Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 54

Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 54
30 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Svanur Geirdal fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akranesi, Fjarðargötu 19, Hafnarfirði, lést föstudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 19. desember kl. 14.00. Una Guðmundsdóttir Linda Björk Svansdóttir Hrafnhildur Svansdóttir Guðmundur Rúnar Skúlason Guðmundur Rafn Svansson Guðrún Adolfsdóttir Arnar Svansson Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Halla Svansdóttir Jóhannes Þór Harðarson og barnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Oddur Jónsson Sunnuhlíð 19b, Akureyri, sem lést á heimili sínu hinn 10. desember, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Ólöf Oddsdóttir Jón Laxdal Jónsson Stefán M. Jónsson Halla Sif Svavarsdóttir Elín J. Jónsdóttir Anton Helgason Kolbrún Ósk Jónsdóttir Jón Már Jónsson Anna Þóra Árnadóttir Elma Berglind Stefánsdóttir, Lóa Júlía Antonsdóttir, Daníel Örn Antonsson, Sigurður Vilmundur Jónsson og Halldóra Auður Jónsdóttir. Ástkær bróðir okkar, Hallgrímur Kjartansson Glúmsstöðum 2, Fljótsdal, andaðist 12. desember. Hann verður jarðsunginn frá Valþjófsstaðarkirkju laugardaginn 20. desember kl. 14.00. Systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Adolf Óskarsson pípulagningameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 15. desember. Útförin auglýst síðar. Ásta Vigfúsdóttir Hörður Adolfsson Nanna M. Guðmundsdóttir Erla Adolfsdóttir Jóhann Pétur Andersen Hilmar Adolfsson Ólöf S. Sigurðardóttir Adolf Adolfsson Júlía Henningsdóttir barnabörn og langafabörn. Björg Ólafía Aðalsteinsdóttir Savage frá Hvallátrum á Breiðafirði, búsett í Vancouver í Kanada, lést föstudaginn 12. desember sl. Systkini og aðrir aðstandendur hinnar látnu. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Anna Tryggvadóttir Hamraborg 32, Kópavogi, lést á Hrafnistu, Vífilsstöðum mánudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.00. Tryggvi M. Þórðarson Selma Þórðardóttir Agnes Þöll Tryggvadóttir Hjalti Lýðsson Þórður M. Tryggvason Egill Andri Tryggvason Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, sonur og bróðir, Wolfgang Stross andaðist mánudaginn 15. desember á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Hann verður jarðsung- inn í sálumessu í Kristskirkju, Landakoti mánudag- inn 22. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkað- ir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarsjóð Lionsklúbbsins Fjölnis (reikningur 0111-15-374193, kt. 570177 0529) eða aðrar líknarstofnanir. Ásdís Stross Þorsteinsdóttir Sigríður Roloff, Þorsteinn, Rósa og Stella, Þórdís Stross, Þorsteinn Þorsteinsson, Úlfhildur og Þórður, Karen Stross, Hafsteinn Ólafsson, Marteinn Ásdís Hafsteinsdóttir, Stian Ringsröd og Elias Bryndís Gauteplass, Richard Gauteplass Ruth Brandi-Stross, Sigrid Stross, Helga Eshelby og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóð- ir, amma og langamma, Ásta Hansdóttir frá Hömrum, Reykholtsdal, lést á nýrnadeild Landspítalans aðfaranótt laug- ardagsins 13. desember. Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 20. desember kl. 14.00. Þorsteinn Pétursson Pétur Þorsteinsson Ágúst Þorsteinsson Anna Þ. Halldórsdóttir Kári Þorsteinsson Guðbjörg Þorsteinsdóttir Jakob Þorsteinsson Íris Árnadóttir Skúli Þorsteinsson Lilja Þrastardóttir Sigrún A. Þorsteinsdóttir Helgi Þór Jóhannsson barnabörn og barnabarnabarn. „Ég er ekki í stuði fyrir stórveisluna fyrr en ég hef lokið því verki sem ég hef barist við að ljúka síðastliðin ár. Þá hefur maður unnið sér inn fyrir veislu,“ segir Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðar- maður, sem er sextugur í dag. Verkið sem um ræðir er kvikmynd sem heit- ir Draumurinn um veginn og fjallar um Thor Vilhjálmsson rithöfund. „Þetta er yfirgripsmikil mynd um Thor og draum hans um að ganga til hei- lags Jakobs. Myndin lýsir göngu hans á Jakobsveginum og inn í það flétt- ast fortíðin með vissum hætti,“ útskýr- ir Erlendur íbygginn. „Fólk gengur 800 kílómetra leið eftir endilöngum Norð- ur-Spáni og Thor var rétt við áttræðis- aldurinn þegar hann lét drauminn ræt- ast, fjörutíu árum eftir að hann byrjaði að hugsa um hann.