Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þennan kjól fékk ég frá Japan en þetta er japönsk götutíska frá merkinu VM. Kjóllinn er eins konar blanda af viktoríönskum stíl og poppi,“ segir Eva Sólveig Þrastar- dóttir, hönnuður og verslunareig- andi. Að sögn Evu hefur henni alltaf þótt japönsk götutíska skemmti- leg. „Þetta er ferskur blær í tísk- unni en mér hefur alltaf fundist sami blærinn vera í tísku á Íslandi. Það kemur einhver ein tíska og þá eru allir klæddir í það sama en mig langar að vera svolítið öðruvísi,“ segir hún og brosir. Eva pantaði kjólinn frá Japan en vinkona hennar hafði áður ferðast þangað og bent henni á búðina sem hann fékkst í. „Ég á safn af kjólum sem eru innblásnir af Viktoríu-tím- anum og götutísku en þessi er með þeim sætari. Í búðinni minni Krakk verður meira af fatnaði sem teng- ist japanskri götutísku eftir jól en okkur langar að brjóta aðeins upp þær tískulínur sem hafa verið hér á landi.“ Auk þess að vera mikil áhuga- manneskja um tísku þá hannar Eva eigin fatalínu. „Mín föt verða til sölu í Krakk eftir jól undir nafninu Angelic Kitten, en þegar ég var yngri dundaði ég mér við að sauma eigin föt og hef lengi verið undir áhrifum Viktoríutímabilsins og blandað því saman við nýstárlegri tísku,“ segir hún og nefnir að smá- atriðin heilli sig. Fatnaður Evu er því nútímalegur undir gamaldags áhrifum og nýtur hún þess að klæða sig í lífstykki. „Ég nota eig- inlega korselett við flest allt sem ég klæðist og þá úr ýmsum efnum og litum. Þau gera svo fallegar línur og auðveldlega má breyta hversdagslegum fötum með þeim.“ Auk þess að hanna föt er Eva yfirteiknari hjá Latabæ og hefur meðal annars hannað BT-músina og Office One fígúruna. „Ég hef unnið við teiknimyndir, auglýsing- ar og karakterhönnun frá því árið 2003 og geri líka skúlptúra, mál- verk, skartgripi og leikföng,“ segir Eva, sem er algjörlega sjálfmennt- uð. „Ég er að vinna að minni eigin teiknimyndasögu en vonandi kemur hún út á næsta ári,“ segir Eva og verður spennandi að fylgj- ast með henni í framtíðinni. hrefna@frettabladid.is Sér listina allt í kring Þegar Evu Sólveigu Þrastardóttur ber fyrir augu er deginum ljósara að hér er athyglisverð og skapandi stúlka á ferð. Eva hannar fatnað, semur teiknimyndasögur og býr til teiknimyndir, skúlptúra og bangsa. Eva segir þennan japanska kjól vera einn af þeim sætari sem hún á og valdi að sýna hann þar sem jólin eru á næsta leyti. Hún á líka svip- aðan kjól með lífstykki, sem er hins vegar biksvartur. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA t í ö LÖGREGLUKÓR REYKJAVÍKUR heldur jóla- tónleika í Grafarvogskirkju sunnudagskvöldið 21. desember klukkan 20.30. Einsöngvarar eru Anna Margrét Óskarsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Miðaverð er 1.500 kr. kristy.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.