Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 1 ■ Ritdeilur eru skemmtilegar, og þvi harðari, þvi skemmtilegri. En þær geta aukinheldur verið fróðlegar og upplýs- andi fyrir alla alþýðu og svo er um ritdeilu nokkra sem nú er hafin milli Einars Pálssonar, skólastjóra, og ýmissa kennara við Háskóla íslands og annarra fræðimanna, um kenningar þær, sem Einar hefur sett fram í ritverki sínu „Rætur íslenskrar menningar". Ganga þær kenningar að flestu leyti þvert á viðteknar hugmyndir um uppruna ís- lenskrar menningar, eru mjög umdeildar en mörgum þykja athyglisverðar að ýmsu leyti. Því hefði mátt búast við að þær væru nokkuð ræddar meðal fræði- manna, en svo hcfur ekki farið. Fræðimenn við Háskólann hafa að mestu látið hjá líða að fjalla um kenningar Einars og ef þeir hafa verið spurðir hvers vegna hafa svörin yfirleitt verið á tvo vegu: annaðhvort að ekki væru við Háskólann sérfræðingar i þeirri tegund miðalda- og menningarsögu sem Einar hefur lagt fyrir sig, eða hreinlega að rit hans séu ekki þess virði að um þau sé talað. Lítil umræða hefur þvi farið fram opinberlega þrátt fyrir að Einar og stuðningsmenn hans hafi verið nokkrar tilraunir til að kveikja þá umræðu. Og nú hefur það tekist. En hver er Einar Pálsson? Fyrir þá sem ekki vita það má taka fram að hann er fæddur 10. nóvember 1925 í Reykjavík, sonur Páls ísólfssonar, tónskálds, og Kristínar Norðmann. hann varð stúdent frá MR tvitugur að aldri, eins og lög gera ráð fyrir, lauk siðan prófi frá Royal Academy of Dramatic Art i Lundúnum. 1948 og BA-prófi í ensku frá Háskóla islands árið 1956. í fyrstu fékkst Einar nokkuð við leiklist, skrifaði leikrit og leikstýrði, og hann er eigandi og skólastjóri Málaskólans Mímis. Fyrir alllöngu síðan tók hann svo að kynna sér menningar- sögu og miðaldafræði ýmiss konar komst fljótt að öðrum niðurstöðum en flestir aðrir fræðimenn. Það skal þó tekið fram að Einar er engan veginn einn á báti og erlendis á hann sér marga skoðana- bræður, að meira eða minna leyti, og hafa margir sýnt kenningum hans áhuga. Þessar kenningar hefur Einar sem fyrr segir sett fram í ritsafninu „Rætur islenskrar menningar“ en það telur nú sex bindi: Baksvið Njálu, sem kom út árið 1969, Trú og landnám, sem kom út 1970, Tímann og eldinn, sem kom út 1972, Steinkross, sem kom út 1976, Rammaslag, sem kom út 1978 og loks Arf Kelta, sem kom út i fyrra. Hér er ekkert tóm til að fara náið út i kenningar Einars, enda geta þeir sem Einar Pálsson og Háskólinn greininni í Morgunblaðinu. Með þvi að ýmsir hafa sjálfsagt lengi beðið umræðu um þessi mál skulum við taka saman nokkur atriði sem þegar hafa komið fram. Tekið skal fram að reynt var að fá álit ýmissa kunnugra á efni þessarar deilu en það gekk mjög illa. Vildu menn lítt láta bendla sig við málið. „Þetta mál er i rauninni sára einfalt," sagði fræðimaður okkur, sem við leituð- um álits hjá - en hann kvaðst , vel að merkja „ekki nenna“ að láta nafns síns getið. „Þegar öllu er á botninn hvolft eru bækur Einars og allar hans kenningar þvæla og vitleysa frá upphafi til enda, auk þess sem aðferðir hans eru auðvitað öldungis ómögulegar frá fræðilegu - Af efnilegri ritdeilu sjónarmiði. Þetta vita háskólamenn, enda þótt þeir hafi ef til vill ekki lagt á sig þá mæðu að læra allt sem Einar hefur skrifað utanbókar. Það er ekki nauðsyn- legt að skrifa dæmi niður á blað til að vita að tveir plús tveir eru ekki fimm.“ Annar maður sem nokkuð hefur kynnt sér þessi mál, og vildi heldur ekki leggja nafn sitt við, sagði hins vegar að málið væri flóknara en þetta. „Rannsóknir Einars eru á sinn hátt allrar virðingar verðar. Það má áreiðan- lega draga niðurstöður hans, og jafnvel aðferðir í efa, en ég lit svo á að hann sé á vissan hátt, að vinna brautryðjenda- starf með því að fjalla um ýmis atriði úr fortið okkar íslendinga og raunar alls mannkyns, atriði sem lítill eða enginn gaumur hefur verið gefinn áður. Því finnst mér að háskólinn hljóti að kynna sér verk hans, á einn eða annan hátt, en það hefur hann ekki gert. Ekki opinberlega að minnsta kosti, þó háskólamenn hafi verið ósparir á stóryrðin svona baksviðs. Og ef kenning- ar Einars eru jafn mikil della og háskólamenn vilja vera láta - og um það vil ég ekkert segja - þá ætti að vera hægur vandi að hrekja þær lið fyrir lið á opinberum vettvangi.