Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 6
FIMMTUDA GXJR 8. JÚLÍ 1982 6 ■ Ferðamiðstöðin i Skaftafelli. „Tjaldstædið er komið í röð stærstu ferðamannastaðanna” segir Borgþór Arngrfmsson, forstöðumaður Kaupfélags Austur- Skaftfellinga í Skaftafelli ■ „Já, það er allt i fullum gangi héma núna. En auövitað á þetta enn eftir að aukast. Júlí er aðal ferðamannamánuð- urinn og fram í miðjan ágúst“, svaraði Borgþór Arngrímsson, sem hefur nú i 6 sumur veitt forstöðu útibúi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga sem það rekur í sambandi við tjaldstæðið og Þjónustu- miðstöðina i Skaftafelli þessa þrjá sumarmánuði. En þessi þjónusta var opnuð í kjölfar hringvegarins sumarið 1974. í þessu útibúi sagði hann bxði um að ræða veitingasölu og verslun. Þar er seldur allur algengur matur og jafnframt ýmislegt annað sem fólk kann að vanta á stað sem þessum, svo sem tjaldhælar, regnfatnaður, sólarolia og því um Iikt. Auk Borgþórs starfa um 10 manns hjá þessu útibúi i Skaftafelli. Ekkert verið skemmt af þeirri náttúru sem hér er - Náttúruverndarráð sér hins vegar alveg um rekstur tjaldstæðanna og öllu því viðkomandi og hefur gert það með miklum sóma. Á tjaldstæðunum eru snyrtingar og böð og einnig upplýsinga- skrifstofa, þar sem alltaf er hægt að ná í einhvern af starfsliði Náttúruverndar- ráðs. Við skipulagið hér hefur það verið regla númer 1,2 og 3 að sýna landslaginu og þvi umhverfi sem hér er fyllstu virðingu og málum hefur verið svo fyrir komið að ekkert hefur verið skemmt af þeirri náttúru sem hér er. Það er t.d. ekki leyft að aka hér upp brekkurnar. Og fólk skilur þetta og virðir. Raunar held ég að i þessum efnum hafi orðið töluverð breyting á hjá íslenskum ferðamönnum, þ.e. að þeir geri sér orðið i auknum mæli grein fyrir því hvaða perlur við eigum i okkar landi og umgangist þær sem slíkar. 18.000 tjaldgistinætur sl. sumar - Og margir leggja leið sína i Skaftafell? - Já, tjaldstæðið hér er mikið sótt og komið í röð stærstu ferðamannastaða landsins. Til marks um það má geta þess að tjaldgistingar hér voru 18.000 s.l. sumar. En auk þess koma fjölmargir aðrir sem ekki gista, t.d. mikið af hópferðafólki á vegum Ferðaskrifstofu rikisins, sem hefur hér viðdvöl og borðar hjá okkur. Samkvæmt framansögðu eru það um 200 manns sem að meðaltali gista í Skaftafelli hverja nótt sem tjaldstæðið er opið og þá að sjálfsögðu miklu fleiri um háannatímann. íbúar þessara tjald- búða þar verða þvi oft álika margir og í góðu kauptúni. ✓ Alíkamargir íslendingar og útlendingar - Hvort eru það frekar útlendingar eða fslendingar sem koma i Skaftafell? - Ég hugsa að í heildina sé það mjög áþekkur fjöldi af útlendingum og íslendingum. Við höfum tekið eftir að það er mikið um fjölskyldufólk sem kemur og hefur nokkra daga viðdvöl. Einnig kemur töluvert af útlendingum með Smyrli og margir sem koma með áætlunarrútunni til að vera hér og þá gjarnan dögum saman. Þetta er fólk sem flýgur hingað til lands og hefur valið sér nokkra dvalarstaði. Einn af þeim er Skaftafell. - Heldur þú að ferðir íslendinga um eigið land hafi aukist á undanförnum árum? - Ég tók eftir þvi að fyrst eftir að hringvegurinn var opnaður, voru margir bara að flýta sér að komast hringinn. Siðan hefur fólk meira farið að velja sér ákveðna staði þar sem boðið er upp á einhverja aðstöðu og þjónustu. Og okkur er sagt að þjónustan hér í Skaftafelli sé með því albesta ef ekki sú besta, sem gerist á svona stöðum i landinu. Fjölmargir koma aftur og aftur - Fólk kemur þá kannski aftur og aftur? - Já, fjölmargir koma aftur og aftur. Maður er farinn að þekkja hér mikið af andlitum, fólk sem kemur ár eftir ár. - Og hvað hefur svo Skaftafell helst upp á að bjóða? - Hér er t.d. mikið af góðum gönguleiðum og náttúrufegurðinni þarf vart að lýsa. Gróður hér er ákaflega fjölbreytilegur, gífurlega margar plöntu- tegundir og þvi algjört gósenland fyrir blóma- og gróðuráhugafólk, enda koma útlendingar hér hópum saman fyrst og fremst i þeim tilgangi að skoða blóm og grös. Hér er líka fuglalif. T.d. mikið af rjúpu sem er alfriðuð hér um slóðir og svo spök að maður getur gengið alveg að henni. Einnig er hér nokkuð um músarrindil, sem ekki er viða á landinu og svo auðvitað mikið af skógarþröstum. - Ekki mikið um rigningu? - Gróðursældin hér talar sinu máli um veðurfarið. Og einhverra hluta vegna þá er það stundum svo, að hér getur verið glampandi sól og steikjandi hiti, þó það sé kannski rigning á Fagurhólsmýri, sem er hér aðeins 20 km fyrir austan okkur. - HEI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.