Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 16
— Meinleysisleg róandi lyf reynast mestu skaðvaldar
— Fjöldi fólks dópistar án þess að vita af því
■ Valíum. Hér scm annars staðar
vinsælt róandi lyf, tekið til afslöppunar
eftir erfiðan dag. Engar heimildir eru til
um fjölda þeirra sem neyta valíum að
staðaldri - þó víst að þeir eru fjölda
margir, og sennilega konur að meiri-
hluta. Auðvitað gera flestir sér grein
fyrir því að það er hægur vandi að
misnota valíum eins og önnur lyf, en nú
síðustu misserin hafa ýmsir orðið til að
halda því fram að þetta lyf og önnur af
sama tagi séu miklu hættulegri en ætlað
var. Eftirfarandi grein er bresk að
uppruna og segir söguna frá því
sjónarhorni, en það er varla vafi á að
ástandið er einnig slæmt hér á íslandi.
Það er til að mynda alveg óhætt að halda
því fram að ótal virðulegar húsmæður,
sem kannski þusa út í dópista, hassista
og alka - að þær séu engu minni dópistar
sjálfar. Þvert á móti: líklega eru þær
hvað verst á vegi staddar. Mother's little
hclper á bleikum náttkjólum.
Fyrir nokkrum árum ákvað bandarísk
kona að nafni Barbara Gordon að hætta
að taka valíum. Hún er kvikmynda-
gerðarmaður að mennt og starfi, og
gekk bara nokkuð vel, en þjáðist af
áhyggjum og stressi svo hún hafði gripið
til þess ráðs að éta valíum í allstórum
skömmtum. Að lokum uppgötvaði hún
að valíumið var hætt að verka á hana,
en í stað þess að auka skammtinn enn
meira eða reyna að verða sér úti um
sterkari lyf einsetti hún sér að hætta
þessu alveg. Það leið ekki nema
sólarhringur frá því að hún sturtaði
pillunum niður um klósettið þangað til
hún var farin í rusl, ef svo má segja,
bæði líkamlega og andlega. Hún missti
vinnuna, elskhuga sinn og jafnvel sjálfa
sig - hún lenti inn á geðveikrahæli þar
sem hún þurfti að berjast harðri baráttu
fyrir andlegu heilbrigði sínu. En hún
hafði að lokum sigur og nú hefur verið
gerð kvikmynd um reynslu hennar af
benzódíazepínlyfjum, en valíum telst til
þess flokks. Myndin heiti I‘m Dancing
As Fast As I Can, eða Ég dansa eins
hratt og ég get, og Jill Clayburgh leikur
aðalhlutverkið. Viðtökurnar hafa sýnt
og sannað að mál þetta er viðkvæmt. í
Bandaríkjunum hefur valíum-fram-
leiðandinn Roche höfðað mál á hendur
Barböru Gordon, og í Bretlandi hefur
dreifingaraðili myndarinnar, UPI, neit-
að að setja hana á markað. Því er borið
við að hún sé ekki líkleg til vinsælda.
Hilary Prentice, sem vinnur fyrir
ráðgjafarmiðstöðina Release og er
sérfræðingur í málefnum þeirra sem
ánetjast róandi lyfjum, segir það mjög
miður ef myndin fáist ekki sýnd. „Hún
fjallar um mjög umdeilt efni,“ segir
Prentice, „og við teljum að nauðsynlegt
sé að fjalla á opinskáan hátt um
ofnotkun róandi efna, einkum meðal
kvenna." (Þess má geta í framhjáhlaupi
að Release er um þessar mundir að gefa
út bækling um þetta efni, Trouble With
Tranquillizers. Ef einhver hefur áhuga
er hægt að skrifa eftir bæklingnum til
Release, 1 Elgin Avenue, London W9.)
Læknar útvega lyf
í stað þess að hlusta á
sjúklinga sína
Fyrrnefnd kvikmynd hefur verið
túlkuð sem hörð árás á læknastéttina, og
er það. Skilja læknar ekki að fremur væg
róandi Iyf, eins og valíum, geta verið
vanabindandi? Það ætti varla að hafa
farið framhjá þeim. Fyrir nokkrum
árum voru birtar í Bretlandi niðurstöður
könnunar þar sem sagði að ef valíum-
neyslu væri skyndilega hætt gæti það
orsakað mjög slæm fráhvarfseinkenni. í
könnuninni sagði líka að læknar gæfu út
allt of mikið af þessum lyfjum,
sérstaklega önnum kafnir heimilislækn-
ar sem ekki hefðu tíma til að hlusta á
áhyggjur sjúklinga sinna og útveguðu
þeim því lyf í staðinn. Samkvæmt
könnuninni voru lyf á borð við valíum
notuð af 20% breskra kvenna og 10%
karla. En þrátt fyrir upplýsingar eins og
þessar hefur verið gengið úr skugga um
að ótrúlega margir læknar átta sig alls
ekki á að jafnvel mjög lítill skammtur
af benzódíazepín-lyfjum getur orðið
vanabindandi, og sé lyfjanotkun hætt
skilja læknarnir ekki fráhvarfseinkenn-
in.
