Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 15>82. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Glslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjórl: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjóri: Krlstinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Tlmans: lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Atli Magnússon, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Frlðrlk Indrlðason, Helður Helgadóttlr.lngólfur Hannes- son (Iþróttlr), Jónas Guðmundsson, Kristin Uelfsdóttlr, Slgurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Águstsson, Elln Ellertsdóttlr. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og augiýslngar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýsingastml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 120.00. Setning: Tœknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Ríkisstjórnin þarf ad sýna manndóm ■ Austri birtir 16. þ.m. grein eftir Tómas Árnason viðskiptaráðherra, þar sem rætt er um stöðu efnahagsmála. í greininni segir m.a. á þessa leið: „Ríkisstjórnin setti sér það mark í janúar sl. að koma verðbólgu niður í 35% frá upphafi til loka ársins. Auðvitað samrýmist það alls ekki þessari stefnu að hækka öll grunnlaun í landinu um 6% 1. júlí. Ríkisstjórnin lék veikan biðleik í þessum málum með niðurgreiðslum á búvörur, lækkun tolla og sparnaði í ríkisrekstri. En hét því að stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hagsmuna- aðila atvinnulífsins um viðmiðunarkerfi, sem gæti komið í stað núverandi vísitölukerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lífskjara, en væri laust við höfuðókosti þess kerfis, sem nú gildir. Auk þess hét ríkisstjórnin að hefja viðræður við aðila að verðmyndunarkerfi sjávarútvegs og landbúnaðar um breytingar á skipan þeirra mála, sem stuðlað gætu að hjöðnun verðbólgu, en tryggt afkomu í þessum greinum. Frá því ríkisstjórnin var með þessar ráðagerðir hefir skjótt skipazt veður í lofti. í stað þess að þjóðartekjur hafa yfirleitt verið vaxandi um langan tíma hefir aflabrestur og treg sala afurða valdið straumhvörfum. Nú er skyndilega spáð 3-6% samdrætti í þjóðarfram- leiðslu. Hvernig er hægt að hækka launakjör um 6%, þegar þjóðartekjur dragast saman um allt að 6%? Spyr sá, er ekki veit. Auðvitað er þetta ekki hægt og það vita menn. Niðurstaða þessa dæmis. eru fleiri, verðminni krónur í launaumslagið og afleiðingin er aukin verðbólga og ótryggari atvinna. Pá er nú einnig spáð neikvæðum viðskiptum við útlönd, sem nemi 8-9% af þjóðartekjum á þessu ári. Þetta nálgast ástandið 1974 og 1975, en þau ár voru viðskipti neikvæð um 11% hvort ár. Hér er um mjög alvaríega þróun að ræða, sem verður að stöðva. Það er ljóst, að ríkisstjórnin þarf að sýna manndóm í þessum málum og gera ráðstafanir í efnahagsmálum, sem hægja á verðbólgu, treysta viðskiptin út á við og tryggja viðunandi afkomu atvinnuveganna, en leggja jafnframt áherzlu á að verja kaupmátt þeirra, sem erfiðast eiga um afkomu. í samræmi við þessi markmið þarf að gera efnahagsáætlun a.m.k. fram á haust 1983. Kjarni hennar verður að vera ný viðmiðun í okkar hagkerfi, þar sem gripið er inn í hömlulausan víxlgang kaupgjalds og verðlags.“ Greininni lýkur Tómas Árnason með þessum orðum: „Við búum við mikla erfiðleika í efnahags- og atvinnumálum. Heildarútflutningur sjávarafurða hef- ur dregizt saman um tæp 20% fyrstu fimm mánuði ársins. Við sitjum uppi með mjög mikið magn af skreið, sem þó vonandi selst síðar á árinu. Erlendir kjötmarkaðir eru lokaðir og því offramleiðsla á kjöti. Iðnaðurinn býr við óhagstæða gengisþróun, þjóðar- tekjur dragast saman. Framsóknarflokkurinn vill gera efnahagsáætlun a.m.k. til haustsins 1983. Með þeim hætti að líta raunsætt á staðreyndir efnahagsmálanna og haga aðgerðum í samræmi við það. Æskilegast væri að fá sem almennasta samstöðu um aðgerðir. íslendingar eiga vissulega mikla framtíð og standa betur að vígi en nokkru sinni fyrr til að mæta erfiðleikunum. Hér þarf öflugar og markvissar aðgerðir til þess að ná jafnvægi og styrkri stjórn efnahags- og atvinnumála.