Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 74

Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 74
50 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Ítalska úrvalsdeildarfélagið Reggina, þar sem landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er á mála, tilkynnti í fyrradag að knatt- spyrnustjórinn Nevio Orlandi hefði verið vikið úr starfi og Giuseppe Pillon ráðinn í hans stað en Reggina er sem stendur í næstneðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Brottreksturinn sem slíkur þarf ef til vill ekki að koma á óvart en staða Emils hjá Reggina er ansi sérstök því Pillon er fjórði knattspyrnustjóri félagsins síðan Hafnfirðingurinn gekk í raðir þess fyrir tæpu einu og hálfu ári. „Þetta er ekki lengur nýtt fyrir mér að fá nýjan knattspyrnustjóra og það verður bara að koma í ljós hvernig þetta verður í þetta skiptið. Það er allavega ekkert sem kemur mér lengur á óvart í þessu,“ segir Emil. Emil hefur leikið sex leiki í deildinni með Regg- ina á keppnistímabilinu, þar af þrjá leiki í byrjunarliðinu, en segir ómögulegt að spá fyrir um hvort Pillon muni gefa honum fleiri tækifæri en forveri hans, Orlandi, hafi gert í vetur. „Ég hélt að Orlandi myndi fá aðeins meiri tíma með liðið en það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessum málum. Ég tek þessu bara á rólegum nótum og held bara áfram að gera mitt besta og sé til hverju það skilar mér. Maður þarf núna bara að reyna að heilla nýja stjórann, enn og aftur. Ég mun ræða eitthvað við Pillon á ítölskunni því það þýðir lítið að bregða enskunni fyrir sig hér,“ segir Emil á léttum nótum. Reggina heimsækir Cagliari á sunnudaginn en félaginu hefur gengið afleitlega á útivöllum í deildinni í vetur og aðeins unnið einn af átta leikjum sínum og tapað hinum sjö með samanlagðri markatölu 20-2. Eftir leikinn fá leikmennirnir gott jólafrí og Emil kveðst hlakka til þess að komast heim á Klakann. „Eftir leikinn gegn Cagliari mæti ég heim til Íslands í jóla- matinn hjá mömmu. Ég fæ þarna átta daga í frí yfir jólin og það verður frábært að koma heim og slappa af með vinum og vandamönnum. Ég fer síðan aftur út til æfinga hjá Reggina í byrjun janúar.“ EMIL HALLFREÐSSON: LEIKUR NÚ UNDIR STJÓRN FJÓRÐA KNATTSPYRNUSTJÓRANS HJÁ REGGINA Á EINU OG HÁLFU ÁRI Ekkert sem kemur mér lengur á óvart í þessu FÓTBOLTI Blackburn gekk í gær frá ráðningu Sams Allardyce sem knattspyrnustjóra félagsins en Paul Ince var sem kunnugt er rekinn frá Blackburn fyrr í vikunni. Hinn 54 ára gamli Allardyce skrifar undir þriggja ára samning við Blackburn en Stóri Sam hefur verið án starfs í tæpt ár eða síðan hann var rekinn frá Newcastle snemma árs. - óþ Breytingar hjá Blackburn: Stóri Sam nýr stjóri félagsins HANDBOLTI Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Jesper Nielsen, tilvonandi stjórnarfor- maður Rhein-Neckar Löwen, ákveðið að bjóða Ólafi Stefáns- syni sama samning fyrir tvö ár hjá Löwen sem hann hefði fengið fyrir þrjú ár í Danmörku. Það þýðir mikla launahækkun hjá Ólafi á mánuði og sjálfur sagði hann að samningurinn væri það góður að það væri í raun vanvirðing að taka honum ekki. Danskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að Nielsen hafi ætlað að greiða Ólafi 84 milljónir króna fyrir þriggja ára samning við AG handboltaliðið. Það hefði gert rúmar 2,3 milljónir króna á mánuði. Styttingin á samningnum hækkar mánaðarlaun Ólafs heldur betur eða í raun um 1,2 milljón króna á mánuði. Taki hann tilboðinu verður hann því með 3,5 milljónir króna á mánuði í stað 2,3 milljóna króna standist tölur danskra fjölmiðla. - hbg Laun Ólafs Stefánssonar: Hækka um rúma milljón á mánuði ÓLAFUR STEFÁNSSON Frábær leikmaður sem fær vel greitt fyrir vinnu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Stabæk tilkynnti í gær að félagið væri búið að ná samkomu- lagi við Nancy um kaupverð á Veigari Páli Gunnarssyni og aðeins ætti eftir að ganga frá smá- atriðum varðandi söluna. Fram- herjinn á svo sjálfur eftir að semja um kaup og kjör við franska félag- ið auk þess að ganga í gegnum læknisskoðun. Þetta var staðfest á heimasíðu norska félagsins