Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdaatjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson. Umsjónarmaöur Helgar- Tímans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir,lngólfur Hannes- son (íþróttir), Jónas Guömundsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón .Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verö ( lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuöi: kr. 120.00. Setning: Tœknideild Timans. Prentun: Blaöaprent hf. Snögg umskipti í ef nahagsmálunum ■ Þær nýjustu tölur, sem fyrir liggja um minnkandi þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur og um vaxandi viðskiptahalla, sýna öllum glögglega við hversu alvarlegan vanda er að etja í efnahagsmálum þjóðarinnar. Stærð vandans ætti því að vera öllum ljós. Þjóðarframleiðsla ársins mun minnka um allt að 6% frá árinu áður og þjóðartekjur enn meira. Allt bendir til þess að viðskiptahallinn verði um 9% af þjóðarframleiðslunni á árinu. Þannig eru staðreynd- irnar. Þetta er sá vandi, sem ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir eru nú að reyna að leysa. Það þarf ekki að deila um stærð vandans. Hinu átta ýmsir sig kannski ekki nógu vel á, hversu snögglega þessi þróun hefur snúist til verri vegar. Það sést greinilega ef litið er á spár sérfræðinga Þjóðhagsstofn- unar á síðustu mánuðum. í þjóðhágsáætlun fyrir yfirstandandi ár 1982, sem kynnt var seint á síðasta ári, var reiknað með mun hagstæðari útkomu helstu efnahagsstærða en reyndin hefur orðið. Á þeim tíma reiknuðu sérfræðingar með að þjóðarframleiðslan gæti vaxið um 1% á þessu ári, en að aukning þjóðartekna yrði aðeins minni, þar sem vænta mætti versnandi viðskiptakjara, en samt yrði um aukningu að ræða. Þetta kemur m.a. fram í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1982, sem lögð var fram á Alþingi seint í október í fyrra. Fyrir aðeins tíu mánuðum var þannig reiknað með því að þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur myndu halda áfram að vaxa á þessu ári eins og undanfarin ár. Jafnvel í mars síðastliðnum, fyrir aðeins fimm mánuðum, gerðu sérfræðingar alls ekki ráð fyrir svo alvarlegum vanda sem nú blasir við. í riti Þjóðhagsstofnunar „Úr þjóðarbúskapnum“, sem gefið var út í mars s.l., er fjallað um horfur á árinu 1982 og segir þar m.a., að „forsendurnar um útflutningsframleiðslu, viðskiptakjör og þjóðarút- gjöld leiða til þeirrar niðurstöðu, að þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur dragist saman um 1% á árinu 1982 eða um 2% á mann. Á mælikvarða landsframleiðslu yrði samdrátturinn þó líklega heldur minni“. Fyrir fimm mánuðum var þannig að vísu gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarframleiðslu, en mun minni samdrætti en nú er orðinn staðreynd. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga er ljóst, að það hafa orðið mjög snögg umskipti í sumar vegna snarminnkandi afla og sölutregðu á ýmsum mikilvæg- um útflutningsafurðum landsmanna. Afleiðingin er sú verulega minnkun þjóðarframleiðslu, sem við blasir, og allt að 9% viðskiptahalli. Við þessum gjörbreyttu aðstæðum verður auðvitað öll þjóðin að bregðast. Það verður að jafna þessum áföllum niður á þjóðina með sem sanngjörnustum hætti. Og það þolir enga bið að ákvarðanir séu teknar um,með hvaða hætti það skuli gert.