Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982
skák
Maróczy
Charousek
Adorjan
og ungverski skákskólinn
■ Eins og við höfum þegar skýrt frá er
lokið fyrir nokkru millisvæðamótinu á
Las Palmas, einu þriggja millisvæða-
móta sem fara fram nú í ár, en þetta er
í fyrsta sinn sem haldin eru þrjú slík mót.
Það var síðast árið 1970 sem látið var
nægja að halda eitt millisvæðamót, sem
sé á Mallorcka, en þremur árum síðar
var mótinu skipt í tvennt. Ástæðan fyrir
skiptingunni var sú að keppendafjöldi
þótti kominn yfir öll skynsamleg mörk
en á Mallorcka voru 24 keppendur og
mótið tók óratíma. Fljótlega sótti í sama
farið og á millisvæðamótunum fyrir
þremur árum voru keppendur orðnir 18,
ef ekki 19. Því var gripið til þessa ráðs,
að fjölga enn um eitt, og nú eru 14
keppendur á hverju móti. Þá er að vísu
risin sú spurning hvort það sé ekki of
lítið: að minnsta kosti er hætt við að
Fischer hefði mótmælt hástöfum.
En það voru ekki millisvæðamótin
sjálf sem við ætluðum að fjalla um hér,
heldur annan áskorandann sem komst
áfram úr mótinu á Kanaríeyjum.
Sjálfsagt hefur stórkostlegur og mjög
svo óvæntur árangur „öldungsins“ Smys-
lovs, en hann varð í öðru sæti og komst
áfram, 61s árs að aldri, skyggt nokkuð
á býsna öruggan sigur Zoltan Riblis frá
Ungverjalandi, en sá sigur er kórónan
á allglæsilegum ferli fram að þessu og
um leið ein rósin enn í hnappagat hins
ungverska skákskóla.
Fyrsti Ungverjinn sem lét að ráði að
sér kveða á alþjóðavettvangi var Joseph
Szén (ca. 1800-1857), en á áttunda
áratug 19. aldarinnar komu fram tveir
ungverskir skákmeistarar sem fljótlega
gátu sér mikið orð. Sá yngri þeirra,
Rudolph Charousek (1873-1900), varð
fyrri til að vekja á sér athygli en á
árunum rétt fyrir aldamótin vann hann
hvern sigurinn á fætur öðrum og þótti
tefla afar snilldarlega. Farið var að taia
um hann sem hugsanlegt heimsmeistara-
efni en berklarnir komu í veg fyrir það,
Charousek lést aðeins 26 ára gamall.
Það var eins og við manninn mælt: Géza
Maróczy (1870-1951) hélt uppi heiðri
Ungverjalands, en þó hann væri aldrei
atvinnumaður í skák fyrr en seint og um
síðir var hann, er hann var upp á sitt
besta, veruleg ógnun fyrir Lasker
heimsmeistara. Á fyrsta áratug þessarar
aldar var vart um að ræða sterkari
mótaskákmann en Maróczy, sigrar hans
á öflugum alþjóðamótum eru nær
óteljandi. Eftir þessa sigurgöngu gerði
hann langt hlé á skákferli sínum en
þegar hann tók upp þráðinn að nýju upp
úr 1921 var hann enn í hópi hinna
sterkustu um árabil. í millitíðinni höfðu
Ungverjar eignast, og misst, hinn
stórefnilega Gyuala Breyer (1894-1921),
en hann lést eftir hjartaáfall aðeins 27
ára gamall. Þá hafði Breyer unnið
nokkra mjög góða sigra og haft mikil
áhrif á þróun hins svokallaða hýper-
módern skóla í skák, en sennilega átti
hann bestu skákir sínar ótefldar.
Eftir að Maróczy fór að láta undan
síga voru bestu skákmenn Ungverja að
líkindum þeir Steiner-bræður, Endre
(1901-1944) og Lajos (1903-1975), að
ógleymdum Andrei Lilienthal (f. 1911)
en hann hafði sig mjög í frammi á fjórða
áratugnum. Lilienthal var raunar Rússi
að uppruna en fluttist tveggja ára gamall
með foreldrum sínum til Ungverjalands,
hann gerðist síðan aftur sovéskur
borgari 1939 en mun nú á ný fluttur til
Ungverjalands - löngu hættur að tefla.
Svo var það á ólympíumótinu í Varsjá
árið 1935 að 18 ára ungverskur strákur
vakti mikla athygli og átti eftir að vera
um áratuga skeið í hópi öflugustu
skákmanna heims. Þetta var náttúrlega
Laszlo Szabó (f. 1917). Þarna á
ólympíumótinu náði hann ágætum
árangri í vinningum talið en til meiri
tíðinda taldist frísklegur og frumlegur
sóknarstíll hans ásamt djúpu og næmu
innsæi, en þetta allt hefur lengi verið
einkenni ungverskra skákmanna. Þetta
sama ár varð Szabó í fyrsta sinn
ungverskur meistari en ungverska meist-
aratitilinn hefur hann unnið oftar en
nokkur annar eða níu sinnum. Það var
þó ekki fyrr en á árunum eftir seinni
heimsstyrjöldina sem Szabó komst alveg
í fremstu röð, en þá fór hann að vinna
hvert alþjóðaskákmótið á fætur öðru.
