Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 16
Nú dynja á öllum fréttir um kreppuna og börnin fara ekki varhluta af því. Brugðist hefur verið við því víða og hafa til að mynda skjáauglýsingar frá Kópavogsbæ verið birtar í sjónvarpinu frá því í október sem hvetja fólk til að hlífa börnum við krepputalinu í þeim tilgangi að vekja fullorðna fólkið til umhugsunar um hvernig það talar í návist barna. Samt sem áður er mikilvægt að tala um kreppuna við börnin, fyrst og fremst til að létta af þeim áhyggj- um, fyrirbyggja misskilning og leyfa þeim að vera hluti af fjöl- skyldunni og samfélaginu. Virk hlustun Börn eru klár og þau sjá og heyra það sem er á seyði í kringum þau, þau komast ekki hjá því. Þau eru hluti af samfélaginu og finna fyrir breytingum, áföllum og þrenging- um í samfélaginu rétt eins og aðrir. „Með virkri hlustun getum við komist að því hvað börnin eru að hugsa, sem er afar mikilvægt meðal annars til að koma í veg fyrir að við gerum þeim upp hugs- anir eða áhyggjur. Börn segja oft merkilega hluti og þau koma manni stöðugt á óvart með skemmtilegum athugasemdum,“ segir Helga Þórðardóttir, skóla- og fjölskylduráðgjafi. „Það er gott að spjalla við þau og útskýra hlutina. Spurningar eins og „veistu hvað þetta þýðir?“ og „veistu hvað það er?“ koma að gagni og leiða í ljós hvað börnin skilja. Mikilvægast er að leyfa þeim að tala og hlusta á þau, heyra hvað þau eru að hugsa um og hvað þau eru að upplifa. Við verðum að gefa okkur tíma til þess að hlusta,“ segir hún. Með því að ræða við börnin og hlusta á þau kemur fljótt í ljós hvað þau eru að hugsa um og hverju þau eru að velta fyrir sér. „Við verðum þó líka að gæta þess að gera þeim ekki upp áhyggjur, þess vegna er gott að hlusta fyrst áður en maður ræðst í að slá á áhyggjur sem eru kannski ekki til staðar,“ segir hún. Samverustund fjölskyldunnar Margir foreldrar reyna eflaust að vernda börn sín fyrir krepputali og er það nauðsynlegt upp að vissu marki, en það getur farið illa í börnin ef þau finna að það er verið að leyna þau einhverju. Börnin taka vel eftir því ef foreldrar eru áhyggjufullir og heyra þá jafnvel tala saman í hálfum hljóðum og draga sínar eigin ályktanir, sem geta verið kolrangar því ímyndun- arafl barna er öflugt. „Börn geta ímyndað sér hluti sé ekki talað við þau og það þarf að gefa þeim von um að þetta verði betra. Við lifum af þrengingar og erfiðleika með því að trúa að ástandið muni batna með tíð og tíma. Börnin þurfa að finna að þetta verði ekki alltaf svona, og það er nauðsynlegt að útskýra hvernig staðan sé núna, en það muni breytast og lagast. Við gerum börnunum ekki gott með því að láta sem ekkert sé og vera með einhverjar blekkingar,“ segir Helga. „Að sjálfsögðu á að draga úr neikvæðu tali eins og hægt er og ekki tala of mikið um kreppuna. Stundum getur verið gott að slökkva á sjónvarpinu og spila saman eða baka saman. Þrátt fyrir bankakreppu er hægt að gera margt skemmtilegt saman og gott að draga athyglina að því. Það er ekki allt slæmt við kreppuna, og mér virðist sem fólk sé rólegra og eyði meiri tíma heima hjá sér sem getur verið gott, auk þess sem fjölskyldan fær meiri tíma saman. Hlífum börnunum Frá því í nóvember á síðasta ári hafa birst á sjónvarpskjánum aug- lýsingar frá Kópavogsbæ þar sem fullorðnir eru hvattir til að hlífa börnum við krepputali. Auglýs- ingarnar vöktu marga til umhugs- unar. „Ég sat fund með fulltrúa frá Ungmennahúsinu í Kópavogi, verkefnastjóra tómstunda- og æskulýðsmála, fulltrúa frá félags- þjónustu Kópavogs og forvarnar- fulltrúa Kópavogs þar sem fram kom að umræðan þótti snúast of mikið um vandamálið á heimilinu án þess að aðgát væri höfð í nær- veru barna,“ segir Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla Kópavogsbæjar. „Þessi hópur taldi að það þyrfti að gæta að því hvern- ig börnin hefðu það. Þau gætu ekki haft áhrif á ástandið og fyndu það Aðgát skal höfð í nærve Áhyggjulaus börn Hlusta þarf á börnin og útskýra fyrir þeim hlutina til að valda þeim ekki óþarfa áhyggjum. MIKILVÆGAST er að leyfa börnunum að tala og hlusta á þau, heyra hvað þau eru að hugsa um og upplifa. Kreppan hefur víðtæk áhrif á margar fjölskyldur og börnin geta haft af henni áhyggjur. Þess vegna er mikilvægt að tala við börnin og gefa sér tíma til á hlusta á þau og fá að vita hvað þau eru að hugsa um. 6. janúar 8. janúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.