Fréttablaðið - 04.01.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 04.01.2009, Síða 35
SUNNUDAGUR 4. janúar 2009 19 HANDBOLTI Íslenska hand- boltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á árinu 2009 í dag þegar strák- arnir okkar mæta Svíum á Minn- ingarmótinu um Staffan Holmqvist. Að baki er stórkost- legt ár þar sem liðið náði ekki aðeins að vinna silfurverðlaunin á Ólympíuleikum heldur einnig að bæta nokkur markamet í leiðinni. Markhæstur fjögur ár í röð Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður landsliðs- ins fjórða árið í röð og náði því á árinu að skora sitt þúsundasta mark fyrir íslenska landsliðið. Hann hefur líka skorað yfir hundr- að mörk síðustu sex ár sem er met. Guðjón Valur var aðeins einu marki frá því að skora 200 mörk fyrir handboltalandsliðið á árinu en það mark hefði eflaust komið í hús hefði hann ekki meiðst í leikn- um á móti Noregi í undankeppni EM hinn fyrsta nóvember. Guðjón bætti markamet Valdimars Gríms- sonar í síðasta leiknum sem var æfingaleikur á móti heims- meisturum Þjóðverja í lok nóvember. Guðjón Valur skoraði 7 mörk í 30- 29 sigri og bætti því árangur Valdimars frá 1992 um sex mörk. Gamla metið var 193 mörk Valdimar skoraði mörkin sín 193 í 39 leikjum árið 1992 eða 4,9 mörk að meðaltali í leik. Guðjón skoraði 5,7 mörk að meðaltali í sínum 35 leikjum. Báðir urðu þeir í 3. sæti yfir markahæstu menn á Ólympíu- leikum þessi ár, Valdimar á Ólympíuleikunum í Bar- celona 1992 en Guð- jón Valur á leikunum í Peking í ár. Guðjón Valur varð reyndar ekki markahæsti Íslendingurinn á leik- unum því Snorri Steinn Guðjóns- son skoraði einu marki meira og varð annar markahæsti leik- maður leikanna. Munaði litlu hjá Alex Snorri Steinn og Guð- jón Valur voru ekki þeir einu sem náðu að brjóta hundrað marka múrinn því það gerðu einnig Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Róbert Gunnarsson. Róbert náði að skora sitt hundraðasta og síðasta mark í lokal- eiknum gegn Þýska- landi en hann skor- aði 5 mörk í þeim leik. Sjötti leikmaður liðsins sem var á leiðinni yfir hundrað marka múrinn var Alexander Petersson sem skoraði 90 mörk í sínum 28 leikjum á árinu. Alexander missti af fjórum síðustu leikjum ársins og rétt missti því af 100 mörkum þar sem hann skoraði 97 mörk árið 2007. Íslenska landsliðið mætir í þennan leik gegn Svíum í dag án fjögurra af sex markahæstu mönnum sínum frá síðasta ári. Ólafur Stefánsson hefur tekið sér ársfrí frá liðinu og þeir Snorri Steinn, Guðjón Valur og Alexand- er eru allir meiddir. Í beinni á Stöð 2 Sport Það verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara að fylla í þessi stóru skörð en leik- urinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 12.05. ooj@frettabladid.is Enginn með fleiri mörk á einu ári Guðjón Valur Sigurðsson bætti 16 ára markamet Valdimars Grímssonar með því að skora 199 mörk fyrir handboltalandsliðið á árinu og í fyrsta sinn í sögunni skoruðu fimm leikmenn liðsins yfir hundrað mörk. 100 MÖRK Róbert Gunnarsson skoraði 2,9 mörk að meðaltali í 35 landsleikjum á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 105 MÖRK Logi Geirsson skoraði 3,9 mörk að meðaltali í 27 landsleikjum á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 134 MÖRK Ólafur Stefánsson skoraði 4,6 mörk að meðaltali í 29 landsleikjum á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 169 MÖRK Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 5,5 mörk að meðaltali í 31 landsleik á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 199 MÖRK Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5,7 mörk að meðaltali í 35 landsleikjum á árinu. RÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLEST MÖRK Á EINU ÁRI FYRIR LANDSLIÐIÐ: 1. Guðjón V. Sigurðsson, 2008 199 2. Valdimar Grímsson, 1992 193 3. Kristján Arason, 1987 172 4. Snorri Steinn Guðjóns., 2008 169 5. Kristján Arason, 1984 163 6. Ólafur Stefánsson, 2002 158 7. Júlíus Jónasson, 1990 155 8. Ólafur Stefánsson, 2004 147 9. Guðjón V. Sigurðsson, 2004 142 10. Ólafur Stefánsson, 2003 139 MARKAHÆSTU LEIKMENN LANDSLIÐSINS 2008: 1. Guðjón Valur Sigurðsson 199 2. Snorri Steinn Guðjónsson 169 3. Ólafur Stefánsson 134 4. Logi Geirsson 105 5. Róbert Gunnarsson 100 6. Alexander Petersson 90 7. Arnór Atlason 69 8. Einar Hólmgeirsson 43 9. Ásgeir Örn Hallgrímsson 40 10. Vignir Svavarsson 32 KÖRFUBOLTI Grindvíkingar ætla ekki að styrkja sig með Banda- ríkjamanni þrátt fyrir að liðið eigi í harðri baráttu við topplið KR sem hefur haft Bandaríkja- mann innan sinna raða í allan vetur. „Ég á bara von á því að við klárum þetta eins og við erum,“ segir Friðrik Ragnarsson, þjálfari liðsins. „Eins og staðan er núna þá er ekkert í gangi