Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2008, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 18.12.2008, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 18. desember 2008 3 Óhætt er að fullyrða að jólaversl- unin í tískuhúsunum í París í ár sé ekki alveg eins og venjulega, frek- ar en verslunin almennt síðan fjár- málakreppan hóf að ríða húsum. Ekki eiga þó allir við lausafjár- vanda að stríða og þeir láta sig ekki muna um að skreppa til París- ar og kaupa kjóla fyrir nokkrar milljónir króna. Til dæmis hef ég til sölu kjóla um þessar mundir á þrjú til níu þúsund evrur sem er álíka mikið og ódýrir bílar kosta hér. En það er af sem áður var. Sífellt fleiri velta vöngum yfir verðinu áður en út í slík kjólaævin- týri er farið og nú spyrja svart- klæddu konurnar frá Austurlönd- um hvort þær geti fengið afslátt og taka fram vasatölvur. Rússarn- ir eru sömuleiðis heldur færri en oft áður þó suma dagana bjargi þeir búðunum frá hinu skammar- lega núlli, þegar ekkert selst heil- an dag og andleg heilsa starfs- fólksins er í hættu. Frakkar eru frekar daufir í bragði um þessar mundir. Helst mun almenningur gleðja þá yngstu um þessi jól, meðal annars með því að sleppa þeim fullorðnu. Aðrir leita í ódýrari merki sem oft geta verið þægileg leið til að gleðja þá nánustu án þess að tæma algjör- lega peningaveskið. Á þessum árstíma er það sigl- ingarlínan svokallaða (croisière) sem í tískuhúsum boðar vorið líkt og sumartísku um hávetur. Í upp- hafi var hún ætluð þeim sem fóru í skemmtisiglingar yfir veturinn. Viðskiptavinirnir eru hins vegar uppteknari af einkaútsölum sem standa yfir og eru reyndar kol- ólöglegar. Þá bjóða tískuhúsin við- skiptavinum sínum að versla á útsöluverði á undan öðrum en útsölur hefjast snemma í janúar. Þessar einkaútsölur hafa aldrei byrjað eins snemma því fjármála- kreppan barði allharkalega að dyrum þegar vetrartískan átti að seljast sem best. Þess vegna sefur hún værum svefni baksviðs í tísku- húsunum og í geymslum stórversl- ana og bíður útsöluveislunnar sem þó verður kannski engin veisla þetta árið, svo lítill er áhugi við- skiptavina. Til að kóróna allt í þessari viku fannst sprengjuefni í einu af stóru magasínunum í París, Printemps Haussmann (á hæðinni þar sem ég vinn). Það varð uppspretta ótta við hryðjuverk í miðri jólaversluninni og var stórversluninni lokað í nokkra tíma á þriðjudag. Jólin 2008 verða því ekki kölluð kaupmannajól hér í París frekar en víða annars staðar. Sérfræðing- ar spá líka samdrætti í lúxusgeir- anum á nýju ári í fyrsta skipti í áraraðir. Ég óska lesendum og lands- mönnum öllum gleði og friðar á jólum. Jólaverslun í skugga fjármálakreppu, dýrtíðar og sprengjuhótana ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Hátíðlegt og afgerandi RAUÐUR KJÓLL EÐA RAUÐIR FYLGIHLUTIR KLIKKA SEINT Á JÓLUM. Flestar konur eignast einhvern tímann á lífsleiðinni rauðan jólakjól og hjá sumum kemur ekki annað til greina en að klæðast rauðu yfir hátíðarnar. Hvort sem konur skarta fagurrauðum kjól eða tína til litla rauða fylgihluti eins og skó, veski og skart þá er víst að útkoman verður í senn klassísk og hátíðleg. Þessi sígildi jólalitur klikkar seint og kemur alltaf vel út á móti svörtu, en líka gylltu, silfruðu og hvítu. Rauður alklæðnaður er fyrir þær sem þora en hárauð taska getur gert gæfumuninn og breytt hefðbundnum sparifötum í galadress. -ve Á jakkafötum er nokkur grund- vallarmunur sem getur verið gott að glöggva sig á. Ítölsk jakkaföt eru breið yfir herð- arnar, svolítið köntuð og yfirleitt án klaufar í bakið. Bresk eru með tveimur klaufum sinni hvorum megin að aftan. Tilgangur þeirra var upphaflega sá að fötin færu vel þegar herrar sátu hest. Amer- ísk föt eru með miðklauf í bakið, stílhrein með mjóum boðungum. Hvernig sem jakkafötin eru er mikilvægt að hneppa þeim rétt. Á þriggja hnappa jakka skal alltaf hneppa miðjuhnappinum, stund- um efsta en aldrei neðsta og ekki þykir smart að hneppa öllum. Á tveggja hnappa jakka skal einung- is hneppa efri hnappinum. - ve Ólík í grunninn Laugavegi 80, 101 Reykjavíksími 561 1330 www.sigurboginn.is TÖSKUHANKINN!! Hvaða kona kannast ekki við að sitja á veitingastað, kaffi húsi eða bar og geta hvergi lagt töskuna sína frá sér?? Eina lausnin er oft á tíðum að leggja hana á óhrein gólf staðarins. Þetta er auðvitað frekar óásættanlegur kostur.!! En hvað er í stöðunni?? Sigurboginn, Laugavegi 80, hefur lausn á þessu vandamáli. Þar geturðu nálgast frábæran töskuhanka, með burðarþol allt að 5 kg. Töskuhankinn er hágæða vara. Glæsilega hannaður, leðurklæddur metal- hringur. 3 litir. Svartur, rauður og brúnn. Afskaplega einfaldur í notkun. Fer lítið fyrir í töskunni eða sem viðhengi. Þú hengir hann einfaldlega á borðbrúnina eða stólinn. Taskan er alltaf í sjónmáli þannig að engin áhætta er á töskuþjófnaði. Þetta er frábær gjöf, sem allar konur þurfa að eiga. Verð kr. 2.980.- Nánari upplýsingar eru á síðu www.hang-bag.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.