Tíminn - 30.07.1982, Page 7
FÓSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982
erlent yfirlit
■ BERSÝNILEGA hefur náðst sam-
komulag um það milli páfastólsins og
ríkisstjórnar Póllands, að Jóhannes páfi
hætti við heimsókn sína til Póllands 26.
ágúst, en þá hefjast í borginni Czestoc-
howa mikil trúarleg hátíðahöld í tilefni
af 600 ára afmæli helgigrips, sem talinn
er hinn mikilvægasti í Póllandi.
Jóhannes páfi hafði lagt verulega
áherzlu á, að hann væri meðal landa
sinna í upphafi hátíðahaldanna. Þá er
talið, að Bandaríkjastjórn og fleiri
vestrænar ríkisstjórir hafi hvatt hann til
þess.
Pólska stjórnin mun hins vegar hafa
óttazt, að koma Jóhannesar páfa til
Póllands um þessar mundir myndi verða
notuð af andstæðingum hennar til að
sýna ýms andúðarmerki, jafnvel í
stórum stfl. Þá er talið, að stjórn
Sovétríkjanna hafi lagzt eindregið gegn
því, að páfinn kæmi til Póllands, eins og
ástatt er.
Bæði pólski utanríkisráðherrann og
Józef Glemp erkibiskup ræddu við páfa
áður en það var endanlega ákveðið, að
hann hætti við Póllandsför sína í næsta
mánuði.
Páfinn hefur látið í ljós, að hann sé
þó ekki hættur við að heimsækja
■ Brésnjef og Jaruzelski.
HÆGT MIÐAR
í PÓLLANDI
Haldið áfram viðræðum við kirkjuna
Pólland, heldur sé hér um frestun að
ræða.
Jaruzelski hershöfðingi, sem nú má
heita einræðisherra Póllands, hefur
tekið undir þetta og gefið til kynna, að
páfinn muni koma til Póllands áður en
umræddum hátíðahöldum lýkur, en þau
eiga að standa í eitt ár.
FLEIRA en samkomulagið um frest-
un á Póllandsferð Jóhannesar páfa þykir
benda til þess, að bak við tjöldin fari
fram viðræður milli leiðtoga kirkjunnar
og ríkisvaldsins um að færa stjórnarfarið
í það horf, að hægt sé að aflétta
herlögunum og leyfa að nýju starfsemi
óháðra verkalýðsfélaga, en þó með
öðrum hætti en áður.
í sambandi við þjóðhátíðardag Pól-
verja, 22. þ.m., voru tilkynntar ýmsar
slakanir á herlögunum, t.d. leyfð að
nýju símtöl við útlönd. Þá voru látnir
lausir um 1200 af forustumönnum
Samstöðu, sem hnepptir voru í varð-
hald, þegar herlög voru sett í desember.
Mönnum þessum var sleppt, án þess að
mál væru höfðuð gegn þeim.
Tilkynnt hefur verið, að um 600
forustumenn Samstöðu séu enn í haldi,
en gefið í skyn, að þeim verði sleppt
fljótlega.
Meðal þessara manna er Lech
Walesa, en hann hefur verið fyrir
nokkru fluttur frá Varsjársvæðinu og
mun vera í opinberum bústað skammt
frá rússnesku landamærunum. Þessi bú-
staður mun einkum ætlaður opinberum
gestum, sem boðið er á dýraveiðar.
Frétzt hefur, að fjölskylda Walesa hafi
dvalið þar hjá honum undanfarnar
vikur.
í ræðu, sem Jaruzelski hélt nýlega í
pólska þinginu, taldi hann ekki mögu-
legt, að aflétta herlögunum að sinni, en
stefnt yrði að því að gera það smátt og
smátt og til fulls fyrir næstu áramót, ef
ekkert kæmi fyrir, sem hindraði það.
Þá hélt Rakowski varaforsætisráð-
herra einnig ræðu, þar sem hann ræddi
m.a. um endurreisn óháðra verkalýðs-
samtaka, sem myndu þó verða með
talsvert öðrum hætti en Samstaða.