“ Þ.Þ. menningarmál ■ Þegar menn tala um skilningarvit, eiga þeir oftast við þessi venjulegu, sjón heym, o.s.frv. Og þessum skilningarvit- um treysta menn yfirleitt og segja, ég sá það með minum eigin augum, ég heyrði það sjálfur, eða ég er nú ekki tilfinningalaus. Að vísu era til ýms orðatæki, þar sem skilningarvitunum, hinum viðurkenndu, er vantreyst: Betur sjá augu en auga, Heyrðist mér rétt?, að ekki sé nú talað um þetta fræga: Mér fannst ég finna til, P ~ Lyg* er lygi, jafhvel þótt hún sé Ijósmynduð, sagði frægur stjóramálamaður. I sjálfur sér er þetta ekki flókinn smiðisgripur, en gætir þú smíðað þennan hlut? Að trúa sfnurr eigin augum -erþaðóhættl en þessi eina setning, varð til þess að eitt efnilegasta skáld okkar, lagði skáldskap- inn á hilluna. Sjónin Margir telja að sjónin sé það skilningarvit, er við treystum mest á í daglega lifinu og að það sé áhrifamesti fjölmiðill líkamans. Frá augunum fær heilinn með öðrum fleiri upplýsingar en frá öðrum skynfærum. En hversu örugg eru augun. Um það má nú deila, en þó eru „sjónarvottar" yfirleitt taldir hin áreiðanlegasta heimild, til dæmis i lögreglumálum og þegar eitthvað dular- fullt er talið hafa átt sér stað. Sjónarvottar sjá fljúgandi diska, sjá glæpamenn á óhentugum tíma fyrir þá o.s.frv. Enginn efast um heiðarleika sjónar- votta, en þó hefur það skeð oftar en tvisvar, að augunum er ekki alltaf treystandi. í einföldu máli þá starfar augað þannig, að það tekur stöðugt á móti ljósmerkjum og breytir þeim í rafbylgj- ur, sem berast heilanum og þannig er ljósinu breytt í rafmagnsmál, sem heilinn, eða við skiljum. Ljósið skellur stöðugt á augunum og með rafmagni er þvi breytt i það sem fyrir augun ber, þótt það sem við sjáum sé í fjarlægð. En hversu áreiðanlegt er þetta. Um það má deila. Ljósið er að vísu fljótt í förum, en ljóshraðinn er um 300.000 km á sekúndu. Fjarlægð til sólar er á hinn bóginn um 149.6 milljón kílómetrar, þannig að það tekur ljósið um það bil 8 mínútur að berast til augans. Þeir sem horfa á sólarlagið, sólina hverfa undir sjóndeild- arhringinn, sjá hana því í raun og veru ekki ganga undir, hún er löngu horfin undir sjóndeildarhringinn, þegar við sjáum hana gjöra það 8 mínútum eftir 'að það skeði. Er þetta aðeins eitt dæmi um, að augað er ekki óskeikult, en fleiri má nefna. Sjónhverfmgarmenn byggja t.d. oft töfrabrögð sín á sjónfræði, eða takmörkunum á sjón. Og margt sem fyrir augun getur borið, er ofar okkar skilningi. (sjá mynd af mönnum og trégrind) Ymsir myndlistarmenn, t.d. Hollend- ingurinn Maurits Escher, en grafik- myndir hans voru nýverið kynntar á íslandi, varði mestum hluta ævi sinnar við að teikna byggingar og umhverfi, þar sem náttúrulögmálin virtust ekki lengur vera í gildi. Pappírshringirnir tveir Svo virðist sem heilinn taki við ljósgeislunum og „tölvuvinni“ síðan upplýsingarnar frá augunum, þannig að það sem við sjáum komi heim og saman við lögmálið. Er við horfum t.d. á teikningu, sem gengur í berhögg við almenna skynsemi og smíðar, t.d. eins og þrihyminginn, sem hér er sýndur. (sjá mynd). Augað heldur áfram að safna upplýsingum, en heilinn botnar ekki neitt í neinu. Gott dæmi um sjónskynið er Moebius- ræman. Maður býr til pappírsrenning ca. 30 cm langan og 3 sentimetra breiðan. Snýr siðan upp á hann einu sinni (180°) og límir siðan endana saman þannig að renningurinn myndi hring með snúningi á. Siðan er að klippa renninginn í tvennt eftir endilöngu, Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík: Mikil eftirspurn eftir miðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.