Bjarnadóttir, Gunnar Svavarsson, Helgi Hjörvar, Her- dís Þórðardóttir, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Jón Gunnarsson, Karl V. Matthíasson, Katrín Júlíus- dóttir, Kjartan Ólafsson, Lúðvík Bergvinsson, Ólöf Nordal, Rósa Guðbjartsdóttir, Sturla Böðv- arsson, Össur Skarphéðinsson. Höfundur er verkfræðingur og vísindakennari. Ekki þarf mikla skarpskyggni til að skilja, að yfirstandandi efnahagshörmungar eru bein afleiðing af landráðasamn- ingnum. LOFTUR ALTICE ÞORSTEINSSON verð: kr. 1.000.- fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir börn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.