Viðræður fulltrúa stjórnarinnar og
kirkjunnar eru taldar snúast um það
m.a. hvernig slíkum verkalýðssamtök-
um yrði háttað. Þeir leiðtogar Sam-
stöðu, sem fara huldu höfði, eru taldir
tvískiptir í afstöðunni til þessa máls.
Sumir vilja taka upp samninga við
stjórnarvöldin í samráði við kirkjuna, en
aðrir vilja efna til harðrar mótspyrnu og
helzt reyna að koma á allsherjarverkfalli
áður en langur tími líður.
Áður en þingið kom saman, þar sem
Jaruzelski og Rakowski héldu ræður
sínar, var haldinn fundur í miðstjórn
Kommúnistaflokksins. Þar voru gerðar
nokkrar breytingar á stjórn hans, sem
þykja styrkja stöðu Jaruzelskis og
Rakowskis, en sá síðarnefndi hefur
verið talinn leiðtogi frjálslyndari aflanna
í flokknum.
Ein aðalbreytingin var sú, að Stefan
Olszowski, sem hefur verið talinn leið-
togi harðlínumanna í flokknum, var
látinn hætta sem yfirstjórnandi áróðurs
stjórnarvalda, en í staðinn skipaður
utanríksiráðherra, en sú staða þykir
áhrifaminni en sú, sem hann gegndi
áður, því að hann réði þá mestu um
málflutning blaða og annarra fjölmiðla.
Olszowski var utanríkisráðherra á árun-
um 1972-1976.
ÞÆR breytingar, sem hér hafa verið
raktar, þykja benda til þess, að
Jaruzelski hafi fullan hug á að færa
stjórnarhætti aftur í frjálsara horf og
fella herlögin úr gildi. Þetta muni hins
vegar reynast hægara sagt en gert.
Sennilega er það rétt, sem ýmsir
fréttaskýrendur halda fram, að Jaru-
zelski sé ekkert hrifinn af því hlutverki,
sem hann þarf nú að gegna. Hann hafi
verið þvingaður til þess, af tveimur
ólíkum öflum eða annars vegar Rússum,
sem ógnuðu með innrás, og hins vegar
róttækum Samstöðumönnum, sem raun-
ar voru búnir að taka völdin af Walesa
oghugðust knýjafram stjómarbyltingu.
Það gerir Jaruzelski erfiðara fyrir, að
illa gengur að endurreisa efnahagslífið.
Efnahagsástandið hefur að sumu leyti
versnað frá því, sem áður var. Refsiað-
gerðir þær, sem vestræn ríki hafa gripið
til, eiga sinn þátt í því.
Margir vestrænir fréttaskýrendur telja
refsiaðgerðirnar vera mjög hæpnar. Þær
geri ekki aðeins Jaruzelski erfiðara fyrir
að færa stjómarhættina í frjálslegra
horf, heldur neyði þær hann til aukins
samstarfs við Sovétríkin. Jafnframt sé
hægt að kenna vesturveldunum um
erfiðleikana, sem annars myndu skrifast
meira og augljóslegar á reikning stjórn-
arvaldanna.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
SINDY
Póstsendum.
w W
LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0
AUSTURSTRÆTI 8 - SÍM113707
AH R heybindivélar
HD-460 x Mikil afköst x Vökvalyft sópvinda
breidd 1,80 m. verð aðeins 85.360.00
Greiðsluskilmálar.
pÓR F ÁRMÚLA11
fo«wui>
l4p^
brautir og!
M Ármúla 32
Iww Sími 8660:
VERSLUN - SAUMASTOFA - \TiRSLUN
Einfaldar, Ivöfaldar og þrefaltlar
gardínuhrautir.
Mikið úrval af
eldhúsgardínum og
gardinuefni, ni.a.:
Velúr, damask o.m.fl.
Allar sniavörur fyrir gluggann.
Gormar. hringir. hjól. skrúfiir o.m.fl.
Tökuin mál, sctjiim upp og sauimim.
Sendum um allt land.
gajp
go-jo sápan leysir upp
alls kynsóhreinindi
go-jo er fljótandi sápa
í þægilegum skammtara
go-jo inniheldur
handáburð.
BENSINSTOÐVAR
SKELJUNGS