Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjóri: Gisll Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttirjngólfur Hannesson (Iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristln Leifsdóttlr, Slgurjón Valdlmarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón , Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Krlstin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavlk. Slmi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 120.00. Setnlng: Tæknideild Tlmans. Prontun: Blaðaprent hf. Markmið friðar- hreyfinganna ■ Fyrir fáeinum dögum birtist í Tímanum fróðlegt erindi eftir dr. Gunnar Kristjánsson, prest á Reynivöllum, sem hann flutti á nýafstaðinni prestastefnu á Hólum í Hjaltadal. Erindið fjallar um baráttuna gegn kjarnorku- vígbúnaði í heiminum, en þeirri baráttu hefur mjög aukist stuðningur meðal almennings á undanförnum mánuðum ogárum. í erindi sinu ræðir séra Gunnar m.a. um markmið friðarhreyfinganna, sem fremst standa í þessari baráttu gegn kjarnorkuvígbúnaði, og gerir þar skilmerkilega grein fyrir því, hvað það er, sem þessar hreyfingar hafa á oddinum, og kveður jafnframt niður ýmsan misskilning um markmið hreyfinganna. Par segir séra Gunnar m.a.: „Helstu markmið friðarhreyfinganna eru þessi: 1. Fjarlægja beri allar SS 20 eldflaugar Sovétmanna og hætt skuli við uppsetningu hinna nýju eldflauga og stýriflauga á evrópskri grund. 2. Framleiðsla kjarnorkuvopna verði stöðvuð nú þegar. 3. Hafnar verði viðræður í alvöru milli kjarnorkuveldanna um fækkun kjarnorkuvopna. 4. Reynt verði að sporna gegn útbreiðslu vopnanna með því að komið verði í veg fyrir útflutning á vopnum. 5. Leitað verði nýrra leiða í vígbúnaði, sem byggist eingöngu á vörnum og feli ekki í sér ögrun. 6. Komið verði upp kjarnorkuvopnalausum svæðum á ýmsum stöðum, sem síðan teygi sig um allan hnöttinn. Undirstrika ber að friðarhreyfingarnar hafa ekki barist gegn hernaðarbandalögum. Fetta hafa bæði andstæðingar þeirra gefið í skyn en einnig ýmsir aðilar - einnig hér á landi - sem vilja misnota það mikla fylgi, sem friðarhreyfingarnar hafa, sinni eigin pólitík til framdrátt- ar. Vissulega ber því ekki að neita, að í þeim fjölskrúðuga hópi sem fylkir sér undir þau markmið sem að ofan eru nefnd, eru þeir margir, sem vilja ganga lengra - aðrir vilja kannski ganga skemur eins og t.d. kvekarar og aðrir eindregnir friðarsinnar, sem hafa um aldir haft á sinni stefnuskrá útrýmingu allra vopna hvað þá hernaðarbanda- laga. En friðarhreyfingarnar snúast ekki um hernaðar- bandalög, því fer víðs fjarri, heldur um kjarnorkuvíg- búnað. Einnig ber að undirstrika að friðarhreyfingarnar hafa aldrei haft í frammi hugmyndir um einhliða afvopnum. Hins vegar hafa þær lagt áherslu á það, jafnt vestan hafs sem austan, að raunhæf ábyrg leið til þess að rjúfa vítahring vígbúnaðarins væri sú, að einstök ríki tækju einhliða skref til fækkunar kjarnorkuvopna sinna. Fað er vissulega forkastanleg baráttuaðferð að gefa í skyn, að hér séu á ferð útsendarar risaveldisins í austri. Slíkur áróður hlýtur í flestum tilvikum að vera byggður á vanþekkingu, í öðrum á misskilinni pólitík, sem setur skammtíma sjónarmið ofar sannleikanum. Gegn slíkum málflutningi, úr hvaða átt sem hann kemur, hlýtur kirkjan, hvar sem hún er í heiminum, í austri eða vestri, að snúast. Hún hlýtur að snúast gegn því þegar þjónar hennar eru sakaðir á óréttmætan hátt um að starfa ekki á grundvelli sinnar kristilegu trúar og lífsskoðunar heldur í þágu flokkspólitískra sjónarmiða“. Hér gagnrýnir séra Gunnar ekki aðeins þá, sem af pólitískum ástæðum bera rangar sakir á friðarhreyfing- arnar og þá sem innan þeirra starfa, heldur einnig hina, sem reyna að nota fylgi friðarhreyfinganna í flokks- pólitískum tilgangi, því friðarhreyfingarnar geta því aðeins náð árangri í baráttu sinni gegn kjarnorkuvígbún- aði, að þeim takist að standa utan við flokkspólitískar deilur og séu sjálfstæðar gagnvart risaveldunum, sem eiga þann vopnabúnað sem friðarhreyfingarnar vilja að lagður verði niður. - ESJ. skuggsjá Albert Einstein. Myndin