Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 21 á bókamarkaði 5PITAPH OF A SMALL WINNER ACKNCWUiVTíí:: MASlMMCÍf rx* G«Art>J > HAÍUUN *W <>Nf 0» *•** MM (WUtnM -*)»»*> I* »»vOí*H DU«4*<m 4xId*p«* M»fw /.ACHADODFAW Machado de Assis: Epitaph of a Small Winter Avon / Bard 1980 ■ Machado de Assis var Brasilíumað- ur, fæddur 1839, sem hóf rithöfunda- feril sinn á nokkrum hefðbundnum, rómantískum bókum en árið 1879 varð hann fyrir því áfalli að missa heilsuna sem virtist skerpa vitund hans verulega og á tuttugu árum gaf hann út þrjár skáldsögur sem allar þykja með hinum bestu sem skrifaðar voru í Suður- Ameríku á þessum tíma. Þar á meðal er þessi. Söguhetjan er kaldhæðinn draugur sem rifjar upp ævi sína, hrekkjabrögð, kvennafar og persónu- lega bömmera, og kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé, þrátt fyrir allt, enn fremri samtíðar mönnum sínum. Lýsing De Assis er býsna litrík og skemmtileg, þó hún sé mótuð af bölsýni höfundarins - hún er þrungin ljóðrænni spennu, eins og það heitir, en um leið sálfræðilega raunsæ. De Assis, sem lést árið 1908, þykir enn eiga mikið erindi til nútímamanna enda túlkar hann í verkum sínum sálarkreppu einstaklings sem þykir svipa mikið til vandræðanna sem nú steðja að okkur öllum saman...! Norman Mailer: The Short Fiction Pinnacle Books 1981 ■ Fyrir hvað er Norman Mailer frægastur? Ætli það sé ekki fyrir kjaftinn á sér? En bækur hans þykja líka nokkurs virði, sumar hverjar, þá ekki síst hin geysilanga króníka hans um Gary Gilmore, Söngur böðulsins. En hér sjáum við Mailer á styttri sprettum, í þessa bók hefur verið safnað saman smásögum, ýmiss konar skissum og þáttum og greinum og verður nú að segjast eins og er að víða fer póstmaðurinn á kostum. Stíll hans nýtur sín vel í stuttum sögum þar sem lengdin verður ekki til að þreyta óþolinmóðan lesanda og hamslaus krafturinn verður heldur ekki yfirþyrm- andi. Annars bregður Mailer sér í ýmissa kvikinda líki og fjallar um ólíklegustu mál, eins og hans er von og vísa - um hetjuskap hermanna, hug- leysi, samvisku listamannsins, sam- skipti kynjanna. Og kannski kemur sexið seinna - það er hér. Mailer sjálfur ritar formála að bókinni og er hann bara skemmtilegur. f«.ubcr*nl besteeilinc 4 UUcr-4U»y cnnquisUdor in thc dsys of tlu* ruWn-r biH>m THEEMPEJOŒTHE AMA2ÖN MárcioScxiza The Screens Jean Genet “An unpuu'toc*1 theatricai Irtumph, on* o» the majo» -íchtevemenls oi th« French Theeter since WorM W»r II." Márcio Souca: The Emperor of the Amazon Abacus 1982 ■ Þótt kunnustu rithöfundar latnesku Ameríku séu flestir spænskumælandi ber æ meira á Brasilíumönnum, sem skrifa eins og allir vita á portúgölsku. Fremstur í flokki þeirra nú er Márcio Souza en hann þykir verðugur arftaki Machado de Assis sem sagt er frá hér við hliðina á. Souza er ungur ennþá, fæddur 1946 og er þetta fyrsta skáldsaga hans, kom út 1977, en annars er hann einnig kunnur fyrir kvikmyndir. Bókin gerist á 19. öld og segir frá Dom Luis Galvez, blaðamanni sem örlögin hrinda út í óvænt ævintýri. Hann grípur gæsina og í frumskógum Amazon hefst furðulegur ferill hans sem keisara... Sagan er sögð af miklu fjöri og krafti, hún er oft á tíðum stórkostlega fyndin og skemmtileg, án þess að höfundurinn skjóti nokkurs staðar yfir markið. Lesið bókina. Það er sýnilega engin ástæða til að óttast að þurrð verði í bráð á snilldarlegum skáldsögum frá Suður- Ameríku. Jcan Genet: The Screens Grove Press 1980 ■ Þetta fjórða leikrit Genets var frumsýnt árið 1962 og síðan hefur hann þagað þunnu hljóði, nema öðru hvoru gefið út pólitískar yfirlýsingar alla vega. Þetta leikrit er ekkert smáfyrirtæki, það þarf að flytja á risastóru útileiksviði og persónur eru hvorki fleiri né færri en níutíuogátta talsins - að vísu gert ráð fyrir að hver leikari fari með svona fimm sex rullur. Á yfirborðinu fjallar leikurinn um hið umdeilda stríð Frakka í Alsír og Genet varpar ótal pólitískum ágreiningsefnum í andlit áhorfenda, en um leið kafar hann dýpra, inn í sjálft ríki dauðans. Sýningin á leikritinu þótti alveg meiriháttar upplifelsi fyrir þá sem sáu enda vantar ekki leikrænuna. Hitt er svo annað og alveg óskylt mál að mörgum þykir Genet vera hinn mesti ruglari. Einlægnin verður þó ekki af honum skafin, né ástríðan. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Tekiö skal fram aö hér er um kynningar aö ræöa en öngva ritdóma. Gertjm til boð i að sækja bíta hvert á land sem er. Simi 33700, Reykjavik. VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI Áætlað verð kr. 27.400.— með grindum og baggarennu Globusa RÖKE baggavagninn I I frá WMG/obus? Hentar til flutninga á heyböggum og ýmsum varningi Fjárfesting sem nýtist allt árið .• Tekur heyið beint úr bindivél. • Viðhaldsléttur • Hægt að taka grindurnar af á augabragði. • Opnanlegur afturgafl og hlið. • Rúmar 150 til 170 bagga. LÁGMÚLI 5, SIMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.