“ Einn er sá maður sem nokkuð hefur lagt sig eftir þvi að skrifa um bækur Einars og það er síra Kolbeinn Þorleifsson fyrrum sóknarprestur á Eskifirði, sem mjög hefur kynnt sér miðaldasögu. Hann ritaði árið 1976grein í Sögu, tímarit Sögufélagsins, þar sem hann fjallaði um þrjú fyrstu bindin af „Rótum íslenskrar menningar". Skemmst frá að segja, þá mun síra Kolbeinn ekki hafa látið sannfærast. Benti hann á það sem honum þóttu vera veilur og/eða misskilningur i kenningum Einars Pálssonar, en sá siðamefndi segir nú, i grein sinni i Morgunblaðinu, að honum hafi ekki þótt ritdómur síra Kolbeins svaraverður frá akademisku sjónarmiði. Aftur á móti vék hann að gagnrýni sira Kolbeins, og annarra i formála að næsta bindi ritsafnsins, Steinkross, sem kom út síðar þetta sama ár, 1976, og var formálinn reyndar birtur í Morgunblaðinu um sama leyti. Sira Kolbeinn svaraði i sama blaði, Einar skrifaði á móti, en lengri varð sú ritdeila ekki. Einar tók hins vegar upp þráðinn í grein sinni i Morgunblaðinu þann 26. júni síðastliðinn, en þar ræðst hann harkalega að sira Kolbeini, en í hann hafði Gunnar Pálsson vitnað i útvarps- erindi sinu, þvi til stuðnings að kenningar Einars væru óalandi og óferjandi. Fór Einar hinum háðulegustu orðum um sira Kolbein og skrif hans um „Rætur islenskrar menningar" og kall- aði „bull“ og „óskiljanlegt hugarfóstur11. „Að vísu þekki ég ekki heilastarfsemi allra háskólakennara,“ skrifaði Einar, „en ef það er rétt hjá Gunnari Karlssyni, að speki sira Kolbeins sé talin frábær við heimspekideild, þótt örðugt sé að komast í vitrænt samband við þá félaga,“ en í erindi sinu hafði Gunnar Karlsson getið þess að hann gæti ekki komist í neitt „vitrænt samband" við Einar Pálsson. Nú — síra Kolbeinn lét þessu ekki ósvarað. Hann svaraði með langri grein i Morgunblaðinu þann 10. júlí siðastliðinn, þar sem hann áfellist Einar harðlega fyrir að „(hnýta) ónotum i íslenska norrænumenn fyrir að trúa ekki þessari vitleysu". Þá hæðist hann að, Einari fyrir að nota „erlendar vasabrots- hafa áhuga kynnt sér bækur hans á söfnum, en í mjög stuttu máli má segja að hann sjái fullkomið samhengi i menningarsögu allt frá dögum hinna fyrstu menningarríkja og til íslenska þjóðveldisins. Þessu tengjast goðsögu- legar, stærðfræðilegar og dulspekilegar hugmyndir í of flókinni mynd til að unnt sé að rekja það í stuttri grein. Telur Einar meðal annars að i islenska þjóðveldinu hafi verið fólgin aldagömul þekking, en ekki að það hafi orðið til eins og af sjálfu sér eða einvörðungu úr Noregi. Núnú - heimspekideild Háskóla íslands hefur semsé ekki fjallað að nokkru um kenningar Einars enda þótt hann hafi, í upphafi að minnsta kosti, mjög haldið verkum sínum að Háskólanum og má geta þess að fyrir allmörgum árum var stofnað félag um miðaldarannsoknir sem nefndist Edda og mun hafa staðið í fyrstu grein laga félagsins að það skyldi beita sér fyrir því að Einar Pálsson yrði gerður prófessor við Háskóla íslands. (Geta má þess og að Einar segir að árið 1969 hafi sér verið boðin prófessorstaða við háskólann í Toronto, þar sem hann hefur stundað rannsóknir, en hann hafnað boðinu.) Alltaf öðru hvoru hafa birst í íslenskum blöðum greinar ýmissa manna sem lýsa furðu sinni á þögn Háskólans gagnvart Einari og verkum hans og birtust nokkrar slikar greinar síðastliðinn vetur og nú i vor. Háskólamenn svöruðu ekki fremur en venjulega. Það var þvi til að knýja fram umræðu, eða „sprengja upp miðborðið" eins og hann orðar það, sem Einar Pálsson flutti erindi i útvarpið þann 16. _ maí siðastliðinn sem hann nefndi Þögn sem baráttutæki. Taldi hann Háskól- ann hafa brugðist skyldum sínum með því að sniðganga algerlega kenningar sínar og gefa ekki færi á rökræðum um þær. Nefndi hann þetta „þagnarlygi" og var harðorður, þótt hann talaði að vísu nokkuð almennum orðum. Gunnar Karlsson, forseti heimspekideildar HÍ, svaraði ásökunum hans i útvarpserindi þann 6. júní og var hann ekki siður harðorður. Gunnar afneitaði kenning- um Einars algerlega sem afar lélega eða enga fræðimennsku og sakaði hann um ósannindi og róg í garð háskólamanna og sagði að réttast væri að sækja Einar til saka fyrir atvinnuróg. Og nú var skriðan komin af stað. Til að svara erindi Gunnars ritaði Einar Pálsson annað erindi sem nann hugðist flytja í útvarp en því var hafnað af útvarpsráði. Morgunblaðið bauð Einari að birta það í blaðinu og var það gert 26. júní síðastliðinn. Síðan hafa síra Kolbeinn Þorleifsson, Dr. Eysteinn Sigurðsson og Amór Hannibalsson lektor látið í sér heyra um málið - og raunar einnig Sigurjón Björnsson, pró- fessor en það var aðeins um rannsókn sina á afköstum háskólamanna sem hann taldi Einar hafa snúið út úr i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.