í gær- dag. „Búið er að ná samkomulagi við Nancy um öll meginatriði varð- andi söluna á Veigari Páli en leik- maðurinn sjálfur á eftir að semja við franska félagið og gangast undir læknisskoðun. Búist er við því að það taki allt saman fljótt af og Veigar Páll ætti því að öllu óbreyttu að vera orðinn löglegur með Nancy frá og með janúar,“ segir Lars Bohinen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Stabæk, á opinberri heimasíðu félagsins í gær. Veigar Páll hefur verið lykil- maður hjá Stabæk undanfarin ár og átti hvað stærstan þátt í sigri félagsins í norsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu keppnistímabili en það var einmitt fyrsti deildartitill- inn í sögu Stabæk. Veigar Páll hefur leikið fimm tímabil með Stabæk og skorað þar 80 mörk í 148 leikjum auk þess að eiga ógrynni stoðsendinga að mörkum. Bohinen viðurkennir að vissu- lega sé sárt að sjá á eftir Veigari Páli en færir rök fyrir því að norska félagið hafi ákveðið að selja framherjann. „Þetta er vissulega gríðarlegur missir fyrir Stabæk, það þarf eng- inn að efast um það, en miðað við efnahagsástandið í dag þá gátum við ekki annað en samþykkt kaup- tilboðið,“ segir Bohinen. Samkvæmt heimildum norskra dagblaða hafði Stabæk á dögunum hafnað kauptilboði frá Nancy upp á 15 milljónir norskra króna eða um 258 milljónir íslenskra króna og nýja kauptilboðið því eðlilega sagt vera eitthvað hærra en það. „Ég gæti alveg sagt ykkur hversu hátt kauptilboðið frá Nancy var, en ég kýs að gera það ekki,“ segir Bohinen í viðtali við Aftenposten. omar@frettabladid.is Kauptilboð Nancy samþykkt Stabæk hefur samþykkt nýtt kauptilboð Nancy í Veigar Pál Gunnarsson sem heldur nú utan til samningaviðræðna og læknisskoðunar hjá franska félaginu. TIL NANCY Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að Veigar Páll Gunnarsson gangi í raðir Nancy í frönsku úrvalsdeildinni eftir að Stabæk samþykkti kauptilboð í fram- herjann í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Aron kominn til Kiel Hafnfirski handboltamaðurinn Aron Pálmarsson er kom- inn til Kiel í Þýskalandi þar sem hann mun skrifa undir fjögurra ára samning við Þýskalandsmeistara Kiel. Aron sá leik Kiel og Göppingen í þýska bikarnum í gær. Ef allt gengur að óskum mun Aron skrifa undir samninginn við Kiel í dag eða á morgun. Aron mun svo einnig fylgjast með tilvonandi félögum sínum í hörkuslag á laugardag er Kiel sækir Íslendingaliðið Flensburg heim í Campushalle. N1 deild karla Stjarnan-Haukar 27-31 (11-17) Mörk Stjörnunnar (skot): Björgvin Hólmgeirsson 6 (13), Kristján Svan Kristjánsson 5 (7), Fannar Þorbjörnsson 4 (4), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Vilhjálmur Halldórsson 3/2 (9/2), Hermann Björnsson 2 (7), Guðmundur Guðmundsson 1 (7/1), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (2). Varin skot: Svavar Ólafsson 15 (44/4) 34%. Hraðaupphlaup: 7 (Hrafn 2, Björgvin 2, Kristján 2, Daníel). Utan vallar: 4 mín. Fiskuð víti: 3 (Fannar 2, Hermann). Mörk Hauka (skot): Einar Örn Jónsson 9/6 (9/6), Arnar Jón Agnarsson 7 (12), Andri Stefan 6 (10), Kári Kristjánsson 4 (5), Freyr Brynjarsson 2 (5), Elías Már Halldórss. 2 (5), Gísli Jón Þóriss. 2 (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/1 (44/3) 50%, Gísli Guðmundsson 1 (6) 20%. Hraðaupphlaup: 6 (Elías 2, Arnar 2, Kári, Einar). Fiskuð víti: 6 (Kári 4, Arnar, Pétur Páls.) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, sæmilegir. Iceland Express kvenna Haukar-KR 89-62 (46-29) Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 29 (7 frák., 7 stoðs.), Slavica Dimovska 15, (8 stoðs.), Guð björg Sverrisdóttir 13 (11 frák., 5 stoðs.), Telma Fjalarsdóttir 12, María Sigurðardóttir 6, Kristín Reynisdóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4, Sara Pálmadóttir 3, Helena Hólm 2. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 20, Sigrún Ámunda dóttir 16 (15 frák., 5 stoðs.), Guðrún Ámunda dóttir 10, Helga Einarsdóttir 8, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3, Heiðrún Kristmundsdóttir 2, Sigurbjörg Þorsteinsd. 2, Gréta Guðbrandsd. 