Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982. á hestaslóðumj flokksstarf /v' • - 1 ] grap «r l#£LT''>! í-í i ■' ’ 'ív 1>V' 11111» v'v;"íi-. •■>,, •'■' ; , ,,. -r' ’ - ■ Ungir keppendur á móti i Faxaburg. Stórmót ■ Stórmót hestamanna í Borgar- firði verður haldið um Verslunar- mannahelgina. Að því standa hesta- mannafélögin Faxi í Borgarfirði og Dreyri á Akranesi og í Suður - Borgarfirði. Mótsstaðurinn verður Faxaborg, sem er, eins og flestir hestamenn vita, við ármót Hvitár og Norðurár. Á undanförnum árum hefur verið fastur liður í mótahaldi hestamanna að haldið er stórt mót á Vindheima- melum í Skagafirði um Verslunar- mannahelgina. Nú er nýlokið lands- móti á Vindheimamelum og því munu Skagfirðingar ekki halda hið hefbundna mót um Vcrslunarmanna- helgina. Þess vegna gripa Borgfirð- ingar nú tækifærið. Að sögn Skúla Kristjónssonar, formanns Faxa, á nú að gera tilraun til að halda stórt mót í Borgarfirðinum og ef vel tekst gæti það orðið liður i þeirri stefnu að halda færri mót en stærri. Fyrir mótið verður verulega bætt aðstaða á tjaldsvæðum með stór- bættri hreinlætisaðstöðu o.fl. Þá hefur einnig verið samið um land til að bæta verulega haga fyrir ferða- hesta og er sú aðstaða nú orðin ágæt. Þess má svo geta að i næsta nágrenni við mótssvæðið er Hvítárvalla- skálinn, þar sem er ágæt matvöru- verslun, auk almennrar ferðamanna- þjónustu. Á sjálfu mótssvæðinu verða einnig seldar veitingar. Á mótinu verður keppt í öllum sömu greinum og á landsmótinu, nema þar verður ekki neitt EM-mót. í kappreiðum verður keppt á 800 m vegalengd en ekki 300 m, eins og á landsmótinu. Framkvæmdarstjóri mótsins verð- ur Sigurður Jóhannsson á Kálfalæk. Þess má geta að mótið stendur í tvo daga, laugardag og sunnudag og á laugardagskvöld verða dansleikir víða um Borgarfjarðarhérað. SV „Revlon Open” á Fáksvelli ■ Opið mót í hestaiþróttum verður háð á Fáksvellinum i Viðidal, laugardaginn 24. júli. Að mótinu standa Hestamannafélögin Hörður í Mosfellssveit og Fákur í Reykjavik. Keppt verður í fjórgangi, fimm- gangi, tölti, gæðingaskeiði og ung- lingatölti, Aliir bestu kappar landsins mæta, og er ekki að efa að hart verður barist i öllum greinum, enda bæði hestar og m cnn i toppþjálfun eftir landsmótið. Mót þetta verður vænt- anlega góð efing fyrir íslandsmótið, sem haldið verður seinna í þessum mánuði. Nú gefst áhugafólki um hesta og hestaíþróttir, tækifæri á að sjá úrvals hesta í keppni, og verður aðgangs- eyri mjög i hóf stillt. Mót þetta ber yfirskriftina „REVLON OPEN“, en íslenzk - Ameriska verzlunarfélagið h/f., sem er m.a. umboðsaðili fyrir Revlon snyrtivörur gefur öll verðlaun. Skráning fer fram hjá Guðmundi Jónssyni í síma 75829, og hjá Ólafi Péturssyni i síma 35514, fyrir miðvikudaginn 21. júlí. Hestamót Snæfellings ■ Hestamót Snæfellings verður háð á Kaldármelum 24. júlí og hefst með gæðingakeppni föstudaginn 23. júli kl. 16. Þá fer einnig fram unglingakeppni. Á laugardag hefst mótið kl. 16. Þá fer einnig fram unglingakeppni. Á laugardag hefst mótið kl. 16.30 með keppni í hefðbundnum kappreiðum og öll styttri hlaup fara fram á nýrri braut. Þátttaka tilkynnist i síma 93-8252 eða 93-6730. Skráningu lýkur miðviku- daginn 21. júlí. Önnur mót um næstu helgi ■ Auk þeirra móta sem sagt er frá hér að frarnan, má nefna þrjú önnur, sem öll verða um næstu helgi. Eitt er hið hefðbundna mót félaganna við Eyjafjörð, sem vérður haldið á Melgerðismelum, að vanda. Það eru félögin Léttir, Funi og Þráinn, sem að mótinu standa. Þetta er tveggja daga mót og þar verður. jbæði gæðingakeppni og kappreiðar. Annað er sameiginlegt mót Blakks í Strandasýslu og Kinnskæs i A-Barðastrandarsýslu. Þetta mót er sögulegt að þvi leyti að nú verður tekinn i notkun nýr keppnisvöllur i eigu Kinnskæs. Kinnskær er orðið nokkur gamalt félag, en starf þess lá niðri um langt árabil, að mestu, en félagið var þó ekki lagt formlega niður. Nú hefur hestamönnum fjölg- að þar vestra, eins og viðast, og félagið