er fráírinu 1953. ■ Moskvubúar virða fyrir sér myndir úr uppfærslunni á „Cat on a Hot Tin Roof“ eftir Tennessee Williams. Smanouky Tennessee Williams og Einstein "VEGIR STJÓRNMÁLAMANNA ERU OFT ÓRANN- SAKANLEGIR. Og rótleysi og tækifærismennska þeirra oft ótrúleg. Eitt það sérstæðasta á þessu sviði nú að undanförnu er það bandalag, sem myndað hefur verið i Kambódíu, sem sumir vilja reyndar kalla Kamputseu, meðal þeirra sem eru andvigir hernámi Víetnama. Þar hafa skriðið saman í eina pólitiska sæng fornir fjendur, svo sem leiðtogar Rauðu Khmeranna þ.e. slátrararnir Pol Pot, Khieu Samphan, Ieng Sary og Son Sen, og prinsinn með niu lífin, Norodom Sihanouk. Þessir aðilar hafa fallist i faðma undir forystu Shihanouks og myndað eins konar ríkisstjórn andspyrnuhreyfingarinnar. Á dögunum komu þessir forystumenn saman í þorpi einu skammt frá landamærum Thailands, sem Phum Thmey nefnist, og þar var stofnun þessa ráðuneytis fagnað. Meðal ráðherra eru Ieng Sary og Son Sen, sem eru taldir bera mikla ábyrgð á fjöldamorðum Rauðu Khmeranna, en þeir reyndu sem kunnugt er að koma íbúum landsins, þeim sem ekki voru umsvifalaust sendir inn i eilífðina, niður á steinaldarstig á mettíma. Við þetta hátíðlega tækifæri var gömlum erjum gleymt. Þeir félagarnir föðmuðust og skáluðu i kampavíni. Sihanouk fagnaði leiðtogum Rauðu Khmeranna, sem hann sagði að væru mikilhæfir bardagamenn, sem hefðu ekki aðeins náð verulegum hernaðarlegum árangri heldur „varðveitt menningu okkar“. Þar sem Rauðu Khmerarnir eru þekktari fyrir að hafa reynt að útrýma menningu landsins en að vernda hana, hljóta þessi ummæli Sihanouks að virka á allt venjulegt fólk sem lélegt grin. Það hefur hins vegar kannski átt að vera til þess að undirstrika þessi orð Sihanouks, að við hátíðarhöldin, sem efnt var til af þessu tilefni, kom fram hópur listamanna, sem flutti tónlist og sýndi þjóðlega dansa. Þessi merki listviðburður var undir stjórn systur Pol Pots, sem sýnir að þeirra fjölskyldu er fleira til lista lagt en að slátra löndum sinum. Það er út af fyrir sig eðlilegt að ibúar í Kambódíu séu lítt hrifnir af þvi að hafa erlent hernámslið i landi sínu. En reynsla Sihanouks af samskiptum við Rauðu Khmerana, og reynsla alls umheimsins af ógnarstjórn þeirra mafiu, ætti þó að hafa fælt jafnvel óprúttnustu stjórnmálamenn frá frekari samvinnu sinni við Rauðu Khmerana og það hefur ekkert það gerst, sem gefið getur til kynna að honum muni nú takast betur að sitja berbakt á því tigrisdýri. En hann virðist reiðubúinn að leggja allt i sölurnar, semja við hvern sem er, til þess að reyna að fullnægja gömlu valdadraumunum sinum. T ENNESSEE WILLIAMS ER VINSÆLASTA BANDA- RÍSKA LEIKRITASKÁLDIÐ í MOSKVU UM ÞESSAR MUNDIR. Þar eru nú mörg leikrita hans sýnd við frábæra aðsókn,, þótt vinsældir hans í heimalandinu hafi hins vegar dvinað, en iiðin eru nær tuttugu ár síðan leikrit eftir hann sló siðast i gegn á Broadway. Það var “The Night of the Iguana“ sem síðar varð að frægri kvikmynd. Að sögn vestrænna blaða eru nú sjö af leikritum Williams til sýnis i leikhúsum i Moskvu. Eitt þeirra - “A Streetcar Named Desire“ - hefur gengið i Mayakovsky leikhúsinu síðustu tólf árin. Annað - “Sweet Bird of Youth“ - hefur verið sýnt um 200 sinnum i öðru leikhúsi i Moskvu. Þar i borg hefur einnig mátt sjá önnur verk Williams: “Kingdom of Earth“, “Orpheus Descending“, Summer and Smoke“ og “The Glass Menagerie". Og i vetur bættust tvö verk við: “Cat on a Hot Tin Roof“ i Mayakovsky leikhúsinu og “Rose Tattoo“. Slíkar vinsældir vestræns leikritahöfundar eru einsdæmi í Moskvu, en vinsældir Williams eru ekki bundnar við sovésku höfuðborgina: leikrit hans eru sýnd viða um Sovétríkin, svo sem í Leningrad, Volgograd, Kaliningrad, Jerevan og mörgum fleiri borgum. Vitaly Y. Vulf, sem hefur þýtt sum leikrita Williams, segir, að hann sé vinsælasta leikritaskáldið þar i landi siðan Chekhov. Ýmsir hafa velt því fyrir sér, hvers vegna leikrit Williams hafa náð slíkum vinsældum í Sovétríkjunum, og haft ýmsar skýringar á lofti. Sumir hafa bent á, að Ieikrit