Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 72

Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 72
48 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR KLUKKAN TIFAR. ÞEGAR HÚN STÖÐVAST ER TÍMA OKKAR Á JÖRÐINNI LOKIÐ! HEIMSFRUMSÝNING! EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 7 16 L 12 THE DAY THE EARTH... kl. 6 - 8 - 10 FOUR CHRISTMASES kl. 10 QUANTUM OF SOLACE kl. 6 12 7 12 THE DAY THE EARTH... D kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE DAY THE EARTH... LÚXUS D kl. 5.40 FOUR CHRISTMASES kl. 4 - 6 - 8 - 10 ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.45 - 8 - 10.15 IGOR kl.3.45 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 7 16 12 14 THE DAY THE EARTH... kl. 5.40 - 8 - 10.20 FOUR CHRISTMASES kl. 6 - 8 - 10 APPALOOSA kl. 8 - 10.30 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 -10.30 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 12 16 16 12 THE DAY THE EARTH... kl. 5.40 - 8 - 10.20 SAW 5 kl. 6 - 8 - 10 ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.50 - 8 - 10.10 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.20 500kr. 500 kr. AÐEINS EMPIRE ÞÚ MUNT ALDREI TRÚA ÞVÍ HVERNIG ÞETTA ENDAR! ★★★★ EMPIRE FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND KLUKKAN TIFAR OG ÞEGAR HÚN STÖÐVAST ER TÍMA OKKAR Á JÖRÐINNI LOKIÐ! jólamyndir SAMbíóanna verða FORSÝNDAR um helgina SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI THE DAY THE EARTH STOOD kl. 6D - 8D - 10:20D 12 CITY OF EMBER kl. 5:50 - 8 - 10:10 7 TWILIGHT kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 8 - 10:20 L BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 16 BODY OF LIES kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:50 síð sýn. L TWILIGHT kl. 6 - 8 - 10:30 12 CITY OF EMBER kl. 6 - 8 - 10:30 7 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 8:30 L W kl. 10:10 12 FERÐIN TIL TUNGLSINS 3D sýnd á lau. og sun. L DIGITAL DIGITAL DIGITAL DAY THE EARTH... kl. 8 - 10:10 12 NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 L NICK AND NORAH’S... kl. 10 L CITY OF EMBER kl. 8 - 10:20 7 TWILIGHT kl. 8 - 10:20 12 MADAGASKAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASKAR 2 m/Ensku tali kl. 6 TWILIGHT kl. 8 12 PRIDE AND GLORY kl. 10:20 16 TRAITOR kl. 8 12 BODY OF LIES kl. 10:20 16 ÁLFABAKKA NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus Sími: 553 2075 SAW 5 kl. 8 og 10 16 FOUR CHRISTMASES kl. 6, 8 og 10 7 MADAGASCAR 2 kl. 6 L ZACH AND MIRI MAKE A PORNO kl. 6 og 8 16 PRIDE AND GLORY kl. 10 16  S.V – MBL. LEIKURINN HELDUR ÁFRAM... Mosfellingurinn Ólafur Arnalds heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Hann er nýkominn úr hálfs árs tónleikaferðalagi um heiminn þar sem hann fylgdi eftir sinni fyrstu plötu, Eulogy for Evolution. Platan, sem hefur feng- ið mjög góða dóma, hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum og hefur Ólafur fyllt tónleikahallir í yfir tuttugu löndum, þar á meðal Barbican Hall í London. „Ég hlakka ótrúlega til enda spila ég sjaldan á Íslandi,“ segir hann um tónleikana í kvöld. „Við erum búnir að selja vel af miðum og höfum lagt mikið í undirbún- ing. Ég held að þetta verði gaman.“ Hann segir að tónleikaferðin um heiminn hafi gengið ótrúlega vel. „Ég er búinn að fara út um allt. Þetta gekk ekkert áfallalaust fyrir sig og ég bjóst kannski ekki við því. En ég gat séð frá byrjun til enda hvernig áhorfendahópurinn stækkaði smám saman.“ Ólafur hefur áður leikið í kirkj- um á ferðalögum sínum og segir þær uppáhaldstónleikastaði sína ásamt leikhúsum. „Hljómburður- inn er yfirleitt fallegur og hann gerir mikið fyrir stemninguna. Þar er líka gott andrúmsloft ef þetta eru flottir staðir. Svona tón- list gengur mikið út á andrúms- loftið í salnum,“ segir hann. Fram undan hjá þessum 22 ára tónlistarmanni eru upptökur á næstu breiðskífu sem hefjast í byrjun næsta árs. Að auki hefur hann rift samningi við útgáfufyr- irtæki sitt í Bretlandi og er í við- ræðum við stærri útgáfufyrirtæki um nýjan samning. