Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 34
18 4. janúar 2009 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Tækið sem enginn verður var við. be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau og aðrir taka heldur ekki eftir þeim. be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki Algerlega ný hönnun heyrnar- tækja. be by ReSound eru vart greinanleg í eyrunum Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600 Svavar Atli Birgisson er nýorðinn þriðji stigahæsti leikmað- ur Tindastóls í úrvalsdeild en hann fór upp fyrir Hinrik Gunnarsson í lokaleik liðsins fyrir jól. Svavar vantar auk þess aðeins 30 stig til að komast upp fyrir Torrey John sem annar stigahæsti leikmaður Tindastóls í úrvalsdeildinni. Svavar er mjög ánægður með þá þróun mála að skagfir- skir körfuboltamenn streyma nú til baka á Krókinn og ætla að spila með liðinu það sem eftir er vetrar. „Það er mjög gaman að fá þá til baka. Mann hefur dreymt um þetta lengi og þetta er bara að verða að veruleika,“ segir Svavar, en Axel Kárason, Friðrik Hreins- son og Helgi Freyr Margeirsson munu allir spila með liðinu eftir áramót auk þess að Óli Barðdal er byrjaður aftur og Helgi Rafn Viggósson hefur getað einbeitt sér að körfunni í vetur. „Maður hefur spilað mikið með þessum strákum áður og þekkir þá vel. Við þurfum aðeins að slípa okkur saman en maður veit alveg nákvæmlega hvernig þeir hugsa og hvar þeir vilja fá boltann. Það er mikill munur að spila með mönnum sem maður þekkir en að þurfa að læra inn á nýja menn. Þetta eru líka toppmenn sem gera bara gott fyrir liðið enda engir egóistar,“ segir Svavar en allt lítur líka út fyrir það að útlendingum í liðinu fækki úr þremur í einn. „Við verðum bara með einn útlending allavega til að byrja með. Flake kemur aftur en Daninn Sören Flæng er meiddur og það er að minnsta kosti mánuður í hann,“ segir Svavar sem er bjartsýnn á framhaldið. „Ég held að við fáum fleira fólk á leikina okkar þegar það veit af því að heimamenn eru að spila. Þetta er kjarninn sem fór sem lengst á sínum tíma og það er góð tilfinning að vera kominn með hann aftur. Ég hefði náttúrulega viljað byrja tímabilið með þá alla en maður tekur allt sem maður fær. Vonandi getum við byggt upp stemningu í bænum aftur og þá erum við klárir í hvað sem er,“ segir Svavar og markmið- ið er þriðja sætið. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum þá eru KR og Grindavík í sérflokki en við ætlum að berjast um þriðja sætið. Þetta er hörkudeild þar sem allir geta unnið alla fyrir utan þessi tvö efstu lið sem skera sig úr. Hitt er bara einn góðu hrærigautur,” segir Svavar að lokum. SVAVAR ATLI BIRGISSON Í TINDASTÓL: FAGNAR ÞVÍ AÐ SKAGFIRSKIR KÖRFUBOLTAMENN ERU AÐ SNÚA AFTUR HEIM Hefur dreymt um að fá þessa stráka til baka > Nýárssundmót barna og unglinga Íþróttasamband fatlaðra stendur að sínu árlega Nýárs- sundmóti barna og unglinga í innilauginni í Laugardal í dag í tilefni af 30 ára afmæli sambandsins og fá allir keppendur á mótinu sérstakan afmælisverðlaunapening. Stærstu verðlaun mótsins eru Sjómanna- bikarinn sem er afhentur í mótslok þeim sundmanni sem vinnur mesta afrekið samkvæmt stigaútreikningi. Síðustu tvö ár hefur sundkonan Karen Björg Gísladóttir frá Firði hlotið Sjómannabikarinn en mótið er fyrir keppendur 17 ára og yngri og Karen því ekki gjaldgeng lengur svo nýr sundmaður mun hampa Sjómannabik- arnum árið 2009. Enski bikarinn, 3.umferð: Arsenal-Plymouth 3-1 Robin Van Persie 2 (47. , 85.), sjálfsmark (50.) - Duguid (53.) Cardiff-Reading 2-0 McCormack (57.), Ledley (83.). Gylfi Þór Sigurðs son kom inn á 78. mínútu en Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru hvíldir. Charlton-Norwich 1-1 Chelsea-Southend 1-1 Kalou (31.) - Clarke (90.) Coventry-Kidderminster 2-0 Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn með Coventry. Forest Green-Derby 3-4 Hartlepool-Stoke 2-0 Hull-Newcastle 0-0 Ipswich-Chesterfield 3-0 Kettering-Eastwood Town 2-1 Leicester-Crystal Palace 0-0 Macclesfield-Everton 0-1 Osman (43.) Man City-Nottm Forest 0-3 Tyson (38.), Earnshaw (42.), Garner (75.) Middlesbrough-Barrow 2-1 Alves 2 (23. , 62.) - Walker (80.) Millwall-Crewe 2-2 Laird (40.), Frampton (45.) - Lawrence (12.), Shelley (58.) Portsmouth-Bristol City 0-0 Hermann Hreiðarsson sat allan tímann á bekkn- um hjá Portsmouth. Preston-Liverpool 0-2 Riera (25.), Torres (90.) QPR-Burnley 0-0 Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði allan leikinn með Burnley en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR. Sheff. Wed.-Fulham 1-2 Spurr 21.) - Johnson 2(12., 88.) Sunderland-Bolton 2-1 Jones (57.), Cisse (67.) - Smolarek (79.) Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton. Torquay-Blackpool 1-0 Watford-Scunthorpe 1-0 West Brom-Peterborough 1-1 West Ham- Barnsley 3-0 Ilunga 10.), Noble, víti (39.), Cole (68.) Átta leikir enduðu með jafntefli í gær en í ensku bikarkeppninni er spilaður annar leikur ef leikirnir enda með jafntefli. Í næsta leik verður hinsvegar spilað til þrautar endi leikirnir aftur með jafntefli. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Það voru óvænt úrslit að vanda þegar ensku úrvalsdeildar- liðin hófu keppni í ensku bikar- keppninni í gær þar sem tvö úrvalsdeildarlið duttu úr keppni fyrir liðum úr neðri deildum. Úrvalsdeildarliðin Arsenal, Liver- pool, West Ham, Everton, Midd- lesbrough, Sunderland og Fulham eru öll komin áfram af úrvals- deildarliðunum en Man. City, Stoke og Bolton eru úr leik. Tot- tenham komst áfram með 3-1 sigri á Wigan á föstudagskvöldið en í dag mætast síðan Southampton og Manchester United og Gillingham og Aston Villa. Martröð Mark Hughes og læri- sveina hans í Manchester City ætlar engan enda að taka og í gær bættist útreið í bikarnum við slæmt gengi og fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Segist þurfa meiri tíma „Ég varð fyrir miklu vonbrigðum með spilamennsku liðsins í dag Nottingham Forest átti sigurinn skilinn. Við höfum ekki getað unnið leiki í vetur þegar einn, tveir eða þrír leikmenn í liðinu eru ekki að skila sínu,“ sagði Mark Hughes sem er ekkert á því að gefast upp. „Ég veit alveg hvað vantar upp á hjá okkur. Við þurfum að styrkja liðið og við ætlum að gera það hvort sem það verður í þessum félagaskiptaglugga eða einhverj- um öðrum. Við þurfum meiri tíma en það er ljóst að eins og liðið er í dag þá getum við ekki keppt á mörgum stöðum,“ sagði Hughes en City-liðið datt einnig snemma út úr deildarbikarnum fyrir Brighton. Önnur óvænt úrslit urðu á Brúnni þegar Chelsea mistókst að vinna C-deildarliðið Southend á heimavelli sínum. Peter Clarke hélt upp á 27 ára afmælisdaginn sinn með því að jafna leikinn í uppbótartíma. Fengum fimmtán færi „Ég þarf að kenna mínum mönn- um að einbeita sér betur fyrir framan markið og ég er að vinna í því alla daga,“ sagði Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea á sinni ein- földu ensku. „Kannski vantar þá meira sjálfstraust