hans eigi greiðan aðgang að sovéskum leikhúsgestum, sem séu aldir upp á Dostojevski og Chekhov. Enn aðrir telja, að leikrit Williams gefi sovéskum áhorfendum tækifæri til að sjá og heyra í leikhúsi viðfangsefni, sem innlendum leikritahöfundum yrði vart liðið að fjalla um. Uagnrýnendur hafa einmitt lagt á það áherslu, að í verkum sínum sé Williams að gagnrýna bandarískt þjóðfélag, sem er auðvitað vel séð þar eystra þótt svipuð gagnrýni frá sovéskum leikritahöfundi á sovéskt þjóðfélag yrði að sjálfsögðu ekki tekið til sýningar. Hins vegar fer ekki á milli mála, að þau vandamál og þær mannlegu ástriður, sem Williams lýsir svo opinskátt í verkum sinum, höfða til Moskvubúa nú ekki siður en til bandariskra og annarra vestrænna leikhúsgesta þegar verkin voru fyrst sýnd fyrir áratugum siðan. Ef verkin snertu ekki slíka strengi í hjörtum áhorfenda væru þau einfaldlega ekki jafn vinsæl og raun ber vitni. s u TLIT ER FYRIR AÐ í LOK NÆSTA ÁRS VERÐI HANDRIT FYRSTA BINDIS HEILDARSAFNS VERKA ALBERT EINSTEINS TILBÚIÐ TIL SETNINGAR. Þetta verður þó aðeins byrjun mikils safnrits, þar senl áætlað er að öll verk sniilingsins, þar með talin vinnuplögg sem hann samdi þegar hann var að þróa hina merku afstæðis- kenningu sina, komist ekki fyrir i færri en 20 bindum. Albert Einstein dvaldi sem kunnugt er síðustu áratugi ævi sinnar í Princeton í Bandaríkjunum og starfaði við hinn þekkta háskóla þar, „The Institute for Advanced Study“. Einkaritari hans, Helen Dukas, vann að þvi að safna öllum skjölum, vinnuplöggum og öðrum slíkum gögnum og koma þeim fyrir hjá skólanum i Princeton, þegar á meðan Einstein var á lífi, og hélt því verki siðan áfram eftir dauða Einsteins árið 1955. Þó er talið að enn sé að finna einhver skjöl i viðbót í þeim borgum, þar sem Einstein var alinn upp og hlaut menntun sina, þ.e. í Aarau og Zúrich, og í safni einkaleyfistofunnar í Bern, þar sem Einstein starfaði einmitt þau ár þegar hann var að semja rit sitt um hina „sérstöku" afstæðiskenningu, þar sem hann notaði Ijóshraðann til þess að skilgreina tengslin á milli efnis og orku. Einstein ánafnaði hebreska háskólanum í Jerúsalem öllum pappirum sinum í erfðaskránni, en fól hins vegart Helen Dukas og dr. Otto Nathan, samstarfsmanni sínum, umsjá þeirra og annarra eigna sinna á meðan þau lifðu. Skjölin eru öll enn í Princeton: Birting þessara gagna i bókarformi hefur dregist mjög vegna illvigra málaferla á milli háskólans i Princeton og dr. Otto Nathans. Árið 1971 náðist þó samkomulag á milli dr. Nathans og Princeton University Press, sem gefa mun ritsafnið út, en dr. Nathan hefur síðan staðið i málferlum vegna þess að hann telur að ekki hafi verið staðið að öllu leyti við það samkomulag. Einkum var hann andvígur þeirri ákvörðun háskólaútgáfunnar að fela einum sagnfræðingi, John J. Stachel, ritstjórn þessarar útgáfu. Vildi dr. Nathan að hópi sérfræðinga yrði falið þetta verk. Á meðan á þessum málaferlum stóð héldu ýmsir fjársterkir aðilar að sér höndum með fjárveitingar til útgáfunnar, en nú er málinu lokið með sigri háskólaforlagsins. I beinu framhaldi af því hefur fengist frá ýmsum aðilum fjármagn til þess að hrinda útgáfunni af stað. í fyrsta bindinu, sem á sem sagt að vera tilbúið til setningar í lok næsta árs, er fjallað um lif og starf Einsteins frá upphafi fram til þess tima er hann útskrifaðist úr tækniháskóla í Zúrich árið 1900. Ævisögulegum upplýsingum og visindalegum gögnum úr skjalasafni Einsteins verður þar blandað saman til þess að gefa sem heilstæðasta mynd af lifi og starfi þessa mesta hugsuðar tuttugustu aldarinnar á umræddu skeiði í ævi hans. Birtingu þessa ritsafns er einkum beðið með eftirvæntingu af visindamönnum, sem vonast þar til þess að fá nánari innsýn í þann hugsanaferil, sem leiddi Einstein til þeirra byltingarkenndu niðurstaðna, sem kenndar eru við afstæðis- kenninguna og sem höfðu svo mikil áhrif á skilning mannanna á eðli orku og efnis, tíma og rúms, og yfirleitt á þeirri veröld, sem við lifum í. Elías Snæland zv* / Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.