1. Keflavík-Fjölnir 99-50 (53-15) Stigahæstar: Pálína Gunnlaugsdóttir 23 (10 frák.), Birna I Valgarðsdóttir 18 (5 stoðs.), Ingi björg Elva Vilbergsdóttir 12 - Birna Eiríksdóttir 14, Efemia Sigurbjörnsdóttir 9. Snæfell-Valur 57-70 (24-34) Stig Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 20 (8 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 16, , Unnur Lára Ásgeirsd. 11, Sara Sædal Andrésd. 4, Björg Einars dóttir 3, Helga Björgvinsd. 2, María Björnsdóttir 1. Stig Vals: Signý Hermannsdóttir 35 (12 frák., 8 stoðs, 8 varin), Þórunn Bjarnadóttir 10, Tinna Björk Sigmundsdóttir 10, Kristjana Magnúsdóttir 5, Berglind Ingvarsd. 5, Guðrún Baldursdóttir 5. Hamar-Grindavík 87-84 (33-40, 71-71, 78-78) Stig Hamars: La Kiste Barkus 32 (6 stoðs.), Julia Demirer 29 (25 frák.), Hafrún Hálfdánardóttir 16 (10 frák.), Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Íris Ásgeirsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Ingibjörg Jakobsdóttir 17, Íris Sverrisdóttir 14, Berglind Anna Magnús dóttir 12, Lilja Sigmarsd. 11, Jovana Stefánsd.11, Petrúnella Skúladóttir 9, Helga Hallgrímsdóttir 8 (12 frák.), Theódóra Káradóttir 2. UEFA-bikarinn í fótbolta Portsmouth-Heerenveen 3-0 1-0 Peter Crouch (40.), 2-0 Peter Crouch(42.), 3- 0 Hermann Hreiðarsson (90.). Hermann lék allan leikinn og Arnór Smárason kom inn á 30. mín útu hjá Heerenveen. Hamburger-Aston Villa 3-1 Olic 2 (30. , 57.), Petric (18.) - Delfouneso (83.) Deportivo-Nancy 1-0 1-0 Bodipo (74.) ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Haukar fara í jólafrí með ágæta stöðu í deildinni þrátt fyrir erfitt gengi framan af móti. Stjarnan er aftur á móti í vondum málum eftir enn eitt tapið og nú gegn Haukum, 27-31. „Ég ætla að skoða mín mál og er ekki tilbúinn að svara þessari spurningu núna,“ sagði brúna- þungur þjálfari Stjörnunnar, Patr- ekur Jóhannesson, þegar hann var spurður hvort hann hefði áhuga á að halda starfi sínu áfram. Stjörnumenn mættu meðvit- undarlausir til leiks og lentu strax undir, 0-3. Þá kom Björgvin Hólm- geirsson fljótlega af bekknum með mikið líf. Stjarnan jafnaði 5-5 og svo aftur 11-11. Þá féll Stjörnu- mönnum allur ketill í eld á ný, Haukar skoruðu sex síðustu mörk hálfleiksins og leiddu 11-17. Síðari hálfleikurinn var í raun formsat- riði fyrir Hauka. Stjarnan í þægi- legri fjarlægð en tók dauðakipp undir lokin, minnkaði muninn í tvö mörk, 27-29, en sá dauðakipp- ur kom allt of seint og dugði engan veginn. „Við höfum verið gagnrýnir á sjálfa okkur í vetur og á köflum ekki nógu sáttir með okkar spila- mennsku. Þegar upp er staðið erum við væntanlega samt aðeins stigi á eftir toppliðinu fyrir jólin og það er ágætt,“ sagði Einar Örn Jónsson Haukamaður sem fór mikinn á vítalínunni í gær. Einar segir Haukana ætla sér sigur í deildarbikarnum á milli jóla og nýárs. „Það er titill, Evrópusæti og peningar í húfi og við mætum því grimmir. Við borðum vel um jólin en verðum ekkert á neinu húrrandi fylleríi og rugli svo við komum nú ferskir í keppnina,“ sagði Einar á léttu nótunum. Staða Stjörnunnar er veik. Sjálfstraust liðsins er ekkert og einfaldlega allt of margir veikir hlekkir í liðinu til að það geti bar- ist á meðal þeirra bestu. Það er ekkert sem bendir til þess í dag að liðið bjargi sér frá falli. „Við gerum allt of marga tækni- feila og það skrifast á lélegt sjálfs- traust. Ég veit ekki hvort þetta stafar af látunum í kringum samn- ingana, hvort ég nái ekki til leik- manna eða hvort þeir séu hrein- lega ekki nógu góðir. Það verða menn að skoða vel,“ sagði Patrek- ur. - hbg Íslandsmeistarar Hauka ekki í vandræðum með Stjörnuna í N1-deild karla: Öll birta horfin úr Stjörnunni KOMUST LÍTIÐ ÁLEIÐS Björgvin Hólmgeirsson og félagar í Stjörnunni eru í slæmri stöðu á botnbaráttunni. RÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson nýtti tækifærið vel í UEFA-bikarnum en hann skoraði síðasta mark Portsmouth í 3-0 sigri á Heerenveen. Markið skoraði Hermann með skalla á lokamín- útu leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Glen Little. - óój UEFA-bikarinn í gær: Hermann inn- siglaði sigurinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.