Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 40

Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 40
 18. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Léttir, mjúkir og hlýir eru lýsingarorð sem koma upp í hugann þegar þessir inniskór eru annars vegar. Þeir eru gerðir af Klöru Sæland, bónda og húsfreyju í Þjóðólfshaga III í Rangárvallasýslu. Hún er með hesta og kindur en milli búverka sinn- ir hún handverki af áhuga og býr meðal annars til þessa inniskó. „Skórnir eru úr ullargarni og ég prjóna þá nokkuð stóra því svo set ég þá í þvotta- vél og þar þófna þeir í eðlilega stærð,“ segir hún. Eftir það kveðst hún skreyta þá með útsaum og perlum. Spurð um endinguna á skónum svarar Klara því til að á parketi dugi þeir von úr viti en á steinflísum slitni þeir meira. Skórnir fást í handverkshúsinu Heklu á Hellu þar sem þessi mynd var tekin. Einnig í Vegamót- um, versluninni sem stendur við Landvegamót, og heima hjá Klöru í Þjóðólfshaga sem er skammt frá þeim sömu vegamótum. Verðið er 3.500 krónur. - gun Á Skólavörðustíg opnaði í sumar glæsileg verslun sem ber nafnið Últíma. Þar má finna íslenska hönnun í bland við listmuni frá fjarlægum löndum. „Ég er hönnuður og sel eigin hönn- un auk þess sem ég flyt inn listmuni frá öðrum löndum. Ég vinn að því að stækka íslenska þáttinn en legg um leið áherslu á að vinna með og selja dýrgripi frá þeim löndum þar sem menning og handverk stendur á gömlum merg eins og í Tyrklandi og löndunum þar í kring,“ segir Ásrún Kristjánsdóttir, eigandi Últ- ímu á Skólavörðustíg 21 A. „Um leið og ég vil vinna að því að byggja upp íslenska gæðahönn- un og framleiðslu, þá vil ég bjóða upp á það fínasta sem hægt er að fá í textíl. Ég er einnig með einstaka skartgripi sem ég hef valið en það gildir um allt í Últímu að það er valið eða hannað af hönnuðum Últ- ímu. Einungis er til eitt eintak af hverju,“ segir Ásrún ákveðin, en skartgripirnir eru úr eðalmálmum og sumir með fínum steinum. „Nýjasta framleiðslan er tösk- ur sem við höfum hannað úr efnum frá Anatólíu í Mið-Tyrklandi. Ég er í sambandi við aðila sem safnar göml- um textílum frá Anatólíu og fékk að velja úr safni hans efni til að sníða töskur úr. Þessi efni eru merkileg fyrir margra hluta sakir. Þetta eru svokölluð hrein efni sem þýðir að skepnurnar sem ullin er af fengu aldrei nein eiturefni í sig, akrarn- ir sem þær bitu á fengu ekki áburð og dýrin fengu aldrei pensillín eða stera. Efnin eru auk þess jurtalit- uð og ofin í heimahúsum,“ útskýrir Ásrún og bætir við: „Hér á landi er ekki hægt að fá eldgamla gæðatext- íla til að vinna með, þeir eru allir á minjasöfnum eins og eðlilegt er. Þessi efni eru svo falleg að ég hugsa mér að þegar menn eru ekki að nota töskurnar þá hangi þær uppi á vegg eins og hvert annað listaverk.“ Ásrún bendir á að mynsturheim- ur norrænna manna komi víða að og þá ekki síst frá Konstantín ópel. „Þar var menningin á háu stigi og þang- að sigldu víkingar á þeim tímum er Ísland byggðist,“ segir hún og nefnir að í Últímu sé hún til dæmis með eins konar aska frá Afganistan sem minna um margt á þá íslensku. „Þessi tréílát voru notuð undir ýmiss konar þurrmat og eru unnin í hnotu, útskorin og máluð.“ Ásrúnu er mikið í mun að þegar rætt er um ís- lenska hönnun megi ekki lokast inni í þröngu hólfi. „Íslensk hönnun er ekki bara hrútspungar og lopa- peysur. Í raun hefur hún ekki náð neinum hæðum enn sem komið er og höfum við því allt að vinna. Æ stærri hópur velur að mennta sig á þessu sviði og erum við smám saman farin að sjá gæða- hönnun sem stenst samanburð við það besta í heiminum en það er hið eina sanna viðmið. Ef við viljum ná árangri þá verðum við að hugsa út fyrir kassann og jafnvel gleyma því sem er dæmigert íslenskt og horfa frá öðru sjónarhorni,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að velta fyrir sér hvað umheimurinn vill. - hs Náttúrulegt og einstakt Hálsmenin eru að sögn Ásrúnar úr 300 ára gömlum glerperlum frá Afganistan og voru þær notaðar sem mynt áður en byrjað var að slá peninga. Í Últímu eru listmunir frá fjarlægum löndum og íslensk hönnun. Nýjasta framleiðsl- an eru töskur úr efnum frá Anatólíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nælan er með mánasteini og er þetta íslenskur bókahnútur. Einnig eru til gullnælur með stjörnu- safír. Hér gefur einnig að líta handofinn silkiklút. Armbandið er úr 56 hreyfanlegum kubbum og er það hönnun Ásrúnar. Léttur og hlýr fótabúnaður Þæfðir ullarskór með útsaumi og perlum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (SLF) nýtur í ár liðsinnis þeirra Katrínar Ólínu Pétursdóttur vöruhönnuðar og Hallgríms Helgasonar rithöfundar við hönnun jólaóróans Grýlu. Þetta er þriðji jólaóróinn sem SLF lætur hanna og selur til að- stoðar starfi sínu. Katrín Ólína hannar stálið en Hallgrímur sér um orðin. Hann samdi kvæði um Grýlu í fjórtán erindum. Gáfu þau bæði vinnu sína. Markmiðið með gerð og sölu Grýlu er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði rennur til Æfingastöðvar Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra en á hverju ári koma um 1.200 ein- staklingar til þjálfunar eða æfinga í Æfingastöð SLF að Háaleitisbraut. Í Hafnarfirði sækja að jafnaði 25 börn þjálfun og í Reykjadal koma um 200 börn ár- lega til dvalar. Jólaóróinn Grýla fæst í Casa og Epal og rennur allur ágóði til Styrktarfélagsins. Óróinn er seldur á tímabilinu 5. til 19. desember. - hs. Grýla kætir krakkana Katrín Ólína Pétursdóttir og Hallgrímur Helgason ljá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra krafta sín við gerð jólaóróans Grýlu þetta árið. Hér sést vanga- svipur Grýlu en einnig má sjá sjálfan himininn með tungli og stjörnum. MYND/SLF

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.