Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 6
6 4. janúar 2009 SUNNUDAGUR Rannsóknaþjónusta LEONARDÓ STARFSMENNTUN ST O FA N - L EO 00 4 NÁMSKEIÐ Í GERÐ UMSÓKNA UM MANNASKIPTA- OG SAMSTARFSVERKEFNI INNAN LEONARDÓ STARFSMENNTAÁÆTLUNAR ESB FÖSTUDAGINN 9. JANÚAR KL. 13 – 15 Í ÁRNAGARÐI, STURLUGÖTU 1, STOFU 310 Veittir eru styrkir til mannaskipta- og samstarfsverkefna í starfsmenntun DÆMI um verkefni: ••• að senda starfsmann, nemanda eða leiðbeinanda erlendis í starfsþjálfun eða endurmenntun ••• að nemendur í starfsnámi taki hluta starfsþjálfunar í öðru Evrópulandi ••• samstarfsverkefni við evrópskar stofnanir og starfsmenntaskóla um þróun í starfsmenntun ••• samstarf um þróun nýrra kennsluhátta, námskeiða eða aðferða við mat á námi Næstu umsóknarfrestir eru: Mannaskiptaverkefni 6. febrúar 2008 Samstarfsverkefni 20. febrúar 2008 Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í síma 525 4900 og með tölvupósti á lme@hi.is. Hægt er að óska eftir aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar um áætlunina og forgangsatriði næsta umsóknarfrests er að finna á www.leonardo.is og heimasíðu Menntaáætlunar ESB www.lme.is GANA, AP John Atta Mills, fram- bjóðandi stjórnarandstöðunnar, fór með sigur af hólmi í forseta- kjörinu í Gana í gær. Samkvæmt útgönguspám hlaut Atta Mills 50,23% atkvæða en Akufo-Addo, mótframbjóðandi hans, fékk 49,77% atkvæða. „Samkvæmt niðurstöðum er mér skylt að útnefna prófessor Johan Evans Atta Mills sem sigurvegara í forsetakjöri Gana,“ sagði Kwado Afari-Gyan, yfirmaður kjörstjórnar. Báðar fylkingar hafa sakað hvor aðra um kosningasvik en yfirvöld í Gana segja engar vísbendingar um það. - kh Forsetakjör í Gana: Atta Mills næsti forseti HOLLUSTUMÁL Heildsölufyrirtæk- inu Dreifingu hf. hefur verið gert að innkalla og hætta sölu á tveimur tegundum af pitsum frá framleiðandanum McCain vegna notkunar á aukaefninu E 541. Um er að ræða McCain Pizza Cres- cendo Rising Crust Pizza 4 Cheese og McCain Pizza Cres- cendo Rising Crust Pizza Pepper- oni. Dreifing hf. kærði ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og benti meðal annars á að sama efni væri leyft í skonsum og að það geti ekki verið hættulegt mönnum. Sérstök úrskurðarnefnd segir ekki rök til þess fresta sölustöðvuninni sem ákveðin var af Heilbrigðiseftirlitinu. - gar Heilbrigðsieftirlit Reykjavíkur: Tvær pitsur frá McCain í bann ÚKRAÍNA, AP Yfirvöld í Úkraínu hafa varað við því að gasskortur geti orðið í nokkrum löndum Evrópusambandsins ef deilan við Rússa leysist ekki innan skamms. Þegar hefur borið á því að gas frá Úkraínu hafi ekki borist til nokkurra landa innan ESB, þar á meðal til Rúmeníu, Ungverja- lands, Póllands og Búlgaríu. Yfirvöld í þessum löndum segja að gasið hafi hætt að berast eftir að rússneski gasrisinn Gazprom skrúfaði fyrir gasleiðslur frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu: Búast við gas- skorti í Evrópu LÖGREGLUFRÉTTIR Vopnaði pilturinn sem lögreglan og sérsveitin leit- uðu að í Smáíbúðahverfinu fannst hjá ættingjum sínum í Breiðholti rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Hann er sextán ára gamall og hafði tekið skammbyssu föður síns ófrjálsri hendi. Að sögn Frið- riks Smára Björgvinssonar, yfir- lögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, var piltur- inn færður á viðeigandi stofnun. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið tekin skýrsla af piltinum og málið því enn í rannsókn. Pilturinn mun hafa komið við sögu lögreglu áður. Skammbyssan sem hann tók frá föður sínum var hlaðin. Friðrik Smári segir slíkar byssur alla jafna bannaðar hér á landi, en undanþágur séu þó gerð- ar á því. Eftir því sem hann komist næst hafi faðir piltsins haft öll til- skilin leyfi fyrir byssunni. Ekki er vitað hvernig pilturinn komst í skammbyssuna, en strangar regl- ur gilda um vörslu slíkra skot- vopna. Að sögn Friðriks er ekki vitað hvort pilturinn hafi skotið úr byssunni. Mikill viðbúnaður var hjá lög- reglu, sérsveit og sjúkraliði þegar tilkynnt var um að vopnaður pilt- urinn léki lausum hala í Smáíbúða- hverfinu um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. - kg Sextán ára vopnaður piltur fannst í Breiðholti: Stal skammbyssu af föður sínum VIÐBÚNAÐUR Síðdegis í gær hafði ekki enn verið tekin skýrsla af vopnaða piltinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STJÓRNMÁL