Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 24 nútfminni (Jmsjón Friörik Indriöason og Viðar Karlsson THE ALAN PARSONS PROJECT Bairnson (gítar), David Paton (bassi), og Stuart Tosh (trommur). Hann var þó aðeins á þessum tveimur plötum og við sæti hans tók Stuart Elliott sem áður var með Steve Harley í Cockney Rebel og er einnig á nýjustu plötu Björgvins Halldórssonar, Á hverju kvöldi. Söngv- arar eru eins og áður ýmsir s.s. Steve Harley, Allan Clarke og í fyrsta en ekki síðasta skipti á prójektsplötu uppáhalds- söngvari Parsons Lenny Zakatek söngv- ari hljómsveitarinnar Gonzales. I Robot er léttari plata heldur en Tales... og sem betur fer ekki eins mikið um ofhlaðna strengi og kóra. Þetta var fyrsta plata þeirra sem sló verulega í gegn. Stöðnun Strax í upphafi tók að gæta svolítillar stöðnunar í tónlist prójektsins. Gæti það stafað af því t.d. að alltaf eru sömu hljóðfæraleikarar notaðir en sennilegra er þó um hugmyndaleysi að ræða. Breiðskífan Pyramid kom út 1978. Hún er samfellt verk cins'og fyrri og reyndar síðari breiðskífurnar og fjallar um eins og nafnið bendir til pýramídana og alla mystíkina í sambandi við þá. Það má eiginlega segja að hún (þ.e. skífan) sé Iokapunkturinn í þróun prójektsins því næstu skífur þ.e. Eve sem út kom 1979 og fjallar um konur og samskipti þeirra, The Turn Of A Friendly Card sem út kom 1980 og fjallar um leiki, spil og örlögin og svo sú nýjasta Eye In The Sky sem kom á markað nú nýlega, eru allar eins ef svo mætti segja. Nú megið þið ekki taka þessu þannig að þær séu eitthvað slæmar öðru nær. Allt eru þetta að mínu áliti mjög góðar plötur. Það væri þá kannski helst cva. Hún fær nú lang sjaldnast að komast á fóninn. Ekki það að henni líði neitt illa í hillunni við hlið systra sinna. ^ The Turn Of A Friendly Card er stærsta hit prójektsins ef ég má sletta soldið. Það ætti nú að vera í lagi þctta er ekki Mogginn. Hún var í meira en ár á vinsældarlistum og tvær smáskífur af henni Games People Play og Time urðu einnig mjög vinsælar. Nýjasta prójekt platan Eye In The Sky fjallar um þjóðfélag líkt því sem George Orwell skapaði í skáldsögunni 1984. (Meðal annarra orða. Hvernig væri að Sjónvarpið leyfði okkur að sjá þá kvikmynd aftur og endursýndi hana eitthvert laugardagskvöldið.) En platan fjallar ekki eingöngu um þetta því hún kemur einnig inn á drauma, og sálnaflakk og jafnvel fleira. Mér finnst þetta alveg ágætis plata. Hún er frekar róleg og þægileg til hlustunar á síðkvöldum sérstaklega nú þegar rökkr- ið verður dekkra og dekkra með hverju kvöldinu. vika ■ Þið kannist sjálfsagt mörg við The Alan Parsons Project, cigið jafnvel einhverja af þcim sex breiðskífum sem prójektið hefur gcrt. En vitið þið hver þessi Alan Parsons er? Það er kannski ekki eins víst. Það má segja aö ferill þessa Parsons hcfjist árið 1968. Hann vann þá sem aðstoðarupptökumaður í Abbey Road stúdíói Bítlanna og aðstoðaði einmitt við upptökur á samnefndri plötu þeirra. Eftir upplausn þeirra starfaði Parsons með Paul McCartney og Wings og tók t.d. upp plöturnar Wildlife 1971 og Red Rose Speedway 1973. Jafnframt því tók hann upp einar fimm plötur með hljómsvcit- inni Hollies þar með talin hit-lögin The Air That I Breath og Hc Ain’t Hcavy, He’s My Brother. En frægasta plata sem Parsons tók upp er án efa Dark Side Of The Moon með Pink Floyd sem út kom 1973. Fyrir upptökur á hcnni var hann útnefndur til Grammy-verðlauna (Grammy-verðlaun eru nokkurs konar Oskars-vcrðlaun í hljómlistar-bransan- um). Upptökustjórn Eftir gerð Dark Side... ákvað Parsons að snúa sér eingöngu að upptökustjórn og á árunum 1974 til 1976 stjórnaði hann meðal annars upptökum fyrir Cockney Rcbel á plötunum Psychomodo (1974) og The Best Years Of Our Lives (1975) - fyrir Pilot á plötunum From Album Of Same Name (1974) og Second Flight (1975) - fyrir John Miles á plötunni Rebel (1975) - fyrir AI Stcwart á plötunum Modern Times (1975) Year Of The Cat (1976) og Time Passage (1978), og fyrir hljómsveitina Ambrosia á plötunni Somcwhere I've Never T ravelled (1976) en fyrir hana fékk hann aftur útncfningu til Grammy-vcrðlauna þó ekki fengi hann þau heldur í það sinn. Næsta skrcf fyrir Parsons var að sjálfsögðu að reyna sjálfur að gera plötu. Hugmyndin var að vísu komin frá Eric nokkrum Woolfson sem kalla má hinn helminginn af prójektinu. Þeir Parsons og Úlfson kynntust í Abbey Road þar sem Úlfson vann sem upptökustjóri. Hann var einnig lagasmiður og samdi t.d. leiðinlega lagið, sem allir muna sjálfsagt eftir, Kung Fu Fighting, sem söngvarinn Carl Douglas gerði mjög vinsælt árið 1974. Hrollvekja Eiríkur Úlfson hafði í kollinum hugmynd um að gera plötu, sem byggðist á verkum bandaríska (hroll- vekju) rithöfundarins Edgar Allan Poe (1809-1849). Parsons safnaði til þeirra fjölda hljóðfæraleikara og söngvara. Aðal uppistaðan var úr hljómsveitunum Ambrosia og Pilot, en söngvararnir voru t.d. John Miles og Arthur Brown. Einn er þó náungi sem ekki má sleppa þegar rætt er um prójcktið, en það er Andrew Powell, sem sér um strengja- og kórútsetningar og stjórn. Hann er tónlistarmenntaður frá Kings Collegc í Cambridge og hefur unnið með tón- skáldum allt frá Stockhausen, Boulez og Ligeti til Donovans, Leo Sayer, Humble Pie og jafnframt verið á flestum, ef ekki öllum, plötum sem Parsons stjórnaði upptökum á. Útkoman úr samstarfi þessara þriggja félaga var breiðskífan Tales of Mystery And Imagination - Edgar Allan Poe, sem sá dagsins ljós um mitt ár 1976. í gamla daga fannst mér þessi plata ofsa góð, en nú þegar ég hlusta á hana, (NB. eftir að hafa heyrt allar hinar fimm), finnst mér hún vera soldið ofhlaðin - sérstakiega af strengjum og kórum. Næsta breiðskífa prójektsins I Robot kom út ári síðar. Hún fjallar um það þegar vélar taka yfir heiminn og um fall mannkynsins fyrir þeim. Hljóðfæraleik- arar á þessari plötu og reyndar öllum eftir hana fyrir utan smábreytingar, eru fyrrverandi meðlimir Pilot þeir Ian STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.