hefur vaknað til lífsins á ný, öllum til ánægju. Þriðja mótið er Vinamót Gnýfara, Glæsis og Fljótamanna, haldið á Ólafsfirði. sv Sigurjón Valdimarsson, blaðamaður skrifar stll Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna I Reykjavík verður farin sunnudaginn 25. júlí n.k. Lagt verður af stað frá Rauðarárstíg 18 kl. 8 um morguninn. Ekið verður inn að Veiðivötnum og áð hjá skála Ferðafélags íslands við Tjaldvatn. Að Stöng í Þjórsárdal mun Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins flytja ávarp. Fararstjóri verður Þórunn Þórðardóttir. Pantið miða sem fyrst í síma 24480 eða á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstíg 18. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-19 þessa viku. Stjórnlrnar. Sunnlendingar Þeir, sem vilja taka þátt I sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavlk, sunnudaginn 25. júlf n.k., geta sleglst I förlna, þar sem stansað verður á leiðinni I Hveragerði, á Selfossi og við Skelðavegamótin. Vinsamlegast athugið, að lagt verður af stað frá Eden í Hveragerði kl. 8.45 og frá Fossnesti á Selfossi kl. 9.10. Hafið sem fyrst samband við skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík, sími 91-24480. Heyvagnar Á tvöföldum 16“ hjólum. Lengd 5-6 metrar. Upplýsingar I síma 91-33700. CAV Startarar Vorum að fá uppgerða CAV startara fyrir: Perklns, G.M.C. Bedford, Leister, L. Rover diesel Ursus dráttarvélar. Gott verð. Fyrri pantanir óskast staðfestar. ÞYRILL S. F. Hverfisgötu 84, 105 Reykjavik. Simi 29080 Laus staða Staða lektors I liffræði f Kennaraháskóla Islands er laus til umsóknar. Lektornum er ætlað að kenna bæði f kjama og valgrein kennaranámsins. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólanámi f uppeldisfræðum er veiti kennsluréttindi f framhaldsskólum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 5, 101 Reykjavík, fyrir 15. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið 15. júll 1982. Kvikmyndir Sími 78900 Pikuskrækir Pussy-Ulk EN OVEREROTISK FILM I VERDENSKLASSE MiSSEN DER SLADREDE Pussy Talk cr mjög djörf og jafnframt . fyndin mynd sem kemur öllum á óvart. Myndin sló öll aðsóknarmet ( Frakklandi og Svíþjóð. Aðalhlutverk: Penclope Lamour NUs Hortas Leikstjóri: Frederk Lansac Stranglega bönnuð böraum innan 16 án. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. FRUMSÝNIR Óskarsverdlaunamyndina Amerískur varúlfur i London (An Amcrican Verewolf in London) Pað má með sanni segja að þctta er mynd f | I algjörum sórflokki, enda gerði JOHN LANDIS I I þcssa mynd, en hann gerði grfnmyndimar | I Kentucky Frled, DelU klíkan, og Blue Brothcrs. Einnig lagði hann mikið við að skrífa handrit að James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk öskarsverðlaun fyrir förðun f marz s.l. Aðalhlutverk: Davld Naagbton, Jenny Agutter og Gríffin Dunne. Sýnd U. 5, 7, 9 og 11. EINNIG FRUMSÝNING A ÚRVALSMYNDINNI: Jarðbúinn (The Earthling) fAirthling, RICKY SCHRODER sýndi það og sannaði I myndinni THE CHAMP og sýnir það cinnig I þcssari mynd, að hann er fremsta bamastjarna 1 á hvlta tjaldinu I dag. - Þctta er mynd sem öll . fjölskyldan man cftir. Aðalhlutverk: WiOiam llolden, Ricky Chroder •og Jack Thompson. Sýrd U. 5, 7, 9 AIRPORT S.O.S. (This is n fiijack) Framið cr flugrán á Boingþotu. I þcssari mynd svlfast ramingjarnir einskis, cins og f hinum tlðu flugránum sem em að ske i heimirum I dag. Aðalhlutverk: Adam Roarke, Neville Brand og Jay Robinson. Synd U. 11 Á föstu (Going Steady) Mytxl um iáninga umkringd Ijómanum af rokkinu sem goyaaði 1950. Frábær mynd fyrir aHa á öium aidri. I Sýnd U. 5J of 11:20. Fram i sviðsljósið (Being There) (4. mánnðnr) Grínmynd I algjörum sérflokki.’ Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk húntvenn öskarsverölaun og var j útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas, Jack ! Warden. tslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. I „Sýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.