Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 47

Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 47
FIMMTUDAGUR 18. desember 2008 7 „Það er árviss viðburður hjá okkur að 8. bekkur skólans taki að sér að setja upp helgileikinn,“ segir Dagný Annasdóttir, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla. Tvær sýningar verða á Helgileiknum, í dag og á morgun klukkan 11.30. Hópurinn hóf æfingar strax í nóvember og segir Dagný mikið lagt upp úr því að hver nemandi fái hlutverk í sýningunni. „Öskjuhlíðarskóli er skóli fyrir fötluð börn og allir fá hlutverk við sitt hæfi, einn vitringanna verður til dæmis í hjólastól sem er nú ekki algengt að sjá í uppsetningu jólaguðspjallsins.“ Í leikritinu eru samþættar þær námsgreinar sem kenndar eru innan skólans svo sem tjáning, lestur og samskipta- leg færni eins og að vinna saman í hópi. Dagný segir æfingar hafa gengið vel en mikið fyrirtæki sé að setja upp leikrit. „Þetta er ekki eitthvað sem við hristum fram úr erminni og við sjáum í þessu verki hvað maðurinn getur ef hann ætlar sér það. Það er heilmikið mál að setja upp helgi- leikinn með eðlilega greindum ein- staklingum en að setja upp helgi- leikinn þar sem eru eingöngu fötluð börn segir okkur og sannar, sér- staklega á erfiðum tímum eins og í dag, að allt er hægt ef viljinn og áræðnin er fyrir hendi.“ Dagný segir mikla vinnu hvíla á starfsfólkinu ekki síður en nem- endunum en svona verkefni reyni bæði á samvinnu nemenda og þol. Uppskera erfiðisins sé því alltaf ánægjuleg. „Það er dásamlegt að sjá hvernig þeim fer fram með hverjum degin- um og hvað það gefur þeim mikið að sjá það að þarna getur orðið úr fallegt verk.“ heida@frettabladid.is Uppskera erfiðisins ljúf Áttundi bekkur Öskjuhlíðarskóla setur upp helgileik í dag og á morgun. Nemendur hafa unnið hörðum höndum undanfarnar vikur við æfingar og bjóða foreldrum að sjá afrakstur erfiðisins í dag. Æfingar hófust í nóvember hjá áttunda bekk Öskjuhlíðarskóla en hefð hefur skapast fyrir því að áttundi bekkur setji upp helgi- leikinn á aðventunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.