“ Erlendur segir það magnað af Thor að hrinda slíkum áformum í framkvæmd. „Sýnir það okkur að aldrei er of seint að gera ákveðna hluti þó svo mér finnist of snemmt að halda stóra afmælisveislu,“ segir hann kíminn. „Hins vegar ætla ég að njóta dagsins í nærsamfélaginu og baka vöfflur fyrir félaga mína á Kvik- myndasafninu. Svo vill nú svo skemmti- lega til að við hjónin erum búin að taka að okkur að passa barnabörnin þrjú þetta kvöld og er það nú langsamlega besta af- mælisgjöfin,“ segir Erlendur og nefn- ir að þegar horft er á barnabörnin leiti hugurinn aftur til hinnar horfnu parad- ísar sem barnæskan er, þegar tilveran var ekki svona flókin. „Við erum líkleg- ast öll rekin úr paradís og svo sér maður það í sérstöku ljósi þegar árin færast yfir og þakkar fyrir góða heilsu.“ Erlendur segist þó lítið vilja hugsa um árin þegar stór verklok liggja fyrir. „Þá vill maður ekkert vita af svona tímamót- um sem sett eru á mann heldur ná frekar einhverjum markmiðum,“ segir Erlend- ur en bætir við: „Afmæli eru samt ágæt- is áminning um að halda sér við efnið.“ Kvikmyndagerð á Íslandi getur þó verið hark og vinnur Erlendur fyrir sér í Kvikmyndasafni Íslands en hann var fyrsti forstöðumaður þess og hefur unnið þar brautryðjendastarf. „Ég var þar fyrstu sex árin og kom því af stað. Svo kom ég aftur til safnsins þegar fór að harðna á dalnum í kvikmyndagerð- inni enda er margt sem mig langar að gera fyrir safnið,“ segir Erlendur en hann er líka með listasafn í takinu. „Um þessar mundir eru tvær sýning- ar Sveinssafns í gangi í Hafnarborg sem lýkur 4. janúar og þá er nú kannski tilefni til að kalla saman nánustu fjölskyldu- meðlimi,“ segir Erlendur, sem er sonur myndlistarmannsins Sveins Björnsson- ar. Hann gerði leikna heimildarmynd um föður sinn, Málarinn og sálmurinn hans um litinn. Kynntust feðgarnir þar starfi hvors annars. Erlendur hefur gert margar heimild- armyndir og segist vera sögumaður. „Ég hef gaman af sögunni og hef nú þegar gert útgerðar- og sjávarútvegssögunni skil en hef áhuga á því formi sem liggur á milli leikinna mynda og heimildamynda. Mín bíður mynd í því formi um Matthí- as Johannessen sem lokið var tökum á árið 2001,“ segir Erlendur áhugasamur og ljóst er að ýmis verkefni eru á dag- skránni hjá afmælisbarninu. hrefna@frettabladid.is ERLENDUR SVEINSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR: ER SEXTUGUR Í DAG Er mikill sögumaður í mér Gos hófst í Grímsvötnum klukkan 9.20 á þessum degi fyrir tíu árum og var það í fyrsta skipti sem vísinda- menn gátu fylgst með eldgosi undir stórum jökli. Grímsvötn eru virk eldstöð undir Vatnajökli austur af Grímsfjalli og eru vötnin ein virkasta eldstöð landsins. Líklegt er að gosið hafi oftar en hundrað sinnum á sögulegum tíma og þar af þrettán sinnum síðan 1902. Eldstöðin er um hundrað kíló- metra löng og fimmtán kílómetrar að breidd. Annað gos varð upp úr klukkan 22 hinn 1. nóvember árið 2004 en þá greindust merki um eldgos upp úr klukkan 20. ÞETTA GERÐIST: 18. DESEMBER 1998 Gos hefst í GrímsvötnumKATIE HOLMES LEIKKONA ER ÞRÍTUG Í DAG. „Ég er mjög óskipulögð manneskja. Ég veit hvar allt er en get bara ekki skipu- lagt mig.“ Katie Holmes er þekkt fyrir að vera leikkona og eigin- kona Tom Cruise. Dóttir þeirra Suri nýtur álíka heimsfrægð- ar þrátt fyrir að vera einungis á þriðja ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VINNUR AÐ VERKLOKUM Erlendur segir stóru afmælis- veisluna verða að bíða betri tíma eða þar til hann hefur lokið mynd sinni um Thor Vilhjálmsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.