Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 4. janúar 2009 11 verkið í heild sinni. Í kjölfarið ákvað hún að halda upp á sitt eigið merkisafmæli með því að bjóða landsmönnum að heyra afrakstur- inn á tónleikum. Það var mjög sérstök til- finning að ganga inn í Langholtskirkju á tónleikadag, í blíðskaparhaustveðri og á heldur óhefðbundnum tónleikatíma. Við tók töfrandi stund og ógleymanlegir tónleikar. Himneskir og fallegir, eins og Anna Guðný sjálf lýsti verkinu í einhverju viðtali. Alveg örugglega eftirminnilegasti listviðburður- inn á árinu!“ Áhrifamikil ný leiklistarhátíð Sigtryggur Magnason rithöfundur „Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal var hald- in í fyrsta sinn í mars og var hápunktur hátíðarinnar að mínu mati sýning Oklahoma Nature Theater frá New York á verkinu No Dice. Kannski fór ekki mikið fyrir þessari hátíð í almennri umræðu en ég tel að áhrif hennar á leikhúsfólk, og þá kannski sérstak- lega yngri kynslóðirnar, hafi verið mikil og eigi eftir að koma betur fram á næstu árum. Alþjóðlegt samstarf í listum snýst fyrst og fremst um inn- blástur og það að kynnast nýjum aðferðum til að skapa. Framsæknir alþjóðlegir straumar eins og bárust okkur á Lókal eru nauðsynlegir fyrir íslenskt leikhús, þeir veita okkur annað og nýtt sjónarhorn á eigin sköpun og menningu. Fyrir lítinn leikhús- heim er fátt mikilvægara. Lókal var mikil- vægt framlag Ragnheiðar Skúladóttur, Bjarna Jónssonar og annarra aðstandenda Lókals til íslenska leikhússins árið 2008. Vonandi verður framhald á.“ SPILAÐ FYRIR NÁTTÚRUNA Tónleikarnir Náttúra í Laugardalnum voru í margra augum minnistæðasti menningarviðburður ársins 2008 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.