Engin lög eða reglur eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur nefnt þann möguleika að þjóðin kjósi um hvort hefja eigi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Það eru engin ákvæði um almennar þjóðaratkvæðagreiðslur af þessu tagi, hvorki í stjórnarskrá né lögum,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að sögn Ólafs getur ríkisstjórnin efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig geti Alþingi sett lög um slíka atkvæðagreiðslu sem yrði þá bindandi. Sjálfur kveðst Ólafur telja eðlilegt að ekki yrðu settir þröskuldar á kjörsókn eins og rætt hafi verið um þegar til stóð að þjóðin greiddi atkvæði um fjölmiðlalög sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði staðfestingar árið 2004. Þess utan greini lögfræðinga á um hvort heimilt yrði að setja skilyrði um kjörsókn. „Þá gætu þeir sem eru andvígir tillögunni grætt á því að sitja heima og kjósa ekki,“ útskýrir Ólafur. „En ef menn vilja vera með þröskuld þá er miklu skynsamlegra að segja að það þurfi ákveðinn fjöldi kjósenda á kjörskrá að segja já. Til dæmis ef menn vildu fá 80 prósent kjörsókn að þá þyrftu 40 prósent að segja já til að tillagan sé samþykkt.“ Þá segir Ólafur að einnig þurfi að vanda vel til framsetningar sjálfrar atkvæðagreiðslunn- ar. Það ætti þó ekki vera flókið í hugsanlegum atkvæðagreiðslum um aðildarviðæður og síðan um samning við Evrópusambandið. „Væntan- lega yrði fyrri spurningin einfaldlega sú hvort menn vildu fara í aðildarviðræður eða ekki og síðan yrði spurt hvort menn séu með eða á móti þeim samningi sem liggur á borðinu.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra hefur sagt að samfara þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildarviðræður væri eðlilegt að kjósa einnig til Alþingis. Ólafur segir slíka tilhögun bæði hafa kosti og galla í för með sér. Kostur væri að þá þyrfti ekki að vera kjósa tvisvar og að væntanlega yrði tryggð betri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu með því móti. „Gallinn væri sá að verið væri að blanda saman tveimur kosningabaráttum sem snúast annars vegar um málið sjálft og hins vegar um flokkana.“ gar@frettabladid.is Ekki lög um þjóðaratkvæði Forskrift að þjóðaratkvæðagreiðslu er hvorki að finna í stjórnarskrá né lögum. Forsætisráðherra segir mögulegt að þjóðin kjósi um aðildarviðræður við ESB. Eðlilegt að einfaldur meirihluti ráði segir prófessor. ÞJÓÐARATKVÆÐISGREIÐSLA OG ALÞINGISKOSNINGAR Forsætisráðherra stingur upp á þeim möguleika að þjóðin gangi til atkvæða um viðræður um aðild að ESB og utanríkis- ráðherra segir þá réttast að kjósa til Alþingis líka. Bæði kostir og gallar að gera slíkt í einu lagi segir prófessor í stjórnmála- fræði. Var áramótaskaupið gott? Já 67,4% Nei 32,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var Ólafur Stefánsson verð- skuldað valinn Íþróttamaður ársins? Segðu skoðun þína á Vísir.is GAZA, AP Hermenn og skriðdrekar Ísraelshers réðust inn á Gaza- svæðið í gærkvöldi. Herþyrlur sveimuðu yfir á sama tíma. Búist hefur verið við innrásinni síðustu daga eftir nær linnulausar loftár- ásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið í rúma viku. Avital Leibovich, talsmaður Ísraelshers, sagðist í samtali við AP-fréttastofuna í gær búast við því að að herinn verði í nokkra daga á Gazasvæðinu enda ætlunin að eyða bækistöðvum Hamas-liða, svo sem göngum sem grafin hafi verið til að smygla varningi og hergögnum. Þó sé ekki ætlunin að hernema svæðið. Heimildarmenn fréttastofunnar á Gaza-svæðinu sögðu um miðjan dag í gær hörku hersins, sem hafi jafnað nær alla opinbera innviði samfélagsins á Gaza-svæðinu við jörðu, fyrirboða um að Ísraelar ætli að blása til sóknar. Þá hafi tíu þúsund manna lið Ísraelshers verið reiðbúið til sóknar síðustu daga. Talið er að tæplega 450 manns liggi í valnum eftir árásir Ísraels- hers og rúmlega 2.000 liggi særðir eftir þá viku sem loftárásirnar hafa staðið yfir. Langflestir hinna látnu eru Palestínumenn, þar af 75 börn. Fjórir Ísraelar hafa látist í eld- flaugaárásum Hamas-liða á sama tíma. - jab Aukin harka komin í atlögu Ísraelshers gegn Hamas-liðum: Ísraelsher ræðst inn í Gaza ÁRÁS Á GAZA-SVÆÐINU Tæplega 450 manns hafa látist í loftárásum Ísraels- hers síðustu daga. Ætlunin er að ráðast gegn Hamas-liðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.