Tíminn - 30.07.1982, Síða 9
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982
„Þetta selafár sem nú hefur gripið
nokkra menn er hreint frumhlaup að
selnum - æðisgengin vitleysa - meðan
ekki liggja fyrir öruggari sannanir um
skaðsemi hans en nú eru fyrir hendi. Og
viðskilnaður selamorðingjanna við bráð
sína, sem til sýnis hefur verið í blöðum,
fyrir neðan allar hellur“
og eyjabyggðin hélst nokkum veginn
óskert, kom ekki ósjaldan fyrir, þegar
eyjarnar voru „hreinsaðar" á vorin,
að gengið væri fram á beinagrindur úr
sel við flæðarmál, og „vargurinn" hreins-
að svo vandlega, að betur hefði
það ekki verið gert af fagmönnum um
þessar mundir. En aldrei minnist ég
þess, að einn einasti fugl lægi dauður
við beinagrindumar eða í nágrenni
þeirra, hafa selirnir þó fráleitt verið
spiklausir þegar þeir hrepptu sinn
aldurtila.
Þetta er ekki sagt í þeim tilgangi að
taka undir málstað selamorðingjanna,
síður en svo. - Selnum fylgir líf
og fjör, og prýði er að honum við
landsteina þar sem hann er. - Nógur
mun dauðinn við útkjálka og af-
skekktustu byggðir landsins, þótt nokk-
ur hjón sela fái að njóta þar náttúrunnar
í friði.
Þetta selafár sem nú hefur gripið
nokkra menn, er hreint frumhlaup að
selnum - æðisgengin vitleysa - meðan
ekki liggja fyrir öruggari sannanir um
skaðsemi hans en nú eru fyrir hendi.
Og viðskilnaður selamorðingjanna við
bráð sína, sem til sýnis hefur verið
í blöðum, fyrir neðan allar hellur.
Menn sem gera sig bera að slíkum
sóðaskap og siðleysi á tvímælalaust að
svipta byssuleyfi. Ég efast um, að
slíkur ruddaskapur eigi sér stað meðal
hvítra veiðimanna í heiminum um
þessar mundir. - Séu ekki fyrir hendi
lög sem banna slíkt, verður að gefa
út bráðabirgðalög til að stöðva ósómann.
Bergsvcinn Skúlason.
SiSiS
■
ef til vill frumlegustu munirnir á
sýningunni, hvað efni við kemur.
Lítið er um tálgaðan stein hér, þótt
margar bergtegundir sé unnt að tálga.
Væri það vel þess virði fyrir þá, sem
vinna að smíði kjörgripa, að kanna
svona stein ofurlítið nánar.
Ekki er sagt frá því hvar Eymundur
fékk sinn tálgustein, en Grænlendingar
ganga að slíkum steini á ákveðnum
stöðum í sínu landi og hafa gjört um
aldir. Úr tálgusteini smíðuðu þeir áhöld
og muni til að gleðja augað.
Þá er aðeins ótalið heimasmíðað
reiðhjól Sigurðar Filippussonar, Hóla-
brekku 2, sem er geysi mikið fjölmúla-
vfl, traust, þungt, en án efa þægilegt.
Það er með gírum, og fjaðrar á gormum
að framan og aftan. Ekki veit ég hvert
Sigurður sækir fyrirmyndina að reiðhjóli
sínu, en það er ekki á allra færi að smíða
siíkan grip.
Þar með er upp talið það, sem sýnt er
af bjargráðum íslenskra hagleiksmanna;
þeirri handmennt, er maður óttast að sé
að víkja fyrir nýjum siðum. Sérhæfíngin
hefur kosti, en úrræðaleysi manna er oft
skelfilegt þegar að handmenntum kem-
ur. Um það getur undirritaður vitnað og
tekið sig sjálfan sem dæmi.
Jónas Guðmundsson
9
samvinnuþættir
Suðureyri.
HLUTDRÆGNI
■ Alltaf er eitthvað að gerast á
vettvangi daglegs lífs sem vekur athygli
og sem fjölmiðlar taka til meðferðar.
Fyrir nokkrum mánuðum var Suðureyri
á dagskrá. Tilefnið varð að þar vildu
cigendur frystihúss draga sig í hlé frá
erilsömu og erfiðu hlutverki. í heima-
byggðinni var enginn til að hlaupa í
skarðið.
Eftir að menn höfðu skoðað hug sinn
fannst ekki annað ráð vænlegra en að
leita til samvinnusamtakanna um nýja
daglega forystu.
Þess sáust glögg merki að sú þróun
sem þar var á ferðinni var lítt að skapi
Morgunblaðsmanna. Þeir sáu draug í
hverju horni og beint ogóbeint hafa þeir
reynt að draga kjark úr Súgfirðingum og
þeir láta sem ástand í atvinnumálum sé
þar annað og verra en í öðrum
útvegsplássum
Morgunblaðið leggur- sig fram við að
búa til fréttir og koma þeim á framfæri
með stórum fyrirsögnum. Heimamenn í
Súgandafirði hafa að vísu leitast við að
leiðrétta öfugmæli Morgunblaðsins, en
söm cr þess gerð.
