Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 73

Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 73
FIMMTUDAGUR 18. desember 2008 Framleiðslufyrirtæki spjallþátta- stjórnandans Opruh Winfrey hefur gert samning við sjón- varpsstöðina HBO um að framleiða fyrir hana sjónvarps- myndir, heimildarmyndir og þáttaraðir. Hingað til hefur Oprah átt í samstarfi við aðra sjónvarpsstöð, ABC, og framleitt fyrir hana upplífgandi sjónvarpsmyndir á borð við Tuesdays with Morrie og Their Eyes Were Watching God með Halle Berry í aðalhlutverki. Oprah, sem er 54 ára, var fyrr í mánuðinum kjörin áhrifamesta konan í skemmtanaiðnaðinum af dagblaðinu The Hollywood Reporter. Oprah semur við HBO OPRAH WINFREY Spjallþáttastjórnand- inn vinsæli hefur samið við sjónvarps- stöðina HBO. Íslenska sprotafyrirtækið Gogoyoko er eins árs um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Fyrirtækið verður opnað formlega snemma á næsta ári og verður svokallað tónlistar- samfélag á netinu þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni milliliðalaust á framfæri á alþjóðlegum markaði. Síðan fór nýverið í loftið í lokuðu prufunar- umhverfi og hefur hópi lista- manna verið boðinn aðgangur. Til að fagna eins árs afmæli heldur Gogoyoko tónleika í samvinnu við Hjálma og Mugison eftir jól, nánar tiltekið laugar- dagskvöldið 27. desember á Nasa. Tónleikarnir heita Jólagrauturinn 2008 og hvert eðalatriðið rekur annað. Þarna verða Hjálmar ásamt sænska rapparanum Timbuktu, Mugison, Motion Boys, Borko og Egill Sæbjörnsson. Heillangt er síðan Egill kom fram á Íslandi en plata hans Tonk of the Lawn gerði góða hluti fyrir áratug eða svo. Miðasala hefst í dag í Skífunni og á Midi.is. Miðaverð í forsölu er 1.500 krónur. - drg Jólagrautur Gogoyoko SPILAR Á JÓLAGRAUT Egill Sæbjörnsson mætir á Nasa. Madagascar: Escape 2 Africa tekur upp þráðinn þar sem skilið var við áhorfendur fyrir rúmum þremur árum. Ljónið Alex, sebrahesturinn Marty, gírafinn Melman og flóð- hesturinn Gloria, sem voru áður strandaglópar í Madagaskar ætla nú að fljúga aftur heim til New York með hjálp íbúa eyjunnar og mör- gæsanna. En vegna bilunar brot- lendir flugvélin í Afríku. Líkt og með fyrri myndina ein- kennist þessi af hröðum húmor þar sem áhorfendum er ekki gefinn mikill tími til umhugsunar. Sum atriðin kæta krakka með skrípalát- um, en önnur eru meira hugsuð fyrir eldri áhorfendur, t.d. atriði þar sem api mútar mörgæs með því að segjast ætla að ljóstra um ástar- samband mörgæsarinnar og Hawa- ii-dansbrúðu. Bandaríska talsetningin er til fyr- irmyndar og kemur á óvart hversu mörgum stjörnum er hægt að troða í eina kvikmynd; Ben Stiller, Chris Rock, Sacha Baron Cohen, Alec Baldwin, Jada Pinkett Smith og Bernie Mac heitinn. Þrátt fyrir allar stjörnurnar er það mörgæsa-teymið sem stelur senunni í myndinni. Skrautleg og geðveik upp átæki þeirra er helsti drifkraftur myndar- innar, og þá sérstaklega bráðfyndið opnunaratriði myndarinnar með flugvélinni. Madagascar: Escape 2 Africa er enn eitt dæmið um hversu breiður áhorfendafjöldi teiknimynda getur orðið með blöndu af ólíkum húmor, ekki ólíkt Kung Fu Panda frá því í sumar. Í raun er ekki mikið sem situr eftir nema léttur og góður húmor og að sjálfsögðu mörgæsirn- ar, sem væri óskandi að fengju sína eigin kvikmynd. Mörgæsagrín KVIKMYNDIR Madagascar: Escape 2 Africa ★★★ Stjörnum prýdd og ágætlega fyndin teiknimynd. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Nám fyrir skapandi tónlistarmenn - í samstarfi við Digidesign framleiðanda Pro Tools HAUSTNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR Sponsored Digidesign School Lærðu að nota nútíma upptökutækni til að taka upp, útsetja og hljóðblanda tónlistina þína. Þeir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (Todmobile), Vignir Snær Vigfús- son (Írafár) og Markús Leifsson (Sertified Pro Tools Operator) kenna ferlið hvernig hugmynd af lagi verður að fullunnri afurð tilbúinni til útgáfu eða spilunar í útvarpi með notkun Pro Tools hljóðupptöku forritsins. Markús leiðir menn í gegnum Pro Tools fræðin í fullkominni tölvustofu þar til menn eru tilbúnir í að taka alþjóðlegu Pro Tools gráðurnar 101 og 110. Þorvaldur Bjarni sýnir mönnum inn í heim tónsmíðanna og kennir nemendum að hljóðblanda lögin sín, hvernig maður notar EQ, Compressor og hljóðeffekta til að draga það besta fram í hverri upptöku í fullkomnu hljóðveri skólans. Vignir Snær kennir mönnum hvernig forritin Melodine og Reason eru notuð til að útsetja og laga til upptökur að hugmyndum lagasmiðsins eða hljómsveitarinnar. Farið er í helstu míkrafónstað- setningar fyrir t.d. trommuupptökur, gítarupptökur, söngupptökur o.s.f. Teknar eru tvær viðurkenndar gráður í Pro Tools hljóðupptöku- forritinu (101 og 110) sem veita rétt á framhaldsnámi erlendis. Þar fara menn í Pro Tools 201 og 210 sem gerir menn að viðurkenndum "Pro Tools Operator". Það gefur möguleika á störfum hér og erlendis í hljóðverum og kvikmyndaverum. TÓNVINNSLUSKÓLI ÞORVALDAR BJARNA - “DIGIDESIGN (PRO TOOLS) SPONSORED SCHOOL”. VEITIR RÉTT TIL FRAMHALDSNÁMS Í miðju námskeiðsins gefst nemendum tækifæri á að eyða 3 dögum með þeim Þorvaldi Bjarna, Vigni Snæ, Magnúsi Þór Sigmundssyni við laga og textasmíðar auk þess mun Guðmundur Jónsson (Sálin) leggja hönd á plóginn og miðla af reynslu sinni. Afrakstur þessara vinnutarnar verður svo notað sem efni í náms og útsetningarferli seinni hluta námsins. Lögin verða svo boðin útgefendum til notkunar fyrir listamenn sýna og fá menn þannig innsýn inn í ferlið hvernig lagasmiðir koma efni sínu á framfæri. Þetta fimmta árið sem Tónvinnslunámskeiðið er haldið og hafa um 160 manns tekið þátt. Margir hafa haldið beint áfram í framhaldsnám erlendis meðan aðrir hafa hafið störf sem skapandi tónlistarmenn á eigin spítur. NÝJUNG! Námskeiðin hefjast í febrúar. Skráningar í síma 534 9090 eða á heimasíðunni www.tonvinnslu skoli.is ESKIMOS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.