Malcolm Lader, prófessor í klínískri
lyfjasálfræði við Sálfræðistofnun
Lundúnaborgar, hefur kannað rækilega
fráhvarfseinkenni þeirra sem hætta að
neyta benzódíazepín-lyfja. Hann segir
að fjöldi lækna skilji ennþá ekki að
sjúklingur geti orðið háður lágmarks-
skammti af þessum lyfjum, en valíum-
framleiðandinn roche segir að lágmarks-
skammtur ætti ekki að fara yfir 30
milligrömm á dag. Að því er Lader hefur
giskað á hefur hálf milljón Breta tekið
valíum, eða annað slíkt lyf, lengur en í
eitt ár. Kvartmilljón hefur notað lyfið í
meira en sjö ár. Þótt flestir noti lyfin
aðeins í nokkra mánuði, þá heldur einn
af hverjum fimm áfram neyslu og sumir
auka skammtinn jafnt og þétt, eftir því
sem minni skammtar hætta að verka.
„Tímabundnir eriiðieikar
verða að varanlegri
martröð“
Ekki fá allir fráhvarfseinkenni. Raun-
ar benda líkur til að þau muni ekki láta
á sér kræla ncma sjúklingur hafi neytt
þessara lyfja svo að segja daglega í meira
en fjóra mánuði, en hafi tyfin verið tekin
lcngur eykst hættan sífellt og þeir sem
hafa neytt þeirra svo árum skiptir
komast varla hjá því að upplifa mjög
harkaleg fráhvarfseinkenni ef þeir hætta
neyslunni. Þar sem það eru aðallega
konur sem éta valíum reglulega liggur í
augum uppi að þeim er miklu hættara
við þessum einkennum en körlum.
En hvers vegna neytir fólk róandi
lyfja? Valíum, vöðvaslakandi lyf sem á
að geta unnið gegn áhyggjum, er fyrst
og fremst gefið út af heimilislæknum,
ekki sálfræðingum eða geðlæknum, þó
„sjúkdómurinn" sem lyfið er notað gegn
sé í raun sálfræðilegs eðlis, það er að
segja stress. Hilary Prentice, sem fyrr
var nefnd, segir að fjöldi kvenna hafi
haft samband við Release og sagt að þær
hafi byrjað að taka valíum á einhverju
qrfiðu tímabili ævinnar og geti nú ekki
Hætt. „Sumar fóru bara til læknis af því
að þær höfðu mikið að gera,“ segir
Prentice, „þær gátu ekki tekist á við allt
sem að höndum bar og leið illa. Oftast
var um að ræða tímabundna erfiðleika,
en þeim var gefið valíum, sem þær urðu
síðan háðar. Tímabundnir erfiðleikar
hafa orðið að varanlegri martröð."
f Bretlandi hefur verið reiknað út að
ekki nema 15% lyfseðla sem gefnir eru
út á valíum séu til þeirra sem eru að taka
lyfið í fyrsta sinn, en fyrir aðeins
fimmtán árum var hlutfallið þannig að
meira en helmingur þeirra sem fengu
valíum voru að fá það í fyrsta skipti. Nú
er ástandið sem sé þannig að 85% allra
lyfseðla á valíum fást sjálfkrafa á
skrifstofum lækna. Einn sjúklingur sem
Malcolm Lader hafði til meðferðar hafði
verið á valíum í tíu ár en séð lækni sinn
aðeins einu sinni allan þann tíma.
Hroðaleg
fráhvarfseinkenni
í starfi sínu hjá Sálfræðistofnuninni
hefur Lader ekki aðeins fengist við
valíum-sjúklinga. Hann hefur einnig
meðhöndlað þá sem eru að reyna að
hætta neyslu mun sterkari lyfja, svo sem
heróíns, en hann segir að fráhvarfsein-
kenni valíum-sjúklinga geti verið enn
verri en þau sem heróín-sjúklingar
upplifa og þykja þó ekkert smáræði. Ef
snögglega er skorið á benzódíazepín-
lyfjagjöf getur það leitt til þess að
sjúklingurinn fær stöðugan skjálfta,
hann svitnar óeðlilega mikið, fær
hræðsluköst hvenær sem er, getur ekki
sofið, er haldin þrotlausum höfuðverkj-
um og vöðvakrampa, er yfirleitt óglatt,
og skynfærin ruglast algerlega. Sjúkl-
ingnum getur virst jörðin ganga í
bylgjum, ljós verða hræðilega björt og
hljóð magnast upp úr öllu valdi. í
einstaka tilfellum, þegar sjúklingar hafa
tekið stóra skammta í langan tíma, hafa
þeir alveg farið yfir um og eru nú
sálsjúkir án nokkurra batavona.
Hilary Prentice segir: „Sumum kon-
um er sagt að hætta að éta valíum af
læknum, en sumar ákveða það sjálfar.
Hvort heldur er, þá líður þeim
ofboðslega illa. Margar fara aftur til
læknis og kvarta, en þá lítur læknirinn
oft og tíðum aðeins svo á að þær séu
sýnilega enn veikar og þurfi því á lyfinu
að halda á nýjan leik. Þeir halda að
sjúkdómseinkennin séu vegna stress, en
þau eru í rauninni fráhvarfseinkenni. Og
af þessu leiðir að konumar glata
sjálfstrausti sínu, þær reyna bara að
sætta sig við að þær geti ekki hætt.“
„Engin ástæða
til að hafa sektarkennd“
Það bætir ekkert úr skák, að sögn
Prentice, þegar læknum dettur í hug að
sjúklingurinn sé aðeins háður valíuminu
andlega en ekki líkamlega. Þá taka þeir
viðkomandi konu af valíum en setja
hana á annað benzódíazepín-lyf, án þess