Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 Þýskalandsflug Flugleiða: FRANKFURT HEIDELBERG Atli Magnússon skrifar frá Þýskalandi ■ Á hverju ári frá 1971 hafa Flugleiðir flogið til Frankfurt og þar er nú stærsta skrifstofa félagsins á austursvæði starf- semi þess. Liggja til þess gildar orsakir, þar sem Frankfurt er ein stærsta og greiðasta umferðarmiðstöð Evrópu og háborg viðskiptalífs i sambandslýðveld- inu. Á fyrri tímum lá leið {slendinga til Þýskalands - í gestabókum klaustra i S-Þýskalandi frá 12. öld finnast nöfn fslenskra karla og kvennna og ekki þarf að minna á ýmsa hinna eldri biskupa, sem þar voru við nám. Enn minntu Þjóðverjar okkur á land sitt og þjóð á dögum Hansakaupmanna með sigling- um sínum og verslun, ekki síst með jám og glervöru að ógleymdu Hamborg- ar og Rostockaröli sínu. Tengsl okkar við Þýskaland hafa og aldrei rofnað alveg og nú á síðustu tímum hefur áhugi manna hérlendis farið vaxandi á að heimsækja Þjóðverja og land þeirra, sem svo margt hefur að bjóða. Má segja að þessi áhugi hafi farið vaxandi eftir því sem menn gerast hagvanari á erlendri grund og vilja gjarna skipu- leggja ferðir sínar sjálfir. Tvimælalaust er Frankfurt einn allra tilvaldasti staður fyrir þá, sem þannig vilja ferðast um Þýskaland og Evrópu. Hér er ætlunin að fara nokkrum orðum um hvernig haga mætti slíkri ferð og er þá miðað við hin blómskrýddu héruð og borgir i grennd stórborgarinnar. Miðstöð samgangna og viðskipta Þar sem ferðin hæfist í Frankfurt er rétt að fara fáeinum orðum um borgina. Áður er að því vikið, að þetta er ein mesta samgöngu- og viðskiptamið- stöð í Þýskalandi. Borgin byggðist feikihratt upp eftir stríðið og réð því ekki sist hve mörg alþjóðleg og þýsk stórfyrirtæki settu höfuðstöðvar sínar þar niður. Er nú svo komið að þar er stærsta flughöfn Þýskalands og hin þriðja stærsta á meginlandinu. Þá tengist hér á áhrifarikari hátt en annars staðar í Þýskalandi hið margflókna jámbrauta- kerfi þess og vegur þvi greiður hvert sem hugurinn girnist. Þótt viðskiptalífið sé fyrirferðarmikil! þáttur í Frankfurt er borgin eigi að siður rik af tækifærum til þess að njóta menningarlífs og þar er sitthvað að skoða. Þar á meðal má minnast á hið aldna Varðhús (Hauptwache) frá 1730, Römerberg, þar sem keisarar voru krýndir á fyrri tíð, bernskuheimili Goethe, Pálskirkjuna og Dómkirkjuna, sem er frá 14. öld. ■ Flugleiðir buðu nokkrum blaðamönnum að kynna sér þá möguleika sem Frankfurt og Dusseldorfflugið býður upp á i síðasta mánuði. Hér eru nokkrir þátttakenda staddir uppi hjá gamla kastalanum í Hcidelberg. Á miðri myndinni eru Helgi H. Jónsson og Ellert Schram, ásamt þeim Sveini Sæmundssyni, blaðafulltrúa og Georg, leiðsögumanni hópsins. Lengst til vinstri má sjá baksvipinn á Ólafi Sieurðssvni hjá sjónvarpinu og Árna Bergmann hjá Þjóðviljanum. (Ljósm.AM) .......... Ferðist innan/ands Gerist félagar og hvetjiö vini og kunningja til aö gerast einnig félagar og njóta hlunnindanna sem félagiö býöur uppá. Kynniö ykkur ferðaáætlun okkar. Ferðafé/ag ís/ands Oldugötu 3 Reykjavík. Símar: 19533 og 11798. ÁSAKAFFI Grundarfirði Símar: 93-8763 og 93-8688 Opið frá kl. 9 - 23,30 Heitur matur - Grillréttir - Kaffi - Kökur - Brauð - Öl - o.fl. Tek á móti ferðahópum, allt að 60 manns í mat. Sundlaug - Tjaldstæði o.fl. o.fl. fyrir ferðafólk. Velkomin til Grundarfjarðar Ásakaffi Opið 9-23,30 Símar: 93-8763 og 8688 ■ Við „gömlu brúna“ i Heidelberg. Þeir Helgi H. Jónsson og Ólafur Sigurðsson bregða á leik við brúarapann, sem segir: „Horfið ekki á mig, - þið finnið nóga mína líka uppi i bæ.“ ■ Drosselgasse i Rudesheim. Hér ómar söngur og dansmúsik út um hverjar dyr og hér má finna flest það besta í þýskri matargerðarlist og vinlista á stærð við símaskrána. (Ljósmynd AM) ■ Söluskrifstofa Flugleiða við Ross Markt i Frankfurt. Hún þjónar mestum hluta Austursvæðisins hjá félaginu. (Ljósmynd AM) ■ Frá Franken, - einna mesta vinyrkjuhéraði Þýskalands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.