Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 34
30 27. desember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Leikið verður í N1-deildarbikar karla og kvenna í Laugardalshöllinni í dag og á morgun, þar sem fjögur lið í hvorum flokki fyrir sig sem státa af bestum árangri til þessa í N1-deildunum í vetur etja kappi. Fréttablaðið fékk þjálfara þeirra liða sem voru næst því að komast í hóp fjögurra bestu, Guðmund Karlsson hjá kvennaliði FH og Rúnar Sigtryggsson hjá karlaliði Akureyrar, til þess að spá fyrir um úrslit leikjanna í karla- og kvennaflokki í dag. Hjá konunum mætast Haukar og Fram í dag kl. 12 og Stjarnan og Valur kl. 14. „Haukarnir eru búnir að vera mjög sannfærandi undanfarið og þeirra öflug- ustu leikmenn, Hanna G. Stefánsdóttir og Ramune Pekarskyte, hafa verið í mun betra formi núna heldur en í fyrra og það hefur skipt sköpum. Framarar hafa hins vegar ekki fylgt eftir góðu gengi í fyrra en á góðum degi geta þær samt vissulega strítt Haukunum. Ég hallast samt að sigri Hauka í þessum leik,“ segir Guðmundur. „Það er skarð fyrir skildi hjá Stjörnunni að hafa misst Birgit Engl og þó svo að Valsliðið sé ekki að toppa eins og ég átti von á þá tippa ég á að Valur hafi þetta,“ segir Guðmundur um leik Stjörnunnar og Vals. Hjá körlunum mætast topplið Fram og HK í dag kl. 16 og seinni leikurinn á milli Vals og Hauka hefst kl. 18. „Framarar hafa verið á mikilli siglingu og eru með sjálfstraustið í botni. Handbragð Viggós Sigurðssonar er farið að sjást á liðinu og ég tel að HK-ingar nái ekki að standast Frömurum snúninginn,“ segir Rúnar. „Það er spurning hvernig hröðu leikmennirnir hjá Val ná sér upp á móti Haukavörninni. Þetta eru svipuð lið af getu en Valsmenn eru hraðari og vinna leikinn,“ segir Rúnar. Á morgun fara svo fram úrslitaleikirnir þar sem sigurvegarar dagsins í dag eigast við, úrslitaleikur kvenna hefst kl. 13.30 og úrslitaleikur karla kl. 15.50. ÞJÁLFARARNIR GUÐMUNDUR KARLSSON OG RÚNAR SIGTRYGGSSON: SETJA SIG Í SPÁMANNSSTELLINGAR Spáð í spilin fyrir leikina í N1-deildarbikarnum > Heiðar settur á bekkinn hjá QPR Það var ekki nóg fyrir Heiðar Helguson að hafa skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Queens Park Rangers. Paulo Sousa, stjóri QPR setti Heiðar á bekkinn í útileik liðsins á móti Charlton í gær. Samuel Di Carmine og Dexter Black- stock byrjuðu saman í framlínunni en sá síðarnefndi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark liðsins í leiknum á undan. Heiðar kom inn á sem varamaður níu mínútum fyrir leikslok en staðan breyttist ekki eftir það og leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FÓTBOLTI Staða efstu liðanna er óbreytt eftir heila umferð á öðrum degi jóla. Chelsea komst þó á topp- inn í tvo tíma og setti pressu á Liverpool-menn sem stóðust hana síðan með glæsibrag. Manchester United fylgir líka fast á eftir þökk sé sigurmarki Carlos Tevez en meistararnir eru sjö stigum á eftir Liverpool og eiga tvo leiki inni. Liverpool hélt toppsætinu eftir sannfærandi 3-0 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Grétar Rafn var heppinn með að fá ekki sitt annað gula spjald í upphafi seinni hálfleiks og Bolton-liðið gat þakkað fyrir að tapa aðeins með þriggja marka mun. Liverpool náði þarna loksins að vinna leik á Anfield eftir þrjú jafntefli í röð. Steven Gerrard lagði upp tvö fyrstu mörkin og það síðasta kom eftir frá- bæra skyndi- sókn. Robbie Keane skoraði seinni tvö mörkin eftir að Albert Riera hafði komið Liverpool í 1-0. Keane kann vel við sig á öðrum degi jóla en eftir þessi tvö mörk hefur hann skorað 8 mörk á þessum degi undanfarin tíu tíma- bil þar af tvö mörk bæði í ár (Liverpool) og í fyrra (Tottenham). „Robbie hefur ekki verið í lélegu formi þrátt fyrir það sem ein- hverir eru að halda fram. Hann hefur unnið mikið fyrir liðið og þar metum við hvað menn skila til okkar liðs. Við vitum alveg hvað hann getur og hvað hann bætir við þetta lið. Menn geta sagt það sem þeir vilja um hann en við vitum af hverju hann er að spila fyrir Liverpool og höfum yfir engu að kvarta,” sagði Sammy Lee, aðstoðarstjóri Liverpool eftir leikinn. Drogba byrjaði vel Chelsea vann einnig langþráðan heimasigur þegar liðið vann West Bom 2-0 en liðið var aðeins búið að fá tvö stig út úr síðustu þremur leikj- um sínum á Brúnni. Það virkaði vel að tefla þeim Nicolas Anelka og Didier Drogba saman í framlínunni því Drogba var búiinn að skora eftir 3 mínútur. „Það