Tíminn - 30.07.1982, Page 6
Ragnar Arnalds gerir rád fyrir að Flugleiðum verði veittur styrkur:
„EKKI VÍST AÐ ÖLL UPPHÆÐ-
IN FAlST SEM BEÐIÐ ER UM
77
■ „Úr því að áformað er
að halda þessu Atlants-
hafsflugí áfram geri ég ráð
fyrir að styrkur verði
veittur með svipuðu sniði
og í fyrra,“ sagði Ragnar
Arnalds, fjármálaráð-
herra, þegar Tíminn
spurði hann hvort líklegt
væri að Flugleiðir h/f
fengju umbeðinn 24 mill-
jóna króna styrk frá ríkinu
á þessu ári.
„Hins vegar er engan veginn víst að
félagið fái alla þá upphæð sem beðið er
um. Það þarf að fara ofan í saumana á
þessari beiðni áður en endanleg upphæð
verður ákveðin,“ sagði Ragnar.
Ennfremur sagði hann, að hann
byggist við því að eitthvað yrði togast á
um upphæðina á Alþingi áður en til
afgreiðslu kæmi, líkt og í fyrra.
AÐSTOÐ OG ÞJONUSTA
UMAUTLAND
- Nú stóð rekstur Flugleiða nokkum
veginn í járnum á s.l. ári. Er með
hliðsjón af því ástæða til að veita þennan
styrk?
„Þetta verður í fjárlögunum og ég hef
beðið fulltrúa minn í stjórn Flugleiða,
Rúnar B. Jóhannsson, að kanna þessi
mál gaumgæfilega. Ég reikna með, að
þegar til kemur muni ég beita mér fyrir
því að upphæðin verði lækkuð eins og
mögulegt verður," sagði Ragnar Arn-
alds.
- Sjó.
Tafarlaus
leidrétting á
atkvæðavægi
■ „Bæjarstjórn Seltjarnamess ítrekar
fyrri ályktanir um tafarlausa leiðréttingu
á þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar er
fjalla um atkvæðavægi landsmanna"
segir í ályktun sem samþykkt var á fundi
bæjarstjórnar Seltjarnarness um stjórn-
arskrármál nýlega.
Þar segir ennfremur: „Minnt er á
loforð allra stjómmálaflokkanna um
úrbætur á yfirstandandi kjörtímabili.“
-SVJ
Spítalaskip RK
fyrir sprengju
■ Spítalaskip á vegum Alþjóðarauða-
krossins varð fyrir sprengju þar sem það
lá í höfninni í Jounieh, borg skammt
norðan við Beirút í Líbanon. Einn
skipverji fórst og margir slösuðust.
Atburður þessi átti sér stað skömmu
eftir að spítalaskipið lagðist að bryggju
í fyr'radag. Þá hafði verið skipað á land
83 lestum af lyfjum og hjúkmnarvömm.
Einnig bráðabirgðaskýli sem ætlað var
fórnarlömbum ófriðarins, slösuðum og
heimilislausum óbreyttum borgumm.
Vegna þessa alvarlega atburðar hefur
Alþjóðarauðikrossinn beint þeim ein-
dregnu tilmælum til stríðsaðila, að þeir
virði merki Rauða krossins og jafnframt
hefur Alþjóðaráðið látið í ljós harm sinn
vegna þess að atvik sem þetta geti átt
sér stað. Alþjóðanefnd Rauða Kross
íslands tekur undir tilmæli Alþjóðaráðs-
ins í Genf og hvetur stríðsaðila í
Líbanon til þess að fara í einu og öllu
eftir alþjóðasamþykktum varðandi
vemd á merki Rauða Krossins. Jafn-
framt ítrekar nefndin fyrri áskoranir
sínar um að ríkisstjórnin beiti sér hið
fyrsta fyrir því að Alþingi samþykki
viðbótarsamkomulag við Genfarsátt-
málanna sem tók gildi 1977 en hefur ekki
enn hlotið staðfestingu íslenskra stjórn-
valda.
- Sjó.
Starfsfólk á bensínafgreiðslum Skeljungs
óskar ykkur góðrar og ánægjulegrar ferðar
um Verslunarmannahelgina.
Shellstöðvar um allt land afgreiða bensín, olíur og allar
nauðsynlegar ferða- og bifreiðavörur fyrir þá,
sem ætla að ferðast um helgina.
Lítið við í leiðinni.
______________Góða ferð!______________
Olíufélagið Skeljungur h.f.
Fjölmargt fleira en bensín
Útkomu
tölvubladsins
seinkar
■ Útkoma fyrsta tölublaðs Tölvu-
blaðsins, sem átti að koma út um síðustu
mánaðamót hefur tafist, en blaðið er
gefið út af Tölvuútgáfunni.
Fyrsta blaðið mun komast í prentun
3. ágúst n.k., að sögn Helga Amar
Viggóssonar, framkvæmdastjóra útgáf-
unnar. Blaðinu er ætlað að fjalla vítt og
breitt um tölvutæknina, og verður
sérstök áhersla lögð á fræðslugreinar
fyrir byrjendur á tölvusviðinu.
Fyrirhugað er að kynna blaðið á
sýningunni Heimilið og fjölskyldan ’82,
sem hefst í Laugardalshöllinni 20. ágúst,
en einnig er hægt að fá upplýsingar um
það í síma Tölvuútgáfunnar h/f.
-SVJ