Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 27. desember 2008 — 353. tölublað — 8. árgangur 16&21 Erlendar fréttamyndir ársins STYRJALDIR, KOSN- INGAR OG KREPPA ENDALAUST SUÐ ER BEST Tónlistarsérfræðing- ar velja bestu plötur ársins 2008. UMFJÖLLUN 12 MAMMA MIA! ÞAÐ ERU ALLIR Á FACEBOOK! Hvaða æði heltóku Íslendinga á árinu ? 14 VÍÐAST MILT Í dag verður sunn- an strekkingur vestan til annars hægari. Lítilsháttar skúrir á víð og dreif á landinu sunnan- og vest- anverðu annars þurrt og yfirleitt bjartviðri. Hiti 3-9 stig, svalast eystra. VEÐUR 4 6 6 3 77 Á HLAUPUM Þúsundir lögðu leið sína í World Class í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HREYFING „Þetta skiptir þúsundum allavega. Við vorum að fá alveg ótrúlega mikinn fjölda,“ segir Sigurður Leifsson, einn eigenda World Class. Mikill fjöldi var í World Class í gær, annan dag jóla. Sigurður telur ástæðuna ekki vera sam- viskubitið eftir jólaátið heldur hreyfiþörfina hjá fólki enda safnast upp mikið slen af því að liggja upp í sófa allan daginn á jólunum. Hann segir gærdaginn jafnvel geta slegið met hjá World Class. „Við slógum met í nóvember og þá voru hér um 5.000 manns á dag. Þetta var ótrúlegur fjöldi í dag,“ segir Sigurður en endanlegar tölur liggja ekki fyrir fyrr en í dag. - vsp Margir í World Class í gær: Þúsundir hlupu af sér jólaslenið VINNUMARKAÐUR Endurskoða þarf kjarasamninga á almennum markaði fyrir 15. febrúar en sú vinna er í uppnámi. Forsvars- menn ASÍ telja að ríkisstjórnin sýni ekki vilja til samstarfs og eru ósáttir við fjárlögin. Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum. Miðstjórn ASÍ ályktaði um fjárlagafrumvarpið 17. desem- ber og setti fram þá þætti sem hún telur nauðsynlegt að verði breytingar á. Síðan hefur lítið þokast. „Við vildum sjá tekið til- lit til þessa í fjárlagafrumvarp- inu en því miður var svo ekki. Við erum ósátt við ýmislegt sem þar er að finna,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. Hann segir talsverða vinnu eftir bara til að finna sameiginlegan grund- völl til þess að hefja endurskoð- unina. Meðal þess sem miðstjórnin ályktaði um var að dregið verði úr niðurskurði vegna elli- og örorkulífeyris, að skattkerfið verði nýtt til tekjujöfnunar, að sett verði lög um greiðsluaðlög- un og að stofnaður verði Bjarg- ráðasjóður heimilanna. Þá verði settur upp starfshópur með full- trúum byggingarmanna til að forgangsraða mannaflsfrekum framkvæmdum og þess er kraf- ist að ráðherrar og þingmenn njóti sömu lífeyrisréttinda og aðrir opinberir starfsmenn. Gylfi segir langt frá því að kröfum ASÍ hafi verið mætt. „Við vonuðumst til að ákveðnir þættir litu dagsins ljós í fjárlagafrum- varpinu en svo var ekki. Stjórn- völd verða að sýna að þau hafi áhuga á þessu, en sá áhugi hefur ekki birst með ákveðnum hætti. Hann hefur verið meira í orði en á borði. Við viljum ekki auka á fjárlagahallann, heldur viljum við koma að forgangsröðuninni.“ Aðspurður hvort eiga megi von á vinnudeilum segir Gylfi of snemmt að segja til um það. „Það er deila í gangi og þarf aðkomu stjórnvalda til að leysa hana. Hvort það endar í vinnudeilu er annað mál.“ - kóp Endurskoðun kjara- samninga í uppnámi Endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er í uppnámi. Á að vera lokið fyrir 15. febrúar. ASÍ telur ríkisstjórnina ekki sýna vinnunni áhuga og er óánægt með fjárlagafrumvarpið. Vill breytingar á eftirlaunafrumvarpinu. SAMFÉLAGSMÁL Gert er ráð fyrir um 400 milljón króna niðurskurði til þjóðkirkjunnar á næsta ári. Kirkju- ráð hefur sent sóknum landsins bréf þar sem sagt er frá yfirvofandi niðurskurði á sóknargjöldum sem þýðir að þær hafi úr minna fjár- magni að moða og eru þær beðnar um að taka tillit til þess. „Við munum reyna að halda uppi þjónustustigi við fólk eins og kostur er,“ segir Karl Sigurbjörnsson bisk- up en segist jafnframt óttast að fækka verði starfsfólki. Hann segir það vissulega vera erfitt að takast á við þennan niðurskurð á sama tíma og fólk leiti í auknum mæli í þjón- ustu kirkjunnar. Ennfremur er gert ráð fyrir að laun presta lækki um 7,5 prósent. Ekki verður farið í neinar nýfram- kvæmdir á næsta ári og öðrum framkvæmdum verður slegið á frest. Þó er gert ráð fyrir því að framkvæmdum við Hallgríms- kirkju verði haldið áfram en öðru máli gegnir um Lindakirkju en kirkjuskip hennar er enn óklárað. „Það þýðir ekkert að gráta yfir því,“ segir Guðmundur Karl Brynjars- son sóknarprestur þar. Haldin var guðsþjónusta í kirkjuskipinu yfir hátíðirnar við góðan orðstír. - jse Biskup uggandi vegna 400 milljóna króna niðurskurðar hjá þjóðkirkjunni: Meira álag en minna fjármagn Jóla-Keane klikkar ekki Liverpool er áfram í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. ÍÞROTTIR 30 VEÐRIÐ Í DAG VIÐRAR VEL TIL LOFTFERÐA Veðurblíða vetrarkonungsins ríkti þegar flugvél bjó sig til lendingar á Reykjavíkurflugvelli við Skerja- fjörðinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN, AP Hundur í Utah í Bandaríkjunum var staðinn að verki við þjófnað á dögunum. Hundurinn labbaði inn í verslunina og fór beint að ganginum þar sem gæludýravör- ur var að finna. Þar fann hann bein og hóf að naga það. Eftirlits- myndavélar náðu hundinum á mynd og verslunarstjóri búðar- innar fór á fund hans. Þrátt fyrir að hundinum væri skipað að sleppa beininu gerði hann það ekki, heldur hljóp út úr verslun- inni og hefur ekki fundist. - þeb Óvenjulegur þjófur í Utah: Þjófóttur hundur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.