Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 4. janúar 2009 15 folk@frettabladid.is > GATA NEFND EFTIR BROWN Sálarkóngurinn James Brown verður heiðraður með því að gata í New York verður nefnd eftir honum. Gatan er fyrir aftan Appollo-leikhúsið þar sem hann sló í gegn. James Brown lést á jóladag árið 2006, 73 ára að aldri. Hann hélt tónleika á Íslandi árið 2004. Mel Gibson notaði tækifærið í ára- mótahefti Entertainment Weekly til að kveðja vin sinn, Heath Led- ger. Leikarinn ungi lést af völdum ofneyslu lyfja á árinu sem var að líða. Kvikmyndaheimurinn stóð seinna á öndinni yfir frammistöðu hans í The Dark Knight en þar fór Ástralinn á kostum sem Jókerinn. Gibson uppgötvaði Ledger og fékk hann í kvikmynd- ina The Patriot. Þar lék Ledger son hans og segir Gibson að áheyrnar- prufan hafi verið rosaleg. „Okkur lang- aði bara til að vera þarna allan daginn og horfa á hann leika,“ segir Gibson. Hann bætir því við að honum hafi þótt Ledger minna eilítið á sjálfan sig á þessum aldri. Kraft- urinn hafi verið mikill en að sama skapi var ekki mikið til að beisla hann. „Mig langaði til að segja honum að slaka aðeins á og reyna að fara vel með sjálfan sig,“ útskýrir Gibson. Gibson sagðist sjá mikið eftir Ledger; ekki síst vegna þess að þar hafi miklum hæfileikum verið kastað á glæ. Hann hafi verið við það að stíga næsta skref á ferli sínum. „Ég beið spenntur eftir að sjá hvað Ledger myndi gera næst,“ segir Mel Gibson í áramótaræðu sinni. Gibson kveður læri- svein sinn Ledger Talsmaður Mickey Rourke hefur vísað því á bug að leikarinn eigi í illdeilum við Sean Penn. Orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki á vefsíðum þar vestra. The Daily Beast greindi frá því að Rourke hefði sent háttsettum fram- leiðanda í Hollwyood sms-skeyti þess efnis að Sean Penn væri haldinn hommahatri. Og að það sýndi sig hvað best í túlkun leikarans á hinum samkynhneigða stjórn- málamanni Harvey Milk en kvikmynd um hann. Milk, var frumsýnd nýverið í Bandaríkj- unum. Samkvæmt Daily Beast munu textaskilaboðin hafa innihaldið þennan texta: „Sean er gamall vinur minn en mér fannst frammistaðan hans ótrúverðug. Mér fannst þetta í mesta lagi algjör meðalmennska auk þess sem Penn er einhver mesti hommahatari sem ég þekki.“ Rourke brást ókvæða við þessum fréttum en þeir hafa báðir verið nefndir sem líklegir kandítatar til Óskars- verðlauna. „Ekkert stríð er í gangi milli Rourke og Penn, langt því frá. Þeir eru gaml- ir vinir og Rourke mætti meðal annars á frum- sýningu myndarinnar til að sýna honum stuðning sinn. Þetta er algjör vitleysa,“ sagði talsmað- ur Rourke. Rourke er vinur Seans Penn EKKERT STRÍÐ Mickey Rourke og Sean Penn eru sagðir eiga í illdeilum eftir að sá fyrrnefndi sendi framleiðanda í Holly- wood sms-skeyti þess efnis að Penn væri hommahatari. LÆRIMEISTARINN OG LÆRISVEINN Mel Gibs- on fékk Heath Ledger til að leika son sinn í kvikmyndinni The Patr- iot árið 2000. Hann sér mikið eftir leikaranum sem lést 2008. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is DANSSTUDIO JSB www.jsb.is Dansstudio JSB Innritun hafin! Nýtt námskeið hefst 8.janúar 2009 Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is Dans- og púlnámskeiðin okkar hafa slegið í gegn! Í boði eru spennandi og krefjandi 12 vikna námskeið fyrir þá sem elska að dansa og hafa áhuga á að koma sér í form. Námskeiðin eru fyrir stelpur og stráka 16 ára og eldri. • Tímabil 8. janúar – 1.apríl • Kennt er í lokuðum hópum • Tímar fyrir byrjendur og lengra komna. • Ýmsir dansstílar kynntir s.s. Jazz – Street – Hip hop – Musical – Lyrical - Modern. Tímar eru 2 x 60 mín. í viku og að auki er frjáls aðgangur að opnum tímum í líkamsrækt og tækjasal meðan á námskeiði stendur. Dansstudio 1: Byrjendur, þriðjudaga kl.19:40 og fimmtudaga kl.21:00. Dansstudio 2: Framhald, þriðjudaga kl. 20:40 og fimmtudaga kl.20:00. Verð: 29.900 kr. Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Sextán ára gamall sonur leikarans Johns Travolta lést á föstudags- kvöld. Drengurinn, Jett, fékk flogakast og höfuð hans lenti á baðkari á heimili fjölskyldunnar á Bahamaeyjum. Þegar slysið upp- götvaðist var Jett fluttur í skyndingu á sjúkrahús en hann var úrskurðaður látinn við kom- una þangað. John Travolta og Kelly Preston, eiginkona hans, voru, að því er erlendir fréttamiðlar greina frá, niðurbrotin af sorg og nutu stuðn- ings vina sinna. Krufning verður framkvæmd á syni þeirra til að úrskurða um banameinið en drengurinn hafði oft áður fengið flogaköst. Travolta hefur alla tíð verið fámáll um veikindi sonar síns. Hann hefur neitað því að drengur- inn hafi verið einhverfur en sagt þess í stað að hann hafi þjáðst af Kawasaki-sjúkdómnum sem yfir- leitt herjar á börn yngri en fimm ára. Ef börn fá ekki meðferð við Kawasaki-sjúkdómnum getur hann leitt til bólgu í æðum sem dregur úr blóðflæði ti hjartans. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að sjúkdómurinn greinist hjá 19 af hverjum 100 þúsund börnum í Bandaríkjunum. Sonur Travolta látinn JOHN TRAVOLTA Niðurbrotinn af sorg eftir að sonur hans lést á föstudagskvöld. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.