eða að pressan er of mikil. Við fengum 15 góð færi en skoruðum aðeins eitt mark. Leikmenn Southend börð- ust vel fyrir jafnteflinu og skor- uðu úr eina skotinu sínu,“ sagði Scolari eftir leik. „Þetta er frábær dagur fyrir félagið og stuðningsmennina - að ná svona úrslitum á móti liði sem mun enda í efstu tveimur sætum úrvalsdeildarinnar,“ sagði Steve Tilson, stjóri Southend. Það voru engin vandræði hjá toppliði Liverpool eða Arsenal. Liverpool vann 2-0 útisigur á Preston þar sem Steven Gerrard lagði upp bæði mörkin það síðara fyrir Spánverjann Fernando Tor- res sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Robin van Persie skoraði tvö marka Arsenal sem vann Plymouth örugglega en Everton lét sér nægja eitt mark gegn Macclesfield. Fyrsti leikur Guðjóns með Crewe Guðjón Þórðarson stjórnaði sínum fyrsta leik með Crewe þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli. Crewe komst yfir eftir 12 mínútur en Millwall svaraði með tveimur mörkum áður en Dan Shelley jafn- aði fyrir Crewe með marki úr aukaspyrnu. „Ég er ánægður með jafnteflið. Ég sagði við leikmenn mína að þeir hefðu engu að tapa og þeir stóðu sig vel. Þegar að seinni leiknum kemur þá mun ég vita meira um mitt lið og þekki von- andi orðið öll nöfnin þeirra,“ sagði Guðjón í léttum tón við enska blað- ið Telegraph eftir leik. Aron Einar Gunnarsson var eini Íslendingurinn sem komst áfram í bikarnum í gær en hann og félag- ar hans í Coventry slógu út utan- deildarliðið Kidderminster 2-0. QPR og Burnley gerðu markalaust jafntefli í fyrirhuguðum Íslend- ingaslag en ekkert varð þó af því að Heiðar Helguson spilaði með QPR. Íslendingaliðin Reading og Bolton duttu bæði úr leik í gær en Portsmouth fær annan möguleika gegn Bristol City eftir markalaust jafntefli á heimavelli. ooj@frettabladid.is Martröð Hughes tekur engan enda B-deildarlið Nottingham Forest sló Manchester City út úr enska bikarnum í gær, Stoke tapaði fyrir C-deild- arliði Hartlepool og Chelsea náði ekki að vinna Southend á Brúnni þrátt fyrir stórsókn allan leikinn. EKKERT GENGUR Það er hætt við því að Mark Hughes eldist um nokkur ár við að glíma við slæmt gengi sinna manna í Manchester City. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen átti ágætan leik með Barce- lona í 3-1 sigri á Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Eiður Smári lék allan leikinn, átti skot í slánna í fyrri hálfleik og lagði síðan upp mik- ilvægt mark hjá Andres Iniesta sem kom Barcelona yfir þegar aðeins fjórtán mínút- ur voru eftir af leiknum. Það var síðan Toure Yaya sem innsiglaði sigur Barca í blálokin. Eiður Smári lék á miðj- unni með þeim Toure Yaya og Xavi og átti ágæta spretti þótt að liðið hafi oft spilað betur en í gær. Barca-liðið var í stórsókn allan leikinn eftir að hafa lent undir eftir aðeins 15 mínútna leik en Mall- orca var 27 stigum neðar í töfl- unni fyrir leikinn. Eiður Smári var reyndar grun- samlega rangstæður þegar hann lagði upp markið fyrir Iniesta en sýndi þá mikla óeigingirni með því að leggja hann til spænska landsliðs- mannsins í stað þess að skora sjálfur. Með þessum sigri náði Barcelona 13 stiga forskoti í deildinni en liðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er ennfremur með fjórtán sigra og ekk- ert tap í síðustu sex- tán leikjum. - óój Sigurganga Barcelona-liðsins hélt áfram í gærkvöldi: Eiður Smári lagði upp mikilvægt mark LÉK ALLAN LEIKINN Eiður Smári Guð- johnsen. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.