Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2008, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 18.12.2008, Qupperneq 73
FIMMTUDAGUR 18. desember 2008 Framleiðslufyrirtæki spjallþátta- stjórnandans Opruh Winfrey hefur gert samning við sjón- varpsstöðina HBO um að framleiða fyrir hana sjónvarps- myndir, heimildarmyndir og þáttaraðir. Hingað til hefur Oprah átt í samstarfi við aðra sjónvarpsstöð, ABC, og framleitt fyrir hana upplífgandi sjónvarpsmyndir á borð við Tuesdays with Morrie og Their Eyes Were Watching God með Halle Berry í aðalhlutverki. Oprah, sem er 54 ára, var fyrr í mánuðinum kjörin áhrifamesta konan í skemmtanaiðnaðinum af dagblaðinu The Hollywood Reporter. Oprah semur við HBO OPRAH WINFREY Spjallþáttastjórnand- inn vinsæli hefur samið við sjónvarps- stöðina HBO. Íslenska sprotafyrirtækið Gogoyoko er eins árs um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Fyrirtækið verður opnað formlega snemma á næsta ári og verður svokallað tónlistar- samfélag á netinu þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni milliliðalaust á framfæri á alþjóðlegum markaði. Síðan fór nýverið í loftið í lokuðu prufunar- umhverfi og hefur hópi lista- manna verið boðinn aðgangur. Til að fagna eins árs afmæli heldur Gogoyoko tónleika í samvinnu við Hjálma og Mugison eftir jól, nánar tiltekið laugar- dagskvöldið 27. desember á Nasa. Tónleikarnir heita Jólagrauturinn 2008 og hvert eðalatriðið rekur annað. Þarna verða Hjálmar ásamt sænska rapparanum Timbuktu, Mugison, Motion Boys, Borko og Egill Sæbjörnsson. Heillangt er síðan Egill kom fram á Íslandi en plata hans Tonk of the Lawn gerði góða hluti fyrir áratug eða svo. Miðasala hefst í dag í Skífunni og á Midi.is. Miðaverð í forsölu er 1.500 krónur. - drg Jólagrautur Gogoyoko SPILAR Á JÓLAGRAUT Egill Sæbjörnsson mætir á Nasa. Madagascar: Escape 2 Africa tekur upp þráðinn þar sem skilið var við áhorfendur fyrir rúmum þremur árum. Ljónið Alex, sebrahesturinn Marty, gírafinn Melman og flóð- hesturinn Gloria, sem voru áður strandaglópar í Madagaskar ætla nú að fljúga aftur heim til New York með hjálp íbúa eyjunnar og mör- gæsanna. En vegna bilunar brot- lendir flugvélin í Afríku. Líkt og með fyrri myndina ein- kennist þessi af hröðum húmor þar sem áhorfendum er ekki gefinn mikill tími til umhugsunar. Sum atriðin kæta krakka með skrípalát- um, en önnur eru meira hugsuð fyrir eldri áhorfendur, t.d. atriði þar sem api mútar mörgæs með því að segjast ætla að ljóstra um ástar- samband mörgæsarinnar og Hawa- ii-dansbrúðu. Bandaríska talsetningin er til fyr- irmyndar og kemur á óvart hversu mörgum stjörnum er hægt að troða í eina kvikmynd; Ben Stiller, Chris Rock, Sacha Baron Cohen, Alec Baldwin, Jada Pinkett Smith og Bernie Mac heitinn. Þrátt fyrir allar stjörnurnar er það mörgæsa-teymið sem stelur senunni í myndinni. Skrautleg og geðveik upp átæki þeirra er helsti drifkraftur myndar- innar, og þá sérstaklega bráðfyndið opnunaratriði myndarinnar með flugvélinni. Madagascar: Escape 2 Africa er enn eitt dæmið um hversu breiður áhorfendafjöldi teiknimynda getur orðið með blöndu af ólíkum húmor, ekki ólíkt Kung Fu Panda frá því í sumar. Í raun er ekki mikið sem situr eftir nema léttur og góður húmor og að sjálfsögðu mörgæsirn- ar, sem væri óskandi að fengju sína eigin kvikmynd. Mörgæsagrín KVIKMYNDIR Madagascar: Escape 2 Africa ★★★ Stjörnum prýdd og ágætlega fyndin teiknimynd. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Nám fyrir skapandi tónlistarmenn - í samstarfi við Digidesign framleiðanda Pro Tools HAUSTNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR Sponsored Digidesign School Lærðu að nota nútíma upptökutækni til að taka upp, útsetja og hljóðblanda tónlistina þína. Þeir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (Todmobile), Vignir Snær Vigfús- son (Írafár) og Markús Leifsson (Sertified Pro Tools Operator) kenna ferlið hvernig hugmynd af lagi verður að fullunnri afurð tilbúinni til útgáfu eða spilunar í útvarpi með notkun Pro Tools hljóðupptöku forritsins. Markús leiðir menn í gegnum Pro Tools fræðin í fullkominni tölvustofu þar til menn eru tilbúnir í að taka alþjóðlegu Pro Tools gráðurnar 101 og 110. Þorvaldur Bjarni sýnir mönnum inn í heim tónsmíðanna og kennir nemendum að hljóðblanda lögin sín, hvernig maður notar EQ, Compressor og hljóðeffekta til að draga það besta fram í hverri upptöku í fullkomnu hljóðveri skólans. Vignir Snær kennir mönnum hvernig forritin Melodine og Reason eru notuð til að útsetja og laga til upptökur að hugmyndum lagasmiðsins eða hljómsveitarinnar. Farið er í helstu míkrafónstað- setningar fyrir t.d. trommuupptökur, gítarupptökur, söngupptökur o.s.f. Teknar eru tvær viðurkenndar gráður í Pro Tools hljóðupptöku- forritinu (101 og 110) sem veita rétt á framhaldsnámi erlendis. Þar fara menn í Pro Tools 201 og 210 sem gerir menn að viðurkenndum "Pro Tools Operator". Það gefur möguleika á störfum hér og erlendis í hljóðverum og kvikmyndaverum. TÓNVINNSLUSKÓLI ÞORVALDAR BJARNA - “DIGIDESIGN (PRO TOOLS) SPONSORED SCHOOL”. VEITIR RÉTT TIL FRAMHALDSNÁMS Í miðju námskeiðsins gefst nemendum tækifæri á að eyða 3 dögum með þeim Þorvaldi Bjarna, Vigni Snæ, Magnúsi Þór Sigmundssyni við laga og textasmíðar auk þess mun Guðmundur Jónsson (Sálin) leggja hönd á plóginn og miðla af reynslu sinni. Afrakstur þessara vinnutarnar verður svo notað sem efni í náms og útsetningarferli seinni hluta námsins. Lögin verða svo boðin útgefendum til notkunar fyrir listamenn sýna og fá menn þannig innsýn inn í ferlið hvernig lagasmiðir koma efni sínu á framfæri. Þetta fimmta árið sem Tónvinnslunámskeiðið er haldið og hafa um 160 manns tekið þátt. Margir hafa haldið beint áfram í framhaldsnám erlendis meðan aðrir hafa hafið störf sem skapandi tónlistarmenn á eigin spítur. NÝJUNG! Námskeiðin hefjast í febrúar. Skráningar í síma 534 9090 eða á heimasíðunni www.tonvinnslu skoli.is ESKIMOS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.