létti mikilli pressu af okkur að fá mark svona snemma og við spil- uðum mjög góðan fótbolta í dag. Ég var mjög ánægður með hreyf- ingar Anelka, Drogba og Joe Cole í framlínunni,“ sagði Ray Wilkins, aðstoðarmaður Luiz Felipe Scolari og hann var sáttur með framgöngu Drogba. „Hvaða lið sem er í úrvalsdeildinni myndi finna fyrir því að missa eins góðan leikmann og Didier Drogba. Það er frábært að fá stóra strákinn aftur inn í liðið því hann hjálpar svo mörgum öðrum leikmönnum liðs- ins,“ sagði Wilkins. Manchester United þurfti að bíða fram á 83. mínútu til þess að skora siugrmarkið gegn Stoke. Þá var liðið orðið manni fleiri þar sem það var búið að reka Andy Wilkin- son útaf með tvö gul spjöld. Carlos Tevez skoraði markið mikilvæga eftir snildarlega undir- búning frá Dimitar Berbatov. Farinn að hafa áhyggjur „Maður var farinn að hafa áhyggj- ur en við getum vonandi litið til baka í vor og talað um að þessi sigur hafi skipt okkur miklu máli,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester og bætti við. Tony Pulis, stjóri Stoke viður- kenndi að seinna gula spjaldið hafi verið rétt en var mjög óánægður með það fyrra. „Við vorum á upp- leið í leiknum þegar við misstum hann útaf og það eru mikil von- brigði að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Pulis eftir leikinn. Manchester City og Hull hafa verið mikið í umræðinni af ólíkum ástæðum en sýndu á sér allt aðrar hliðar í gær þegar City burstaði nýliðana 5-1. Phil Brown, stjóri Hull er mikill karakter, og hann var svo ósáttur með fyrri hálfleik- inn að hann hélt harðan fyrirlestur yfir sínum mönnum út á miðjum velli. Staðan var 4-0 fyrir City í hálfleik og leikurinn í raun búinn. Í lokaleik dagsins náði Arsenal ekki að jafna Aston Villa að stigum í baráttunni um 4. sætið þrátt fyrir að komast í 2-0 í leik liðanna á Villa Park. Aston Villa sótti og fékk færin en Arsenal skoraði engu að síður tvö fyrstu mörk leiksins. Aston Villa náði hins vegar að tryggja sér stig þegar Zat Knight jafnaði leikinn í uppbótartíma en áður hafði liðið fengið umdeilda vítaspyrnu. ooj@frettabladid.is Keane skorar og skorar á jólunum Chelsea sat á toppnum í tvo tíma eftir 2-0 sigur á WBA en Liverpool endurheimti toppsætið með sannfær- andi sigri á Bolton. Robbie Keane er búinn að skora átta jólamörk. Tevez bjargaði Man. United gegn Stoke. BESTUR UM JÓLIN Robbie Keane og Steven Gerrard fagna fyrra marki Keane sem Gerr- ard lagði upp. NORDICPHOROS/GETTY Enska úrvalsdeildin ASTON VILLA - ARSENAL 2-2 0-1 Denilson (39.), 0-2 Abou Diaby (48.), 1-2 Gareth Barry (64.), 2-2 Zat Knight (90.). CHELSEA - WEST BROM 2-0 1-0 Didier Drogba (2.), 2-0 Frank Lampard (46.). LIVERPOOL - BOLTON 3-0 1-0 Albert Riera (25.), 2-0 Robbie Keane (52.), 3-0 Keane (57.) Grétar Rafn lék allan leikinn. MANCHESTER CITY - HULL CITY 5-1 1-0 Felipe Caicedo (14.), 2-0 Felipe Caicedo (26.), 3-0 Robinho (27.), 4-0 Robinho (35.), 4-1 Craig Fagan (79.), 5-1 Stephen Ireland (81.). MIDDLESBROUGH - EVERTON 0-1 0-1 Tim Cahill (49.). PORTSMOUTH - WEST HAM UNITED 1-4 1-0 Nadir Belhadj (7.), 1-1 Jack Collison (19.), 1-2 Carlton Cole (66.), 1-3 Craig Bellamy (69.), 1-4 Bellamy (82.). Hermann Hreiðarsson lék ekki. STOKE CITY - MANCHESTER UNITED 0-1 0-1 Carlos Tevez (82.). WIGAN ATHLETIC - NEWCASTLE UNITED 2-1 1-0 Ryan Taylor (28.), 2-0 Amr Zaki (72.), 2-1 Danny Guthrie (87.) STAÐAN: Liverpool 19 12 6 1 30-12 42 Chelsea 19 12 5 2 38-7 41 Man.United 17 10 5 2 28-10 35 Aston Villa 19 10 5 4 32-22 35 Arsenal 19 9 5 5 32-23 32 Everton 19 8 5 6 24-25 29 Hull City 19 7 6 6 28-36 27 Fulham 18 6 7 5 16-12 25 Wigan 18 7 4 7 23-21 25 Bolton 19 7 2 10 22-27 23 Portsmouth 19 6 5 8 21-32 23 Newcastle 19 5 7 7 25-27 22 West Ham 19 6 4 9 22-27 22 Sunderland 19 6 4 9 21-26 22 Man. City 19 6 3 10 36-28 21 Tottenham 19 5 5 9 20-23 20 Middlesbr. 19 5 5 9 17-28 20 Stoke City 19 5 5 9 17-31 20 Blackburn 19 4 5 10 20-34 17 West Brom 19 4 3 12 14-35 15 Enska 1. deildin Charlton-QPR 2-2 Heiðar Helguson kom inn á 81. mínútu. Burnley-Barnsley 1-2 Jóhannes Karl Guðjónsson sat á bekk Burnley . Reading-Cardiff 1-1 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á bekknum. Adam Federici, markvörður Reading. jafnaðí leikinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma með þrumuskoti eftir horn. Swansea-Coventry 0-0 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn. ÚRSLITIN Í GÆR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.