Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 fHIÉKiH ■ Signý Guðmundsdóttir fuiltrúi: „Það er sama bakterian i mér og pabba Tímamynd: Róbert. ■ Vaninn er að borða úti í góða veðrinu, á áningarstað. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf.: „Maður er alltaf með hugann hjá þessum hópumf” segir Signý Guðmundsdóttir fulltrúi FERÐAFÓLK Okkur er gleðiefni að bjóða ykkur velkomin til Fáskrúðsf jarðar í verslunum okkar höfum við á boðstólum flestar þær vörur sem ykkur kann að vanhaga um á " ferðalagi KAUPFÉLAG FÁSKRÚÐSFIRÐINGA Fáskrúðsfirði ar, þegar menn óðu stóru ámar, i leit að vaði, áður en lagt var í að aka yfir. Sum vöðin voru þannig að reyndir menn fóru þau ekki á einum bíl, heidur varð annar að vera til taks að hjálpa til ef illa fór. „Það má nú segja að slíkar ævintýra- ferðir séu úr sögunni," segir Signý, „þótt auðvitað finnist útlendingum þetta ævintýri. Þeir eru ekki vanir vegunum okkar og að fara yfir óbrúaðar ár, þótt þær séu ekki stórar.“ - Ert þú sjálf mikill ferðamaður? „Ég ferðaðist heilmikið hérna áður og hafði ógurlega gaman af þessu og hef ennþá gaman af að ferðast. En nú má segja að ég sé orðin föst hér á skrifstofunni yfir sumartímann. Ég ferðaðist mest með pabba, en ég keyrði ekki bilana sjálf, vegna þess að ég hef ekki meirapróf, en mér finnst voðalega gaman að keyra.“ - Er einhver blettur á íslandi, sem þú hefur ekki séð? „Já, þeir eru allt of margir ennþá, t.d. hef ég ekki komið á Homstrandir ennþá og lítið komist á Vatnajökul. Það er sama bakterian í mér og pabba að hafa mest gaman af að ferðast um jökulinn, en í júní, þegar helst er farið þangað, er allt að fara i gang hér, svo ég á litið heimangengt." - Hvernig starfa þessir eldhússbilar? „Þeir eru samferða farþegabilunum fram yfir miðdegisverð og svo fara þeir beinustu leið i tjaldstað, til þess að starfsfólkið í þeim geti verið tilbúið með matinn, þegar farþegabillinn kemur." - Er matstofa i bílunum? „Það hefur verið dálitið vandamál i slæmu veðri. Venjulega er borðað úti, þegar gott er veður og þá setjum við upp borð og stóla. En núna emm við að byrja með nokkur stór fellitjöld, sem við getum sett upp með einu handtaki. í þeim geta borðað 18-20 manns í einu, þegar ekki er nógu gott veður til að borða úti.“ - Hvað segja útlendingar sem lenda i að ferðast i íslensku slagveðri? „Það er það furðulegasta. Stundum kviðir maður fyrir að taka á móti hópum sem em að koma úr ferð í vondu veðri. Maður er alltaf með hugann hjá þessum hópum eftir að þeir em famir af stað og er að fylgjast með hvernig veðrið er þar sem þeir em á ferðinni. En það er svo furðulegt að það kemur sjaldan ánægð- ara fólk en það. Þessu fólki finnst að það hafi lent í raunvemlegum ævintýmm,“ sagði Signý Guðmundsdóttir. -SV. ■ Æði margir ungir menn á íslandi vom helteknir af biladellu á öðrum og þriðja fjórðungi þessarar aldar. Margir læknuðust siðar og urðu þjóðfrægir menn á öðrum sviðum, þótt þeir hafi lagt út í lifsbaráttuna undir bílstýri. Aðrir gerðu aksturinn að ævistarfi og urðu ekki siður þjóðfrægir. Einn þeirra er Guðmundur Jónasson. Fyrir rúmum 50 árum hóf Guðmundur feril sinn undir bílstjóri. Áhugi hans beindist að öræfunum og hann leitaði að bílfærum slóðum, sem enginn hafði farið áður. Hann tók steina úr götu, fann vöð á fallvötnum og heppilegasta vegarstæð- ið yfir holt og hæðir öræfanna, allt dæmigerð verk brautryðjandans. Árið 1946 eignaðist Guðmundur fyrsta fjórhjóladrifsbílinn, Dodge Weapon keyptan af hernum og yfir- byggðan hér. Tuttugu árum siðar er stofnað fyrirtæki um bilaútgerðina og eru eigendur þess með Guðmundi fyrst og fremst fjölskylda hans. Og 1974 er formlega stofnuð Ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónassonar h.f. Tveimur árum siðar er lokið við byggingu stórs húss fyrir starfsemina. f kjallara þess er geymsla fyrir útilegubúnað fyrirtækisins og viðgerðaraðstaða fyrir hann. Á fyrstu hæð er bílageymsla og verkstæði, á annarri hæð eru skrifstofur og þriðja hæðin er gistiheimili með 34 rúmum. Nú á fyrirtækið 20 farþegabila, 7 eldhússbíla og einn snjóbíl. Tíminn rabbaði við Signýju Guð- mundsdóttur, dóttur Guðmundar Jónas- sonar, en hún annast rekstur fyrirtækis- ins að mestu með bróður sínum. „Það byrjaði þannig að hann ferðaðist mest megnis með íslendinga og það slæddist einn og einn útlendingur með. í áranna rás hefur þetta breyst og nú er uppistaðan í farþegahópnum útlending- ar, en einn og einn Islendingur slæðist með,“ sagði Signý i upphafi rabbsins. Siðan sagði hún frá þvi að nú væri lögð töluverð áhersla á að kynna þessar ferðir fyrir íslendingum, vegna þess að þetta væri mjög góður ferðaháttur. Farþegarnir losna við ýmislegt, sem fylgir þvi að ferðast á eigin vegum, t.d. fá þeir allan mat framreiddan úr eldhússbilum, hugsað er fyrir gististöð- um og kunnugir leiðsögumenn eru með í ferðunum. Síðan berst talið að samanburði á fjallaferðum nú og þeim sem farnar voru á fyrri árum Guðmund-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.