Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 13 ■ Enn ein mynd frá Heidelberg. Hér er séð yfír bæinn ofan af virkisvegg kastaians. Á 17. öld var Heidelberg margsinnis lögð í rúst af striðshetjum páfans og Svia i Þrjátiu ára stríðinu og loks af Frökkum. Því er auðskilið að elstu húsin eru frá þvi eftir 1700. (Ljósmynd AM) A næstu grösum Hugur ferðamannsins, sem kemur til Frankfurt mun skjótt beinast að forn- frægum byggðum í grenndinni og þeir eru fáir, sem ekki hafa lesið eða heyrt sagt af fegurð landslagsins á leið upp með Rín og t.d. Heidelberg, sem lofuð hefur verið í ótal ljóðum og meira að segja i söngieikjum. Þar er skemmst frá að segja að fæstum mun þykja neitt ofsagt um þessa hluti, er hann kynnist þeim af eigin raun. Til dæmis er Heidelberg jafn fögur og menn hafa séð á póstkortum. Heidelberg er aðeins um klukkutíma akstur frá Frankfurt, en þó er skemmra til annarrar borgar, sem verð væri heimsóknar, en það er Rudesheim við Rin, sem sumum þykir minna á daga Þyrnirósar, og það er ekki út i bláinn, t.d. þegar komið er i Drosselgasse, litla götu og forna með mjög sérstæðum byggingum, þar sem ómar af söng og dansi berast út um hverjar dyr. Hér er tilvalið að bregða sér í skemmtisiglingu á ánni og fara með loftbrautinni yfir vínviðarekrurnar. Heidelberg f Heidelberg er nóg að sjá, því þessi forna borg er siung og iðar af fjöri og lífi. Því veldur ekki sist hinn geysilegi fjöldi stúdenta, sem einnig á sumrum er verulegur. Engum mun líða úr minni heimsókn i kastalann, sem Ruprecht fyrsti hóf að reisa 1386, en hann grundvallaði jafnframt háskólann. Heid- elberg stendur við Neckar og sigling upp ána, t.d. til einhverra grannbæjanna, þykir sumum enn fegurri en um Rín, - við hverja bugðu á ánni koma í ljós fornir kastalar hinna gömlu aðalsmanna, reistir á illkleifum klettastöllum og umvafðir skógarþykkni Grimmsævin- týra. Kvöld á einhverri stúdentakránni, - t.d. Rauða uxanum, væri góður endir á dvöl i Heidelberg. Auk þessara borga ætti ekki að gleymast að hér er mikill fjöldi smærri borga og bæja þar sem til boða stendur hótel og öli þjóunsta á miklu lægra verði, allt niður i 20-30 mörk fyrir manninn. í vinyrkjuhéruðunum hjá Rudesheim og í Franken og Spessort rekast menn á bæi eins og Lohr, þar sem náttúrufegurðin er einstæð og „prisam- ir“ ekki siðri. Hvarvetna er með gleði boðið i vinkjallarann til þess að bragða á uppskerunni, - bros og glatt fólk allt umhverfis. Ferð á þessar slóðir býður upp á marga möguleika - svo marga að mönnum munu varla notast nema nokkrir i fyrstu ferðinni og fara því að skipuleggja aðra. FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINL HALLVEIGARSTÍG I, SÍMAR 28388 - 28580 Atlantik býður upp á úrval gististaða, þar á meðal er íbúðahótelið vinsæla, Royal Playa de Palma. Á Mallorka er nær allt sem hugurinn girnist, og ýmislegt um að vera. Pantið tímanlega, svo þér missið ekki af óskaferðinni. Brottfarardagar: Munió 6. júlí 15. júní 6. júlí 27. júlí 17. ágúst 7. september 28. september \ófe!b w REYNIHLIO MYVATN ICELAND , 96-44I70 FERÐAMENN, FÉLÖG, SAMTÖK Kynnizt fegurð Mývatnssveitar, dveljizt að HÓTEL REYNIHLÍÐ. Bjóðuni gistingu oj> veitingar oj> margháttaða fyrirgreiðslu fvrir einstaklinga, liópa og ráðstefnu. Útvegum gesturn leigubíl með og án bílstjóra. Útvejjum urriðaveiði í Laxá. Seljum bensín oj> oliur. HÓTEL REYNIHLÍÐ við MÝVATN Opið frá kl. 8,00 — 2.330 alla daj>a vikunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.