Fréttablaðið - 18.12.2008, Qupperneq 42
18. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt
Eiturgedda, skoffín, urðarköttur,
hafgúa, skötumóðir og öfuguggi eru
aðeins fáar af þeim furðuskepnum sem
Ísland hefur að geyma. Frá þeim er sagt
í myndum og texta í bókinni Íslenskar
kynjaskepnur eftir Jón Baldur Hlíðberg
og Sigurð Ægisson.
„Þessi hugmynd fæddist hjá mér fyrir
mörgum árum, þegar ég starfaði sem leið-
sögumaður,“ segir Jón Baldur Hlíðberg
sem teiknaði furðuskepnurnar í bókinni Ís-
lenkar kynjaskepnur. „Ég áttaði mig allt
í einu á því að þjóðsögurnar voru allt að
því ónothæfar óbreyttar og slysaðist til að
segja sögurnar í nútíð,“ segir Jón Baldur og
frásagnarmátinn vakti mikla lukku. „Mér
datt í hug að prófa nýja nálgun á þjóðsög-
urnar til að reyna að láta þær lifna við aftur
því fólk á mínum aldri er hætt að þekkja
nokkurn skapaðan hlut af þessum fyrirbær-
um og þær voru að deyja drottni sínum.“
Jón Baldur fékk síðan Sigurð Ægisson
þjóðfræðing til liðs við sig. „Hann er mjög
vel að sér í þessum efnum og var hans að-
koma mjög mikilvæg enda stór hluti af því
að gera óljósa hugmynd að veruleika.“
Sigurður safnaði heimildum víða og
komst í mikið af merkilegu óbirtu efni á
Þjóðskjalasafninu. Voru það segulbands-
upptökur sem voru teknar á elliheimilum
og víðar fyrir mörgum árum þar sem fólk,
sem nú er gengið, sagði sínar útgáfur af
þjóðsögunum.
„Þessu moðuðum við saman og svo
valdi ég alla þá kafla sem höfðu eitthvað
með lýsingu dýrsins að gera. Ég setti það
í eitt skjal sem ég las yfir nokkrum sinn-
um og teiknaði síðan þá mynd sem birtist
mér,“ segir Jón Baldur sem tók þann pól-
inn í hæðina að gera dýrin lífvænleg, ekki
yfirnáttúruleg. „Mig langaði að hafa þetta
nokkurn veginn eins og platnáttúrufræði og
dýrið varð því að geta verið hluti í lifandi
náttúru,“ segir Jón Baldur og bætir við að
Sigurði hafi því verið nokkur vandi á hönd-
um sem þjóðfræðingur sem verður að um-
gangast sína fræðigrein af virðingu. „Við
ákváðum því að vera með hálfgerða tví-
skiptingu. Textinn hans stendur styrkum
fótum í þjóðfræðinni en ég gaf sjálfum mér
skáldaleyfi í myndum og myndatextum.“
En trúir hann á kynjaskepnur? „Við þurf-
um ekkert á trúa á þetta til að hafa gaman
af þessu,“ segir Jón Baldur en telur að á
bak við margar af sögunum séu rökrænar
skýringar. Til dæmis sé hægt
að ímynda sér að stór sæ-
skjaldbaka eða reiður blöðru-
selur geti í augum lítt siglds og
ólesins bónda orðið að furðulegri ófreskju.
Inntur eftir uppáhaldsdýri segir Jón
Baldur mörg þeirra vera skemmtileg. Hins
vegar hafi hann þurft að búa til sum þeirra
alveg frá grunni. „Til dæmis skötumóð-
ur og mér finnst hún skemmti-
legust, svo er ég líka hrif-
inn af skuggabaldri, en það
er kannski af því ég heiti Jón
Baldur,“ segir teiknarinn og
hlær.
„Þetta er skemmtilegur partur af menn-
ingunni og því gamla Íslandi sem ég vona
að við förum að endurheimta,“ segir Jón
Baldur. - sg
Skuggabaldur skundar hjá
Öfuguggi er baneitraður. Fullorðinn hængur er
með afbrigðum kjaftljótur. Samstæðu uggarnir
eru framsveigðir og notar fiskurinn þá til að
kasta sér örsnöggt að bráðinni úr fylgsni sínu og
til að bakka aftur inn í þéttan vatnagróðurinn.