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og sérstakur gestur verður Ólöf Arnalds, frænka Ólafs. Miðaverð er 1.000 krónur. - fb Andrúmsloftið skiptir máli ÓLAFUR ARNALDS Ólafur heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Sérstakur gestur verður Ólöf Arnalds. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur troð- ið upp með sonum sínum tveimur að undanförnu og er afar ánægður með félags- skapinn. „Ég var farinn að örvænta og hélt að börnin mín væru ekki með tónlistargenið,“ segir Herbert Guðmundsson um syni sína Svan og Guðmund sem hafa spilað með honum að undanförnu. Herbert á sjö börn með tveim- ur konum og segist vera ríkur maður. Svanur og Guðmundur, sem eru einnig í hljómsveitinni Swive, eru hans yngstu börn og þakkar Herbert æðri máttarvöld- um fyrir tónlistaráhuga þeirra. Hinn átján ára Svanur, spilar á píanó á nýjustu plötu Herberts, Spegill sálarinnar, og stendur sig vel þrátt fyrir ungan aldur. „Maður á náttúrulega ekki að vera að segja svona en hann þykir snillingur strákurinn,“ segir Her- bert, sem er greinilega afar stolt- ur faðir. Hinn sextán ára Guð- mundur þykir einnig efnilegur trommari og á væntanlega eftir að láta mikið að sér kveða í fram- tíðinni. Spegill sálarinnar er tíunda sólóplata Herberts og hefur að geyma popp-rokk með gospel ívafi, þar á meðal hið vinsæla lag Day of Freedom. „Þetta er „back to the basics“. Ég er að fara aftur til uppruna míns,“ segir Herbert. Hann hefur haft í nógu að snúast við kynningu á plötunni sem hann gefur út sjálfur og hefur selst í á annað þúsund eintaka. Til að mynda hefur hann spilað í fjölda kirkna við góðar undirtektir. „Prestar hafa hringt í mig og boðið mér að koma. Það hefur gengið æðislega vel og ég hef verið að árita á staðnum.“ Tveir mánuðir eru síðan Her- bert hætti að selja bækur fyrir Örn og Örlyg og ákvað að ein- beita sér að tónlistinni. Sér hann ekki eftir því enda nóg að gera. „Ég hef verið að syngja mikið í afmælum og þá kem ég eins og sprengja inn í partíið.“ Herbert spilar næst með sonum sínum í Vetrargarðinum í Smára- lind í kvöld og einnig verða þeir í Jólaþorpinu í Hafnarfirði á Þor- láksmessu. freyr@frettabladid.is Með tónlistargen föður síns TÓNLISTARFEÐGAR Feðgarnir Herbert Guðmundsson, Svanur og Guðmundur hafa spilað saman að undanförnu við góðar undir- tektir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Oxford-búinn John J. Soul og Ingvi Þór Kormáksson hafa skip- að tónsmíðadúó í fimmtán ár og skilar sú samvinna sér í tólf fínum lögum á Bright Lights, fjórðu breiðskífu JJ Soul band. Erfitt er að setja tónlist sveit- arinnar undir einn hatt. Líklega fer nærri að kalla hana samhrær- ing af djassi, blús og sálartónlist, þótt á stundum sé fetað lauflétt inn á fönkaðri slóðir (til að mynda í hinu stórskemmtilega lagi Let Love Find Us) og suðrænni (Jazz and Tarantella). Þessi bræðingur er afar vel heppnaður og hápunkt- arnir á disknum, lög á borð við At the Mall, I‘ve Been Had Again og Bright Lights, leika sér á skemmti- legan hátt að blúsforminu án þess þó að detta ofan í hina ótalmörgu klisjupotta sem fylgja geiranum. Einnig bregður fyrir gullfalleg- um og ljúfsárum textum og mel- ódíum og er það sérlega áberandi í Getting Colder By the Year (sem minnir meira en lítið á Tom nokkr- un Waits) og Washed Away. Fagmennska einkennir hljóð- blöndun og allan hljóðfæraleik, sem er hreint og beint til fyrir- myndar, enda þrautreyndir menn í hverju rúmi. Svo alger er fag- mennskan raunar að á stöku stað væri örlítið meiri hráleiki vel þeg- inn. Frábær rödd fantasöngvar- ans JJ gerir slíkar umkvartanir reyndar nánast óþarfar því hún er djúp, töff og full af tilfinningu og rífur þannig fágaðan undirleikinn upp á æðra plan. Helvíti flott plata. Kjartan Guðmundsson Vel heppnaður blúsbræðingur TÓNLIST Bright Lights JJ Soul Band ★★★★ Fagmennskan í fyrirrúmi á flottri plötu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.