Það er að sjálfsögðu öllum Ijóst. að
þess er ekki að vænta, að skyndileg og
vcrsnandi staða sjávarútvegs og frysti-
húsa fari framhjá útgerðarstað og
sjávarþorpi eins og Suðurleyri. Heildar-
staðan og áhrif hinnar neikvæðu svciflu
fer þó mjög eftir þvf, hvernig við er
brugðist.
Samvinnusamtökin komu til liðs við
Súgfirðinga þegar að syrti og til þeirra
var leitað. Aflatregða og fleira hefir að
H vísu truflað atvinnustarfsemi og fram-
leiðslu Vestfirðinga sem annarra lands-
hluta að undanförnu. Þrátt fyrir þetta
hafi frystihús Súgfirðinga framleitt 850
tonn af frystum fiski frá áramótum til
10. júlí. Þar til viðbótar kemur saltfisks-
og skreiðarverkun. Og óhætt er að
fullyrða að það er enginn uppgjafarblær
yfir daglegu lífi á þessum slóðum. Þar
er unnið að framleiðslustörfum þrátt
fyrir yfirstandandi erfiðleika og tekist
hefir að treysta atvinnugrundvöll byggð-
arlagsins án þess að til stöðvunar kæmi
I þegar einkaaðilar þeir sem borið höfuðu
uppi starfsemina á undangengnum árum
| ákváðu að draga sig í hlé.
Ekki þarf langt að leita að frekara
I fréttabrengli Morgunblaðsins. Undan-
farna mánuði hefir verið tekist á um það,
hvaða launakjör landsmenn skuli búa
við. Annarsvegar hafa staðið samtök
daglaunamanna, sem einna lægst eru
launaðir, en hinu megin viðsemjendur
þeirra þ.e. Vinnuveitendasambandið
] og félagssamtök samvinnumanna. Lengi
I vel gekk hvorki né rak. Ljóst varð að
I samtök heildsalanna og annarra atvinnu-
I rekenda og samvimlumenn áttu ekki
samleið. Þegar það kom fram fóru I
Vinnuveitendasamtökin nánast í fýlu. I
Þau neituðu að anda að sér sama lofti I
og samningamenn samvinnufélaganna. I
Framvinda mála varð hinsvcgar sú, að I
samtök samvinnumanna brutu skarð í I
múrinn og opnuðu leið til viðhlítandi I
sáttagerðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn I
sem þannig tekst til. Vinnumálasam-1
band samvinnufélaganna hefir oftar átt [
hlut að því að brúa bil milli stríðandi I
afla. Fréttir af slíku tagi eru hinsvegar I
ekki í hávegum hafðar í herbúðum [
Morgunblaðsins- og er á síðum þess
ætlað lítið rúm ef þeirra er þá að nokkru |
getið.
Þessa dagana gefur að líta nýtt dæmi
sama eðlis. Morgunblaðsmenn segja að
SÍS sé með eignarhlut sínum í flugfélag- [
inu Arnarflug og afskiptum sínum af
flugmálum að seilast til áhrifa og valda [
á þessu sviði og að afskipti þess hafi |
veruleg áhrif á rekstur Flugleiða.
Hér er vissulega frjálslega farið með |
staðreyndir. Samvinnufyrirtæki eiea |
nokkur hlutabréf í Arnarflugé Aðild
þeirra er sem næst 15%. hlutafjár. Allir |
sem til hlutafélaga þekkja vita að slíkur
minnihlutaaðili ræður almennt ekki [
stefnumörkun eða ákvörðunum.
Sama máli gegnir um Flugleiðir. I
Samvinnusamtökin lögðu að vísu fram
nokkurt hlutafé á sínum tíma og eiga
smáhlut í því félagi. Sá þáttur er þó svo
óverulegur, að Sambandið getur ekki
talið sér til tekna það sent það félag hefir
vcl gert og ekki ber það ábyrgð á því
sem farið hefir þar úr skorðum.
Einn af núverandi stjórnarmönnum I
Flugleiða gerði á næst seinasta aðalfundi
félagsins harða hríð að forráðamönnum
þessa félags sem cr einna stærst í sniðinu
með ríkisábyrgðir, rekstrarhalla og
skuldir allra íslenskra fyrirtækja. Öll
kann sú ádcila að hafa verið réttmæt og |
hún vakti athygli fundarmanna, en
Morgunblaðið fór léttum höndum um
þessa frétt. Óhætt mun að fullyrða að
annað letur hefði verið notað og annar
tónn viðhafður ef samvinnufyrirtæki
hcfði átt hlut að máli. Og þessa dagana
vekur það athygli, að enn á ný biður
þetta græna tré einkarckstursmanna um
hjálp og eftirgjöf gjalda sem einfaldlega
þýðir það, að hinn almenni skattborgari [
verður að bæta við útgjöld sín samsvar-
andi upphæð.
Þegar sæmilega heftr árað fyrir [
Flugleiðir hafa Morgunblaðsmenn ekki
legið á liði sínu við að koma fréttum af |
velgengni þess til almennings. Þá hefir [
einkaframtaki og yfirburðum þess verið
sungið lof og dýrð. En þegar á móti blæs
er hofmóðurinn heldur minni. Þá biðja
furstar einkarekstursins um ríkishjálp
og ríkisaðstoð.
Hjörtur Hjartar
skrifar