hjá okkur en ég ætla ekki að sverja fyrir það að við gerum það ekki,“ segir Friðrik sem býst ekki við að erlendum leikmönnum fjölgi í deildinni. „Ég hef ekki heyrt af nokkru liði sem ætlar að taka til sín útlending og hef lúmskan grun um að þetta klárist bara svona hjá þessum liðum,“ sagði Friðrik sem hefur stýrt Grindavíkurliðinu til sigurs í 10 af 11 deildarleikjum tímabilsins og eina tapið var tveggja stiga tap á móti KR á útivelli. - óój Grindvíkingar í karlakörfunni: Ætla ekki að fá sér útlending TREYSTIR Á SÍNA MENN Friðrik Ragnars- son, þjálfari Grindavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ítalskir fjölmiðlar eru nú uppfullir af fréttum af áhuga Juventus á argentínska snillingn- um Lionel Messi hjá Barcelona. Það nýjasta er að félagið ætli að selja markvörðinn sinn Gianluigi Buffon til að ná að safna peningum til kaupanna á Messi. Það er vitað af miklum áhuga enska liðsins Manchester City á ítalska landsliðsmarkverð- inum og arabísku eigendurnir hjá City eru jafnvel tilbúnir að eyða 100 milljónum punda í Buffon. Stuðningsmenn Juve eru reyndar ekki á sama máli því í könnum hjá blaðinu Tuttosport þá vildu 52 prósent frekar halda Buffon en fórna honum fyrir Messi. Hvort Barcelona sé síðan tilbúið til að selja Messi er síðan allt önnur saga. - óój Fréttir frá Juventus-liðinu: Buffon fórnað fyrir Messi? KÖRFUBOLTI Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, var valinn besti leikmaðurinn í austurdeild NBA í desembermánuði og í vesturdeildinni þótti Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers standa sig best í jólamánuðinum. Wade var stigahæsti leikmaður deildarinnar í desember með 29,2 stig að meðaltali en hann skoraði 30 stig eða meira í sex leikjum. Hann var einnig með 6,3 stoð- sendingar og 5,3 fráköst í leik og Miami vann 9 af 13 leikjum sínum í mánuðinum. Kobe var með 28,2 stig að meðaltali í 15 leikjum Lakers en liðið vann 11 þeirra. Bryant braut 30 stiga múrinn fimm sinnum og hjálpaði sínu liði til að vinna alla sjö heimaleikina í desember. - óój Leikmenn desember í NBA: Wade og Kobe valdir bestir FRÁBÆR Dwyane Wade lék afar vel í jólamánuðinum. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson hefur stýrt KR- liðinu af miklu öryggi í Iceland Express-deild karla og er einn af lykilmönnunum á bak við það að liðið hefur unnið ellefu fyrstu leiki sína. Fréttablaðið hefur fundið það út úr tölfræði fyrri hluta deildarkeppninnar að þessi 26 ára leikstjórnandi í KR hafi öruggustu hendurnar í Iceland Express deildinni. Sá telst vera með öruggustu hendurnar í deildinni sem tapar fæstum boltum á hverjar 40 mín- útur af þeim leikmönnum sem eru mikið með boltann í sínum leikjum. Á listann komast þeir leikmenn sem eru mikið með boltann í sínum leikjum. Lág- markið er að hafa spilað 6 leiki eða fleiri og spilað í þeim í 20 mínútur eða meira að meðaltali. Leikmenn verða líka að hafa tekið að meðaltali fimm skot eða fleiri og gefið þrjár stoðsendingar eða fleiri í sínum leikjum. Jakob hefur aðeins tapað tíu boltum í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins þrátt fyrir að vera mjög mikið með boltann á þeim 308 mínútum sem hann hefur spilað. Þetta gerir aðeins 1,30 tap- aða bolta á hverjar 40 spilaðar mínútur. Hann er efstur í deild- inni í stoðsendingum á hvern tap- aðan bolta en alls hefur hann gefið 4,9 stoðsendingar fyrir hvern tapaðan bolta. Jakob er efstur í KR-liðinu í framlagi með 20,2 framlagsstig í leik en hann hefur skorað 17,1 stig og gefið 4,5 stoðsendingar í fyrri hluta deildarinnar. Jakob hefur 50,4 prósenta hittni í skot- um sínum þar af eru 47 prósent skota hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Næsti maður á listanum er Keflvíkingurinn Gunnar Einars- son sem spilar þó vissulega annað hlutverk og er mikið mun minna með boltann þótt hann nái fyrir- fram settum lágmörkum. Þórsar- inn Cedric Isom er í þriðja sæt- inu. Það má sjá efstu tíu menn á listanum hér til hliðar. - óój Jakob Örn Sigurðarson, leikstjórnandi KR, hefur aðeins tapað 10 boltum á 308 mínútum í vetur: Með öruggustu hendurnar í deildinni ÖRUGGUSTU HENDURNAR Í DEILDINNI: (Tapaðir boltar á hverjar 40 mín.) Jakob Örn Sigurðarson, KR 1,30 Gunnar Einarsson, Keflavík 1,53 Cedric Isom, Þór Ak. 1,84 Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 1,85 Aðalsteinn Pálsson, Breiðabliki 2,43 Þorleifur Ólafsson, Grindavík 2,61 Hlynur Bæringsson, Snæfell 2,66 Atli Rafn Hreinsson, Snæfell 2,67 Tyler Dunaway, Fsu 2,67 Helgi Már Magnússon, KR 2,73 GÓÐUR KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson hefur skoraði 17,1 stig og gefið 4,5 stoðsendingar í leik en aðeins tapað 0,9 boltum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.