Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 „Landkyrmingar- starf stór þáttur í starfsemi okkar” — segir Magnús Oddsson, svæðisstjóri Arnarf lugs í Evrópu, með aðsetur f Amsterdam ■ „Við munum einbeita okkur að því að selja ísland sem áfangastað, og því verður landkynningarstarf stór þáttur í starfsemi okkar“, sagði Magnús Odds- son, nýráðinn svæðisstjóri Arnarflugs í Evrópu, sem hafa mun aðsetur í Amsterdam. Nú hefur Amarflug opnað söluskrifstofur i þeim borgum sem það hefur haflst áætlunarflug til, þ.e. Amsterdam, Zúrich og Dússeldorf. „Starfið verður aðallega fólgið í yfirstjórn markaðsmál félagsins i Evrópu, auk þess að vera tengiliður við aðalskrifstofuna. Ég mun því óneitan- lega ferðast mikið um Evrópu og hitta ferðaskrifstofumenn og aðra þá, er standa i ferðamálum. Annars verður starf þessara söluskrifstofa allra mjög mikið fólgið í alls kyns aðstoð og fyrirgreiðslu við farþega félagsins auk umfangsmikillar landkynningarstarf- semi sem ég nefndi áðan. Enda er það undirstaða þess að hingað verði hægt að fá Evrópubúa“, sagði Magnús. „Að vísu stendur það okkur nokkuð fyrir þrifum hve seint við gátum farið af stað til að undirbúa Evrópuflugið, og því margir ferðamenn búnir að fast- ákveða hvernig sumarleyfum verður háttað og ferðum sinum að öðru leyti á næstunni. Hins vegar hef ég fundið það að okkur er vel tekið á erlendri grund, og við höfum mætt áhuga ferðaskrif- stofumanna i Evrópu. En það er ekki einungis i Evrópu sem við verðum varir við áhuga því íslenskar ferðaskrifstofur virðast hafa mikinn áhuga á að notfæra sér þá þjónustu sem - 4 | v ' Svartir og úr stáli. Hringdu í'síma 44100.og pantáðu, þúfærð þér mb . kaffi meðan við setjum þá undir. \ Sendum einnig í póstkröfu. ZZJbiikkver Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100 ■ Magnús Oddsson. við getum boðið upp á. Auðvitað leggjum við áherslu á þessar þrjár borgir sem sérstaka áfangastaði, en því má ekki gleyma að þær eru einnig ágætir viðkomustaðir á leið enn þá lengra. T.d. er Amsterdam mjög vel í sveit sett hvað þetta snertir, og er flogið til um tvö hundruð landa frá Schiphol-flugvelli þar i borg. Þetta vita islenskar ferðaskrif- stofur, og þær ætla greinilega að notfæra sér þennan möguleika. Auk þessa má geta þess að við höfum náð samkomulagi við hollenska flug- félagið KLM um bókanir og áframhald- andi flug fyrir farþega félagsins. Ef við ræðum í stuttu máli um þá þrjá áfangastaði i Evrópu sem Arnarflug kemur til með að fljúga á í sumar, og byrjum á Amsterdam, þá finnst mér nokkuð merkilegt hvað Islendingar og Hollendingar vita litið hverjir af öðrum. Amsterdam hefur stundum verið kölluð „Feneyjar norðursins". íbúar þar hafa mótmælt þessu og segja að Amsterdam sé hún sjálf og ekkert annað, og ég get vel tekið undir það. Amsterdam er mjög þægileg borg. Miðborg hennar er ekki mikil um sig að flatarmáli, og þvi auðvelt að ferðast um hana, enda samgöngukerfið frábært. I Amsterdam er miðstöð alls konar listastarfsemi og mörg góð söfn að ógleymdu húsi Önnu Frank, sem allir hafa lesið um. Verðlag á matvöru og þjónustu annarri er síst hærra en í öðrum borgum sem íslendingar hafa sótt mikið til, og i mörgum tilfellum er það lægra. Hollendingar eru miklir blómarækt- endur og eru reyndar af mörgum taldir fremstir þar í flokki. Á þessu ári er einmitt haldinn blómasýning, Floriade 82, sem er langstærsta blómasýning veraldar. Er hún haldin á tiu ára fresti i einu af úthverfum Amsterdam. Sýningin var opnuð í vor og lýkur um miðjan október nk. Á sýningunni er bókstaflega að finna „allt“ i blómum og þvi sem viðkemur ræktun þeirra. Reyndar nær sýningartíminn yfir þrjár árstíðir i blómaræktun, þ.e. vor, sumar og haust. Ef við litum aðeins á Sviss sem er annar áfangastaður Arnarflugs, þá er þess að geta að Sviss er eitt mesta ferðamannaland Evrópu, og ýmislegt við að vera þar bæði sumar og vetur. Sviss er meira en ostar, úr og súkkulaði, en þessi atriði geta þó gefið íslendingum forsmekkinn um þau gæði sem á öllu er í landinu. í Sviss er ekki til neitt annars flokks, og þar þarf aldrei að óttast röskun á ferðaáætlun vegna verkfalla, þvi þau þekkjast einfaldlega ekki þar i landi. Það er þvi ekki að ástæðulausu að forvígismenn ferðamála i Sviss leggja aðaláherslu á öryggi, þegar rætt er um ferðalög þangað. Samgöngukerfið í Sviss er einnig sérstakt og náttúrufegurð einstök. Þá á eftir að geta staðsetningar landsins, sem er einstök, því aldrei tekur nema tvær klukkustundir að aka til næsta lands. Dússeldorf i Þýskalandi er þriðji áfangastaður Arnarflugs í sumar. Dúss- eldorf er dæmigerð Mið-Evrópuborg, þar sem saman koma menningarstraum- ar bæði fomir og nýir. Skemmtilegasti hluti borgarinnar er gamli bærinn á bökkum Rinar þar sem úir og grúir af alls konar bjórkrám og skemmtistöðum. Dússeldorf liggur mjög miðsvæðis og vegalengdir stuttar ef menn hafa hug á þvi að bregða sér til annarra staða i Evrópu. T.d. er ekki nema tveggja klukkustunda akstur frá Dússeldorf til Luxemborg“, sagði Magnús Oddsson að lokum. - Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.