Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 25

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 25
25 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 Umsjón Friðrik Indridason og Viðar Karlsson „Mér líkar alls ekki við tónlist” segir Animal söngvari ANWL ■ Framgangur bresku pönk grúppunnar ANTI- NOWHERE LEAGUE hefur verið með eindæm- um undanfarna sex mánuði og er hún nú þekktasta nýja pönk grúppan í Bretlandi. Vinsældum náði ANWL með lítill skífu „Streets of London“ en tónlistin á henni þykir lík tónlist Sex Pistols sálugu. Útfærsla ANWL á laginu sem Ralph Mctell gerði frægt á sínum tima „Streets of London" var raunar þannig að velsæmisdeild bresku lögreglunnar sá fulla ástæðu til þess að stöðva frekari útgáfu plötunnar. Eftir það urðu æsifréttablöðin full af fréttum um þessa „ógeðslegu og ruddalegu" hljómsveit. Þannig að allir ruku upp til handa og fóta og keyptu plötuna..eftir allt Jón, maður verður að vita um hvað málið snýst..“ í vetur urðu ANWL þvi skærasta nýstirni Breta og i vor gáfu þeir út sína fyrstu breiðskifu „We Are The League" og hefur sú skifa trónað i efstu sætum vinsældarlista þeirra óháðu i yfir tvo mánuði. Hún fékk mjög góða dóma gagnrýnenda, t.d. fimm stjömur hjá gagnrýnendum Sound tímaritsins. Eftir útkomu breiðskífunnar hélt ANWL í hljómleikaferðalag undir nafninu „so what“ og var þeirri för líkt við Anarchy hljómleikaför Sex Pistols á sinum tíma. Zig Zag tímaritið tók fyrir nokkru viðtal við ANWL piltana og hér fer útdráttur úr þvi viðtali. „Animal þekkti ég, hávaxinn, dökkhærður, siðhærður, klæddur í svart leður, hundakeðjur og hálsband og krómhnappar um allt. Hann er sá sem vann áður i byggingarvinnu, likar vel við „Jane Fonder“ cigin framburður, skytterí, mótorhjól og að r... kvenmönn- um... „hvort sem þeim líkar það eða ekki...“ Til að vera illvigur í útliti ber hann sólgleraugu, augun eru of vinaleg." Þetta segir Sonia Ducie m.a. i inngangi sínum að viðtalinu í Zig Zag. Fyrir utan Animal eru þeir mættir Winston og Magoo en hvar er P.J.? Animal svarar: „Hann situr á steinum aftur fyrir „flashin" (erfitt að þýða þetta orð, á við menn sem svipta af sér regnfrökkum á járnbrautarstöðvum og öðrum slíkum stöðum og reynast ekki i neinu innanundir. í orðabók kallað stripihneigð, mér finnst það hálffárán- legt nafn. innskot blm.) Ég sagði honum að gæta sín, andsk. því þeir höfðu gætur á honum.“ Magoo: Við erum búnir að fá nóg af þessum andsk. skíta spurningum sem við erum alltaf spurðir í þessum viðtölum. Við segjum ekki neitt. Heitar umræður um af hverju þeir ættu ekki að segja neitt í viðtalinu, blandaðar nærgöngulum spumingum í minn garð. ZZ: Finnst ykkur gaman að vera i hljómsveit og eiga aðdáendur? Magoo: Nei. Okkur finnst það ekkert sérstaklega gaman. Við erum ekki mjög hrifnir af tónlist og gerum þetta aðeins af þvi að þetta er góður brandari. Animal: Mér likar alls ekki við tónlist. ZZ: Viljið þið eignast gommu af peningum og fá lag i efsta sætið? Animal: Við munum aldrei fá neitt andsk. lag í efsta sætið. ALDREI. Og við kærum okkurkoilótta um peningana, við höfum hvort sem er aldrei átt neina. Winston: Ég mundi gera allt fyrir peninga. ALLT Animal: Okkur er alveg sama þótt allir hati okkur, því við höfum hvorn annan til að tala við. Magoo: Þegar fólk verður frægt byrja „grúpíur“ venjulega að fylgja því eftir. Við vorum vanir að hafa slíkt en ekki lengur, þvi við erum of skítugir og lyktum illa. Ef ég segði þér hvenær Animal fór síðast í bað mundirðu gera í buxurnar. (Hlátur) ZZ: Af hverju eruð þið allir í leðri? Animal: Vegna þess að það er endingargott og limist við þig er þú svitnar. Winston: Okkur líkar við leður þvi það er svo helvíti erótikst ekki satt, helv. sexý. Við elskum allir kynlíf. Við höfum reynt allt (Hlátur). Ert þú i nærbuxum? ZZ: Eru til einhverjir sem ykkur líkar við? Magoo: Jahá. Englar Helvitis, og mótorhjólagæjar og allir i fangelsum. Animal: Mig langar til að læra að skrifa og stafa rétt þvi þá ætla ég að skrifa bókina „Hvernig verðurðu öfuguggi". Þvi allir eru öfuguggar á einn eða annan hátt, þeir vita bara ekki hvernig þeir eiga að nýta sér það. ZZ: Eruð þið allir tattóveraðir? Animal: Já ég safna tattóum. Winston: Þetta er eins og endurminn- ingar, í hvert sinn sem eitthvað gerist fæ ég mér tattó, siðan get ég horft á það og munað hvað gerðist. ZZ: Haldið þið að þið verðið alltaf „anti-nowhere“ fólk þar sem þið hafið fengið allt „somewhere" fólkið til að kaupa plötur ykkar? Animal: Við stofnum „National Somewhere League". ANWL á ótrúlegan forða fjögurra stafa orða sem ekki er getið um í viðtalinu. Winston: Sjáumst og gleymdu ekki að vera i nærbuxunum næst. - FRI Staða dýralæknis við Dýraspítala Watsons er laus til umsóknar. Upplýsingar um nám og fyrri störf sendist stjórn Dýraspítala Watsons Po. box 7110 fyrir 7. ágúst n.k. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Lausar kennarastöður Kennara vantar að Laugarbakkaskóla í Miðfirði. Ýmsir möguleikar opnir í kennslugreinum. Góðar íbúðir á staðnum. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í síma 95-1902 og formaður skóla- nefndar í síma 95-1591. Kerfisfræðingur Óskum að ráða kerfisfræðing til starfa. Verkefni við IBM S-34 tölvu. Allar nánari upplýsingar gefa Hermann Hansson og Karl Sævar Jónsson, í síma 97-8200. Kaupfélag A-Skaftfellinga Höfn, Hornafirði. Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra \ Breiðdalshreppi er laus til umsóknar. Skriflegum umsóknum ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf skal skilað til oddvita fyrir 1. ágúst n.k. Nánari upplýsingar í síma 97-5660 og á kvöldin 97-5633. Oddviti Breiðdalshrepps. Tíl sölu lítil traktorsgrafa IH 3434 árg. 1979. Til sýnis hjá Véladeild Sambandsins Ármúla. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900 Rannsóknarstörf Skrifstofustörf Óskum eftir að ráða starfskraft til vinnu á rannsóknarstofu frá 1.8. ‘82 sem sér um júgurbólgurannsóknir. Einnig óskast starfskraftur fyrir hálfan daginn á skrifstofu til að annast bókfærslu, vélritun o.fl. Upplýsingar á staðnum eða í síma 10700. Rannsóknarstofa Mjólkuriðnaðarins Laugavegi 162, Reykjavík. Kaffistofa Norræna hússins í Reykjavík Starf forstöðumanns Kaffistofu Norræna hússins er laust til umsóknar. Æskilegt er, að umsækjendur hafi lokið námi við húsmæðrakennaraskóla eða sambærilega stofn- un. Starfs - og stjórnunarreynsla skilyrði. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst og skal stíla umsóknir til stjórnar Norræna hússins, Norræna húsinu, Reykjavík. Staðan veitist frá 15. september 1982. NORRÆNA HÚSIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.