Hann var á þessum tfma einn fárra
skákmeistara utan Sovétríkjanna sem
gátu ógnað sovésku stórmeisturunum að
ráði, eins og hann sýndi meðal annars á
ólympíumótinu í Saltsjöbaden 1948 þar
sem hann varð í öðru sæti á eftir
Bronstein en á undan sex öðrum
Sovétmönnum. Szabó tók þrisvar þátt í
áskorendamótunum og stóð sig jafnan
þokkalega þó ekki yrði hann í neitt
skipti í einu af efstu sætunum. Um þetta
leyti höfðu Ungverjar einnig eignast
nokkra sterka stórmeistara aðra, eink-
um þá Gideon Barcza (f. 1911) og síðan
Istvan Bilek (f. 1932) og Laszlo Barczay
(f. 1936) - en þeim síðastnefnda má ekki
rugla saman við Barcza. Einnig má
nefna Pal Benkö (f. 1928) en hann
yfirgaf landið áður en hann vann sín
mestu afrek. Þegar hillti undir lok
sjötta áratugarins kom svo fram á
sjónarsviðið sá maður sem enn í dag er
sterkasti skákmeistari Ungverja og þó
víðar væri leitað, Lajos Portisch.
Portisch fæddist 1937 og var kominn
til þroska sem stórmeistari á árunum
upp úr 1960. Hann reyndist verðugur
arftaki Szabó og gott betur: Portisch tók
í fyrsta sinn þátt í áskorendaeinvígjun-
um 1965 og að undanskildum „hring
Fischers" 1971 hefur hann verið með alla
tíð síðan. Hann hlýtur að teljast
sigurstranglegastur á millisvæðamótinu
í Mexíkó sem hefjst á nú í lok ágúst,
enda gerast þeir vart sterkari mótaskák-
mennirnir en hann. Portisch er annálað-
ur fyrir vönduð vinnubrögð sín við
skákrannsóknir og heimavinnu, almælt
er að hann liggi yfir rannsóknum átta
tíma á dag og árangurinn hefur ekki látið
á sér standa. Hann er sannur fulltrúi
ungverska skákskólans: hugmyndaríkur
og kraftmikill, stöðubaráttuskákmaður
fremur en ólgandi taktíker. Upp á
síðkastið hefur Portislch verið dálítið
mistækur, teflt snilldarlegar skákir öðru
hvoru en ekki unnið mikið af mótum;
þó er engin ástæða til að óttast að hann
sé neitt að guggna.
Og þá er komið að kynslóð Zoltan
Riblis. Þegar leið að lokum sjöunda
áratugarins voru frammámenn í ung-
versku skáklífi, sem nýtur mjög öflugs
stuðnings yfirvalda, farnir að óttast að
nokkurt hlé hefði orðið á framkomu
nýrra skákmeistara. Þeir höfðu að vísu
eignast nokkra stórmeistara en enginn
þeirra virtist líklegur til að feta í fótspor
Portisch. Þetta var ástæðulaus ótti, um
1970 komu fram þrír ungir piltar sem
ásamt Portisch og Csom (f. 1940) hafa
myndað kjarnann í hinni geysisterku
ólympíusveit Ungverja undanfarin ár.
Þetta voru Andras Adorjan (f. 1950),
Zoltan Ribli og Gyuala Sax.
Ribli fæddist 6. september 1951, sama
ár og Sax. Þetta ár var reyndar mjög
gjöfult í garð skákgyðjunnar, af þekkt-
um stórmeisturum sem sáu heiminn í
fyrsta sinn á árinu eru, auk Ungverjanna
tveggja, Anatólí Karpov og Rafael
Vaganjan frá Sovétríkjunum, Ulf And-
ersson frá Svíþjóð, Eugenio Torre frá
Filipseyjum og Jan Timman frá Hol-
landi.
Það fer fáum sögum af æsku Riblis
eða uppvexti en um 1970 skýtur hann
svo upp kollinum á alþjóðavettvangi.
Hann varð Evrópumeistari unglinga
árið 1971 og annar á heimsmeistaramót-
inu sama ár (þar sem Werner Hug
sigraði óvænt) en árið áður hafði hann í
fyrsta sinn keppt fyrir hönd lands síns á
ólympíumótinu í Siegen 1970. Hann var
útnefndur stórmeistari af FIDE aðeins
22ja ára gamall, eða árið 1973, og var
frá og með þeirri stundu talinn í hópi
hinna efnilegustu af sínum jafnöldrum.
Hann sannaði svo ekki varð um villst að
hann myndi standa við þær vonir árið
1975 en þá náði hann frábærum árangri
á tveimur mjög sterkum mótum. Fyrst
varð hann í 3.-5. sæti á móti sem haldið
var í júgóslavnesku borgunum Ljublana
og Portoroz en þama bar Karpov sigur
úr býtum á fyrsta móti sínu síðan hann
var sæmdur heimsmeistaratitlinum.
