Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 18. JULÍ1982 ■ Ríkharður þríðji. hann brá skjótt við. Ásamt stuðmngs- manni sínum, hertoganum af Bucking- ham, fór hann í veg fyrir Játvarð fimmta og handtók hann og hélt þvi næst innreið sina í London en drottningin leitaði skjóls i Westminster. Ríkharður hafði því unnið fyrstu lotuna en staða hans var ótrygg. Undir eins og Játvarður fimmti yrði krýndur og tæki formlega við konungdómi mátti Ríkharður búast við því að Woodville - fólkið og nótar þess beittu áhrifum sínum til að hann yrði sviptur völdum sínum, auði og sennilega lífinu. Rikharður varð því að tryggja sjálfum sér öll völd í framtíðinni. Hann hafði hendur i hári Ríkharðs, yngra bróður Játvarðar fimmta, og drengirnir voru lokaðir inni í Tower of London. Þaðan komu þeir aldrei framar. Túdor-ættin hefst til valda en Gullskúfar fyrir bí Því nú ætlaði Rikharður sjálfur að gerast kóngur. Deilt hefur verið um hvort hann hafi sjálfur látið drepa litlu prinsana - og liklega gerði hann það - en altént var hann krýndur til konungs 6. júli 1483. Rikharður hafði áður sýnt mikið dómgreindarleysi er hann lét taka Hastings lávarð af lífi fyrir að vilja ekki fallast á að synir Játvarðar fjórða yrðu dæmdir frá konungdómi, og skömmu siðar snerist einn helsti bandamaður hans, hertoginn af Buckingham gegn honum og slóst i flokk með Woodville- fólkinu og Hinrik nokkrum Túdor sem gerði vafasamt tilkall til konungdóms. Hinrik var af Lancaster-ættinni og til þess að styrkja hann gegn Ríkharði samdi Elísabet ekkjudottning um að strax og hann yrði kóngur skyldi hann ganga að eiga Elísabetu dóttur hennar og Játvarðar fjórða. 1485 biðu báðir aðilar átekta, Rikharður stjórnaði í London en féndur hans voru flestir í útlegð á meginlandinu, en þetta ár varð konungurinn fyrir miklu áfalli er sonur hans Játvarður dó mjög ungur. Hann átti nú engan erfingja sem veikti mjög stöðu hans. Annað áfall reið yfir snemma árs 1485 er kona Rikharðs dó og í ágúst sama ár lenti Hinrik Túdor með heri sina í Wales. Pað kom til orrustu við Leicester og á síðustu stundu yfirgáfu dyggustu stuðningsmenn kon- ungs hann, jarlinn af Northhumberland og Stanley-bræður. Rikharður lét það ekki á sig fá, sótti sjálfur að stöðvum Hinriks Túdor og varð síðasti enski konungurinn sem féll i orrustu. Hinrik Túdor varð kóngur. Plantagenet-ættin var loks fyrir bi. - ij tók saman. Nú eru engin vandræði . . . . . . með bílastæði, því við erum fluttir í nýtt húsnæði að SmiSjuvegi 3, Kópavogi. Sími: 45000 — Beinn sími til verkstjóra: 45314 PRENTSMIÐJAN dddda hf. Heyvagnar i Á tvöföldum 16“ hjólum. Lengd 5-6 metrar. Upplýsingar í síma 91-33700. CAV Startarar Vorum að fá uppgerða CAV startara fyrir: Perkins, G.M.C. Bedford, Leister, L. Rover diesel Ursus dráttarvélar. Gott verð. Fyrri pantanir óskast staðfestar. ÞYRILL S. F. Hverfisgötu 84, 105 Reykjav”:, Simi 29080 31 INAR VALKOSTUR -ALLRAHAGUR WARNARFLUG Söluskrifstofa, Lágmúla 7, Simi84477- / Byggingatæknifræðingur Ólafsvíkurhreppur óskar eftir byggingatæknifræðingi til starfa hjá Ólafsvíkurhreppi. Umsóknarfrestur er til 23. júlí n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í sima 93-6153. Skólastjóri FIAT 127 SPECIAL er gjörbreyttur utan sem innan, en þetta er hinn frægi 3ja dyra bill, sem hefur verið mest seldi bíll Evrópu mörg undanfarandi ár og ekki að ástæðulausu. Við höfum ekki annað eftirspurn til þessa, enda hefur þessi sérstaki bíll eitt hæsta endursöluverð hér á íslandi. Síðan 1972 hafa 5 milljónir ánægðra FIAT 127 eigenda ekið með þá fullvissu í huga að bíll þeirra væri hið fullkomna farartæki, bill sem ekki væri hægt að smíða betur. En í dag hefur komið í Ijós að þetta yar ekki nema hálfur sann- leikur, hin nýi FIAT 127 er ennþá skemmtilegri og vandaðri hvað snertir hönnun og frágang. SMIÐJUVEGI 4, KÓP. SÍMI 77-200 SÖLUMENN 77-720

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.