Þessvegnahlýtur ríkisstjórnin að taka ákvarðanir þar að lútandi nú allra næstu daga. ESJ skuggsjá ■ Afsteypur af grískum styttum hreínsadar við Brítish Museum í London. Deila hliðstæð handritamálinu hef- UR BLOSSAÐ UPP Á MILLI GRÍSKRA OG BRESKRA STJÓRNVALDA. Og sú deila hefur á ný beint athyglinni að því, hver eigi ýmis menningarverðmæti, sem finna má í söfnum fyrrverandi nýlenduþjóða og fengin hafa verið með ýmsum vafasömum hætti. íslendingum tókst sem kunnugt er eftir áratuga baráttu og miklar deilur í Danmörku að fá meginhluta íslensku handritanna afhentan hingað til lands. Grísk stjórnvöld gera ekki kröfur um handrit, heldur styttur og veggmyndir sem tilheyra grískri fornmenningu en voru fluttar til Bretlands fyrir um 200 árum síðan. Hér er um að ræða 31 mynd, sem sjöundi hertoginn af Elgin flutti frá Grikklandi til Bretlands um árið 1800. Hann fékk þessi verk með mjög vafasömum hætti; grískir ráðamenn segja það hafa verið beinan þjófnað. Þetta var á þeim árum þegar múhammeðstrúarmenn réðu lögum og lofum í Grikklandi, og það var hin opinbera skýring á flutningi listaverkanna til Bretlands, að nauðsynlegt hefði reynst að vernda þau fyrir eyðileggingarhvöt múhammeðskra heittrúar- manna. Talið er að þessi verk séu eftir hinn fræga gríska myndhöggvara Phidias, sem ýmsir telja mestan myndhöggv- ara allra tíma, en hann lifði á dögum Periklesar um það bil 500 árum fyrir upphaf tímatals okkar. Grísk stjórnvöld hafa á undanförnum áratugum gert kröfu til þess að fá þessi listaverk Phidiasar afhent, en alltaf fengið þvert nei. Nú hefur menntamálaráðherra Grikklands, leikkonan Melina Mercouri, hótað breskum stjórnvöldum því, að mál þetta verði kært til alþjóðadómstólsins í Haag. Verða Bretar að skila aftur lista- verkum Phidiasar? Ljóst er að mörg söfn fyrrverandi stórvelda í Evrópu eru uppfull af listaverkum frá hinum ýmsu löndum - listaverkum, sem tekin hafa verið ófrjálsri hendi í þáverandi nýlendum eða sem stríðsgóss. Það yrði því forvitnilegt að sjá úrskurð frá alþjóðadómstólnum um eignarhald á slíkum menningarverð- mætum. Hversu langt nær menningarhelgi landanna? Eiga þjóðir kröfu til þeirra listaverka, sem sköpuð hafa verið í landi þeirra og flutt þaðan í krafti aflsmunar eða með svikum og prettum? Kannski handritamálið yrði í þessu efni til nokkurrar fyrirmyndar, því þar var í reynd viðurkennt að íslensku handritin væru hluti af íslenskri menningarhelgi og því bæri að flytja þau aftur heim til íslands. Ef þær röksemdir yrðu almennt viðurkenndar mætti ætla að fækka færi rækilega merkilegum safngripum í ýmsum söfnum á vesturlöndum svo sem British Museum eða Victoria og Albert söfnunum í London. Einn af þekktustu rithöfundum suður- AMERÍKU, MARIO VARGAS LLOSA FRÁ PERÚ, ER SÉRLEGA FJÖLHÆFUR. Hann er þekktur fyrir skáldsögur sínar víða um heim; ein þeirra - „Júlía frænka og handritahöfundurinn" - kom reyndar út í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Hann hefur jafnframt skrifað viðurkenndar ritgerðir um aðra rithöfunda.svo sem Flaubert, Sartre, Camus og Gabriel Garcia Marquez; leikrit eftir hann er sýnt við mikla aðsókn í Buenos Aires um þessar mundir; sjónvarpsmynda- flokkur byggður á einni af skáldsögum hans er vinsæll í Kolumbíu; hann gegnir stundum enn blaðamennsku, og skrifaði m.a. um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu á Spáni fyrir dagblöð í Perú; og nú síðast hefur hann tekið að sér stjórn reglulegs viðtals- og skemmtiþáttar í sjónvarpinu í Lima. Hann hefur scm sé í nógu að snúast. Llosa var nýverið í Bandaríkjunum í tilefni af útkomu áðurnefndrar bókar, og átti þá viðtöl við blöð og aðra fjölmiðla. Þar vék hann m.a. að stöðu og skyldum rithöfunda í Suður-Ameríku. Hann var m.a. spurður, hvort rithöfundar í Suður-Ameríku teldu það skyldu sína að skapa skáldverk til að fylla upp í skáldskaparlegt tóm í menningarsögu landa sinna: „Mun meira en skyldu", svaraði Llosa. „Það er mikil eggjun að koma frá landi, þjóðfélagi, veruleika, sem er svo hlaðinn andstæðum, þar sem ekkert er alveg fullgert, þar sem allt er annað hvort í uppbyggingu eða eyðingu. Mann sundlar eiginlega. Við lifum á sama tíma á tuttugustu öldinni, miðöldum og á steinöld. Við erum hrakin með ofbeldi frá lýðræði til einræðis, til