Gligorié var í öðm sæti en síðan kom
Ribli ásamt Vlastimil Hort og Semjon
Fúrman. Á móti í Búdapest nokkm
síðar deildi Ribli svo efsta sætinu með
Lev Pólúgaévskíj og fengu báðir hálfum
öðmm vinningi meira en nauðsynlegt
var til að ná áfanga að stórmeistaratitli.
Enn gerðist það þetta ár að Zoltan Ribli
kom fljúgandi til Reykjavíkur að taka
þátt í svæðamóti og vann það næsta
örugglega. Þannig fékk hann rétt til
þátttöku á millisvæðamótinu í Manila
árið eftir og þar stóð Ribli sig einnig vel,
varð jafn Ljuboievic frá Júgóslavíu í
5-6. sæti og munaði því ekki miklu að
hann kæmist áfram.
Jafnframt þessu náði Ribli yfirleitt
góðum árangri á alþjóðamótum. Þroski
hans var ögn hægari en ákafir aðdáendur
hans höfðu átt von á, en leiðin lá þó
sífellt upp á við. Ribli var reyndar ólíkur
landa sínum og jafnaldra, Sax, í því að
hann vann skákmót ekki nema sjaldan
en mistókst nálega aldrei illa. Sax
rokkaði meira upp og niður og gerir enn.
Ribli hefur undanfarið verið að bæta úr
þessu, hann vann öflugt mót f Mexíkó
fyrir tveimur eða þremur ámm síðan, á
■ Portisch
undan Vaganjan og Rómanisjin, og í
fyrra deildi hann efsta sætinu á móti í
Þýskalandi með Miles en Korchnoi varð
að láta sér lynda þriðja sætið.
En Ribli hefur einnig mátt þola
mótlæti. Árið 1978 varð hann til að
mynda neðstur á öðru interpolis-skák-
mótinu í Tilburg, Hollandi, og 1979 fór
hann ægilega með möguleika sína í
heimsmeistarakeppninni. Hann hafði
unnið svæðamót Austur-Evrópu og
tefldi á millisvæðamótinu í Sovétríkjun-
um þar sem hann stóð sig mjög vel
framan af. Er ein umferð var eftir var
Ribli í þriðja sæti og þurfti aðeins
jafntefli til að komast áfram í áskorenda-
einvígin, en þá tapaði hann fyrir Óleg
Rómanisjin og varð því jafn landa sínum
Andras Adorjan í 3.-4. sæti. Árangur
Adorjans kom öllum á óvart, enda hefur
hann aldrei verið sérlega stigahár
stórmeistari þó hann hafi náð ágætis
árangri öðru hvoru. Þeir landarnir
þurftu því að tefla sex skáka einvígi um
hvor þeirra skyldi halda áfram og ekki
vantaði að Ribli byrjaði vel. Hann mun
hafa náð tveggja vinninga forskoti áður
en hann fór alveg á taugum, Adorjan
jafnaði metin og komst áfram á betri
stigatölu úr millisvæðamótinu. Ekki
vitum við hvort þetta varð til þess að
missætti kom upp milli Riblis og
Adorjans en altént munu deilur þeirra
hafa orðið til þess að Adorjan var ekki
í ólympíusveit Ungverjalands árið 1980
og hinn efnilegi alþjóðameistari Joszif
Pinter tók sæti hans.
Ribli hefur reyndar alltaf staðið sig vel
á ólympíumótum, þar sem hann hefur
upp á síðkastið teflt á öðru borði á eftir
Portisch. Hann átti til að mynda ekki
minnstan þátt í þeim glæsta sigri sem
ungverska ólympíusveitin vann á mót-
inu í Buenos Aires 1978, þegar
sigurganga Sovétríkjanna var loks stöðv-
uð. Einnig tefldi hann vel á Möltu 1980
er lá við að Ungverjar verðu titilinn frá
því tveimur árum fyrr.
Skákstíll Riblis verður seint til þess að
gleðja unnendur fórna og hasars, hann
er umfram allt rökréttur og traustur,
eins og hjá flestum ungversku stórmeist-
aranna án þess þó að þeir hafi dottið
ofan í jafnteflisfarveg landa sinna í
Júgóslavíu. Hann er ákaflega vel að sér
um alla þætti skákarinnar og verður vart
komið að tómum kofunum hjá honum,
gildir einu hvort um er að ræða byrjanir
eða endatöfl. Nákvæmar og markvissar
heimarannsóknir eru einmitt einn helsti
lykillinn að árangri Ungverja undanfarin
ár og er samvinna í hávegum höfð þar í
landi, rétt eins og í Sovétríkjunum.
Skákin nýtur sem fyrr segir mikils
velvilja yfirvalda og eru allir sterkustu
skákmeistarar landsins á launum hjá
ríkinu, þó svo eigi að heita að það sé
fyrireitthvað allt annað en skákiðkanir.
Um möguleika Riblis á áskorendamót-
inu að ári er vont að spá, þar sem enn
eru ekki nema fjórir af átta þátttakend-