Skuggabaldur er
þreklegur og dökkur
yfirlitum. Hann býr
yfir lipurð og flærð
kattarins og harðfylgi
og slægð tófunnar.
Jón Baldur
Hlíðberg og
Sigurður Ægis-
son við myndir
af öfugugga.
Nokkrar af
myndum
Jóns Baldurs
eru til sýnis í
Þjóðmenningar-
húsinu.
M
Y
N
D
/Ú
R
E
IN
K
A
S
A
F
N
I
Selamóðir er búin til ferðalaga
í sjó, vötnum og landi.
Á milli stríða grefur
hún sig með öflugum
hreifunum í leir eða
annan mjúkan botn
og liggur í dvala.
Skötumóðir var í eina tíð lang-
þekktasta og ógnvænleg-
asta fyrirbærið í sínum
geira.
Hugmyndin að tarotspilunum
sem Inga Rósa Loftsdóttir
hannaði og gaf út á síðasta ári
vaknaði fyrir rúmum tuttugu
árum.
„Ég byrjaði að teikna myndirnar á
spilin þegar ég var í námi í Hollandi
á níunda áratugnum,“ útskýrir Inga
Rósa Loftsdóttir listamaður sem
hefur ávallt haft mikinn áhuga á
tarotspilum og þekkir vel út á hvað
þau ganga.
Inga Rósa var í myndlistarnámi í
Hollandi og lærði einhverja grafík
líka. „Þetta var fyrir tíma tölvunn-
ar þannig að ég bjó til myndirnar í
þeirri stærð sem þær áttu að vera,“
segir hún.
Þrátt fyrir að Inga Rósa hafi
klárað myndirnar um 1990 leið tals-
verður tími áður en spilin voru gefin
út. Einhvern tíma ákvað hún að
skanna myndirnar sjálf inn í tölvu
og skar hvert spil sjálf. Þrátt
fyrir að hún seldi nokkra
stokka var það því varla
fyrir kostnaði.
Í fyrra ákvað hún svo
að gefa spilin út fyrir al-
vöru. „Hjá mér er það nefni-
lega þannig að ef ég næ ekki að
koma hugmyndunum frá mér liggja
þær á mér eins og uppsöfnuð orka.“
Spilin gaf hún síðan út bæði á ís-
lensku og ensku.
„Það sem er gott við þessi spil, þó
ég sjálf segi frá, er að þau eru lík-
lega þau einu í heiminum þar sem
sama manneskjan myndskreytir og
býr til spilin,“ útskýrir Inga Rósa
og segir að bæði spákonur og fólk
sem hafi aldrei lagt áður telji spilin
sín mjög sterk.
Á tarotspilunum eru stikkorð
sem segja hvað hvert spil þýðir.
Þetta auðveldar lestur þeirra þó
Inga Rósa taki fram að til að
öðlast dýpri skilning sé
betra að vera með
bók til hliðsjónar.
Inga Rósa segir
spilin sín seljast
ágætlega en áhugann
á taroti hjá Íslendingum
telur hún ganga í bylgjum.
„Núna hlýtur að koma aftur bylgja
enda vilja allir vita um framtíð-
ina þegar óöryggi ríkir,“ segir hún.
Spilin má nálgast í helstu nýaldar-
búðum eins og Betra lífi og Gjöfum
jarðar, einnig í flestum verslunum
Eymundssonar og í nokkrum túr-
istabúðum. - sg
Inga Rósa spáir í tarotspil og gárinn Villi
fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Skyggnst inn í
framtíðina
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
NÝJAR BÆ
KUR
GAMALT V
ERÐ!
SÖGUR ÍSLENSKRA KVENNA
Opinskáar og einlægar frásagnir
átján kvenna þar sem þær segja frá
örlagaríkum atburðum úr lífi sínu.
Áleitin og áhrifamikil bók þar sem
dregnar eru upp sterkar og oft
átakanlegar myndir úr lífi íslenskra
kvenna.
Ógleymanleg bók.
EINSTÖK ÆVISAGA SKÁLDS
Berorð og krassandi ævisaga Dags
Sigurðarsonar, eins umdeildasta
listamanns Íslendinga á 20. öld.
Dagur var lengstum utan garðs. Kjaftfor,
drykkfelldur alþýðusinni og bóhem.
Mögnuð ævisaga um mann sem svo
sannarlega batt bagga sína öðrum
hnútum en flestir aðrir.