fjöldamorða. Allt er svo hverfult, en á sama tíma er fortíðin svo auðug og svo lítt könnuð af bókmenntunum. Þetta er allt öðruvísi hjá mjög þróuðum menningarþjóðfélögum, þar sem rithöfundinum stendur ógn af öllum bókunum. í rómönsku Ameríku finnum við fyrir miklu tómi í menningarlífinu, og veruleika sem bíður þess að honum sé lýst, að hann sé notaður sem hráefni í skáldsögu“. Og um hlutverk rithöfundarins í Suður-Ameríku: „í löndum, þar sem hvorki stjórnmálalegt frelsi sé frjáls pressa fyrirfmnst, eru rithöfundar mun betur settir en annað fólk. Þeir kunna að skrifa og lesa, en fjöldinn allur kann hvorugt. Rithöfundar hafa lesendur og eiga þess kost að ná til fólks. í slíkum þjóðfélögum tel ég að rithöfundurinn verði að gera eitthvað til þess að berjast gegn villimennsku, ólæsi, þjóðfélagslegu óréttlæti, efnahagslegu misrétti, einræði. í rómönsku Ameríku eru rithöfundar þekktir og fólk virðir þá, jafnvel barnalega stundum. Litið er á rithöfund sem eins konar þjóðarsamvisku. Vandinn er að nota þetta vald á “PPbyggjandi hátt“. Cxrænland hefur verið mikið í sviðs- UÓSINU AÐ UNDANFÖRNU VEGNA ÞÚSUND ÁRA AFMÆLIS ÞANGAÐKOMU EIRÍKS RAUÐA. Fjallað hefur verið um land og þjóð í íslenskum og erlendum blöðum, m.a. vegna hátíðarhalda heimamanna og heimsóknar ýmissa þjóðhöfðingja af því tilefni. Á Grænlandi er við margvísleg vandamál að stríða, og eru sum, svo sem áfengisvandamálið, kunnari en önnur. Grænland er í ýmsu tilliti mjög háð Danmörku, m.a. viðskiptalega en Den Kongelige Grönlandske Handel (KGH), eða Konunglega grænlenska verslunarfélagið, hefur verslunarviðskipti milli landanna á sínum snærum. í dönskum blöðum var um daginn skýrt frá dæmum um, hvernig viðskiptin milli landanna kæmu oft fáránlega út. Bestar þóttu mér sögurnar af skinnunum, sem fara fimm sinnum yfir Norður-Atlantshafið, og súrefnisflöskunum, sem þurfa að fara þessa leið fjórum sinnum. Fyrst eru það skinnin - en danska konungsfjölskyldan mun einmitt hafa fengið selskinn að gjöf er hún heimsótti sútunarverksmiðju í Julianeháp. Ferðasaga þeirra er almennt sem hér segir: Fyrst eru skinnin keypt af KGH hjá veiðimönnum víða um Grænland. Þau eru síðan flutt þvert yfir Atlantshafið til flokkunar í Danmörku. Þaðan eru þau aftur send til Grænlands til hreinsunar og frumvinnslu. Að þeirri vinnslu lokinni eru skinnin flutt á ný til Danmerkur þar sem þau eru boðin upp á markaði í Glostrup. Á uppboðinu kaupir skinnaverksmiðjan í Grænlandi hluta af skinnunum. Þau skinn eru enn á ný flutt yfir Atlantshafið til Grænlands, þar sem þau eru sútuð og fullunnin. Loks eru hin fullunnu skinn flutt til útlanda. Fimm ferðir yfir Atlantshafið, takk! Vandamál af þessu tagi eru sögð algeng í Grænlandi. Dönskum blaðamönnum var þannig skýrt frá því á sjúkrahúsinu í Julianeháp, hvernig súrefnisflöskur yrðu tíðir ferðalangar á Atlantshafinu. Það kemur oft fyrir að senda þarf sjúklinga frá Grænlandi til Danmerkur með flugvél, og í ýmsum tilvikum þurfa þeir að hafa súrefnisflösku með sér. Gefin eru sérstök leyfi til slíks, þar sem venjulega mun ekki heimilt að flytja fylltar súrefnisflöskur í flugvélum. Frá Danmörku er súrefnisflaskan send með flugvélinni aftur til baka til Grænlands. Þar er hún færð um set og sett í skip, sem flytur flöskuna þriðja sinn yfir Atlantshafið, að þessu sinni til þess að hún verði hlaðin í Danmörku. Að því verki loknu er flaskan send til baka til sjúkrahússins í Julianeháp hlaðin og tilbúin til notkunar - og ferðalaga - á ný! Slík vandamál eru auðvitað arfur frá því að Grænland var nýlenda Dana, en vafalaust munu Grænlendingar smátt og smátt verða eigin herrar í sífellt fleiri málum og þurfa minna að leita yfir Atlantshafið til Danmerkur um nauðsynlega þjónustu. -ESJ Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.