Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 VEÐUR OG FÆRÐ geta hindrað starfsmenn sorphirðu Reykjavíkur um jólahátíðina. Borgarbúar ættu því að fylgjast með því að aðgengi að sorptunnum sé gott. Moka þarf snjó frá sorpgeymslum og eyða hálku svo dæmi sé tekið. „Ég er með tuttugu og fjögurra manna matarboð í kvöld svo það er nóg að sýsla í dag við að leggja á borð og hafa sæmilega huggu- legt í kringum mig,“ segir Anna Margrét þegar hún er valin til að lýsa áformum sínum um helgina. Spurð nánar um gestina svarar hún hlæjandi: „Þetta er vinahópur, aðallega gamlir Breiðholtsvilling- ar. „Það vill svo til að við erum með meistarakokk í hópnum, Snorra Birgi Snorrason, sem rekur veisluþjónustu og hann ber alltaf hitann og þungann af mat- reiðslunni. Fær svo til sín tvo þræla úr herraliðinu en konurnar fá frí. Það er eiginlega skemmti- legast að sjá eiginmönnunum skip- að fyrir í eldhúsinu því þeir þora ekki annað en hlýða fagmannin- um. Segja bara já og amen og það er dálítið ný upplifun!“ Anna Margrét segir þetta átt- unda árið sem hópurinn hittist milli jóla og nýárs. „Við bætum bara á okkur nokkrum gráum hárum, broshrukkum og velmeg- unarístrum milli ára,“ segir hún glaðlega og segir boðið jafnan haldið á nýjum og nýjum stað og nú í fyrsta skipti hjá henni. Alltaf eru skemmtiatriði á dag- skrá. Til dæmis kosnir menn árs- ins í hópnum og þeir verða að halda ræðu óundirbúnir. „Svo eru nokkrir samkvæmisleikir fastir liðir, eins og að syngja upphafið að uppáhaldslaginu sínu einn og óstuddur,“ lýsir hún í léttum dúr. „Þetta er voða hallærislegt en allt- af er jafn mikið hlegið og alltaf jafn gaman.“ Ekki kveðst húsfreyjan vita hvað verður í matinn. „Ég er ekki búin að sjá matseðilinn en ég veit að það verður enginn kreppubrag- ur á honum. Það er líka síðasti séns að halda velmegunarmatar- boð í árslok 2008!“ Sunnudagurinn fer svo að ein- hverju leyti í slökun eftir partíið að sögn Önnu Margrétar. „Ætli ég verði ekki líka að ganga frá og taka til. En það er seinni tíma vandamál sem ég nenni ekki að hugsa um núna.“ gun@frettabladid.is Skemmtilegt að sjá eigin- mönnum skipað fyrir Margir njóta þess um helgina að efna til samfunda og hitta mann og annan. Ein þeirra er Anna Margrét Jónsdóttir sölustjóri sem fær til sín fjölda fólks í dýrindis veislu og fögnuð. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið í dag 27 desember frá 11 til 16 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum Slappaðu af yfir hátíðirnar 2-ja sæta sófar frá 159.900,- 3-ja sæta sófar frá 199.900,- og hornsófar frá 299.900,- Bjóðum upp á hægindastóla í mörgum útfærslum. kr.89.900,- verð nú Verð áður 119.900,- Anna Margrét Jónsdóttir sölustjóri býður til veglegrar veislu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.