Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 23 Það var kvikmyndun Villi- gæsanna, bíómyndar sem sýnd hefur verið hér á landi - aðalhlutverk í höndum Ric- hard Burton, Richard Harris, Roger Moore og Hardy Kriig- er. í þessari mynd var leynt og ijóst dregin upp glansmynd af hetjudáðum Brjálaða Mike. Það var Richard Burton sem lék foringja málaliðanna, sem augljóslega var enginn annar en Brjálaði Mike og hann dundaði sér meðal annars við að bjarga fögrum, hvítum konum undan villtum, blóð- þyrstum og svörtum Kongó- hermönnum. Mynd þessi var tekin í Suður-Afríku ogstjórn- in lagði af fúsum og frjálsum vilja fram bæði hergögn og statista. Brjálaði Mike var víst bara nokkuð ánægður með myndina! Það er varla til það stríð í suðurhluta Afríku sem Brjál- aði Mike hefur ekki komið nálægt á einn eða annan hátt. Hann lét mjög til sín taka í Angóla og Mósambik meðan þessi lönd voru enn nýlendur Portúgala óg veitti stjórnar- herrunum holl ráð, og náttúr- Frægasti málaliði heims dæmdur í 20 ára fangelsi lega var hann tíður gestur í Ródesíu, sem nú er Zim- babwe. Fyrir nokkrum árum síðan var hann handtekinn í Súdan eftir misheppnaða stjórnarbyltingu gegn Numeri forseta og var dæmdur til dauða. Hann slapp þó með skrekkinn, eftir að hafa veitt Súdan-stjórn allar þær upplýs- ingar sem hún óskaði eftir um andspyrnuhreyfingu þá sem hann þjónaði. Á síðasta ári fékk Brjálaði Mike svo girnilegt atvinnutil- boð. Fyrrverandi forseti Seyc- helle-eyja, James Mancham, réði hann til að steypa forseta þeim sem aftur hafði steypt Mancham. Launin áttu að vera góð og þar sem forsetinn Albert Rene var næstum sósía- listi sló Brjálaði Mike til. Hann safnaði saman 44 málaliðum og voru margir þeirra gamlir félagar hans frá Kongó. En aðrir voru nýliðar á þessum vettvangi og það eru einmitt þeir sem ollu því að suður- afrísk yfirvöld forðuðust að blanda uppreisnartilraun- inni á Seychelle-eyjum inn í réttarhöldin yfir Brjálaða Mike. Þegar komið var á staðinn rann það raunar fljótt upp fyrir málaliðaforingjanum að vonlaust væri að áætlunin tækist og hann var því fljótur að stinga af með menn sína. Suður-afrískir gener- álar afhentu vopnin Réttarhöldin stóðu í tuttugu vikur og þrátt fyrir að rétturinn reyndi af fremsta megni að koma í veg fyrir það fór ekki hjá því að ýmislegt heldur óþægilegt fyrir Suður-Afríku kæmi á daginn. Brjálaði Mike var hinn hressasti við réttar- höldin og kjaftaði á honum hver tuska, meðal annars hélt hann því fram að stjórnin í Suður-Afríku hefði ekki að- eins vitað um uppreisnar- tilraunina fyrirfram og sam- þykkt hana með þögninni, heldur hefði hún beinlínis stutt málaliðana með ráðum og dáð. Vopnin sem Brjálaði Mike og menn hans tóku með sér til Seychelle-eyja voru afhent af ekki minni mönnum en tveimur hershöfðingjum í suður-afríska hernum, og flutt til heimilis Brjálaða Mikes í vörubíl sem merktur var hern- um í bak og fyrir. Um það bil tylft málaliðanna sem fóru til Seychelle-eyja voru svo starf- andi hermenn í ýmsum deild- um Suður-Afríku-hers. Smá- atriði af þessu tagi vildi dómarinn alls ekki fara út í, en Brjálaði Mike hafði ekkert á móti því. Glaðhlakkalegur mjög dró hann fram kvittun fyrir vopnasendingunni frá hernum og veifaði framan í dómarann. Hann hélt því meira að segja fram að CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, Alexander Haig, fyrrum utan- ríkisráðherra, og Ronald Reagan, forseti, hefðu haft vitneskju um valdaráns- tilraunina. Ekki hefur verið upplýst hversu há laun Brjálaða Mike sjálfs áttu að vera ef tækist að bylta Albert Rene, en þegar hann réði til sín málaliðana 44 borgaði hann hverjum þeirra rúmlega 10 þúsund krónur íslenskar í fyrirframgreiðslu og ef allt tækist vel áttu þeir að fá rúmlega 105 þúsund krónur til viðbótar að verklokum. Margir þeirra fengu auk þess loforð um háar vellaunaðar stöður á Seychelle-eyjum eftir að James Mancham væri aftur kominn til valda. En í staðinn fékk Brjálaði Mike 20 ára fangelsi, eða 10 ára eftir því hvernig á það er litið, og menn hans allt að 15 ára fangelsi, alla vega skilorðsbundið að vísu. Sennilega hefði málið horft öðruvísi við ef tilraun Brjálaða Mike hefði heppnast. Og það er altént lítil hætta á að Brjálaði Mike finnist allt í einu hengdur í fangaklefa sínum, eins og títt er um blökkumenn sem stungið er í suður-afrísk fangelsi... -ij. anskra hermanna í að fara með byssusting. Kínverjar hafa aft- urkallað heimboð til japanska menntamálaráðherrans, Heiji Ogawa, en hann átti að koma til Beijing í næsta mánuði. Ennþá er fyrirhuguð heimsókn japanska forsætisráðherrans, Zenko Suzuki, en líklegt að hann verði harðlega gagnrýnd- ur af kínverskum ráðamönn- um meðan á heimsókninni stendur í september. „Þeirgeta ekkibælt niður minningar um morð, pyntingar og rán!“ I Dagblaði Alþýðunnar í Beijing var nýlega grein þar sem sagði m.a. á þessa leið: „Japanskir hernaðarsinnar geta lýst því helvíti á jörðu sem þeir sköpuðu í Kína sem „paradís", þeir geta sagt að árás þeirra á Kína og Suðaust- ur-Asíu hafi verið „sókn til Stór-austur-Asíu framfara- og samvinnusvæðis" og svo fram- vegis. En þeir geta ekki bælt niður kvalafullar minningar um morð, pyntingar, rán og önnur ofbeldisverk sem jap- önsku hermennirnir frömdu á íbúum Kína og Suðaustur- Asíu, né heldur geta þeir lægt hatur japönsku þjóðarinnar sem neydd var til að heyja fyrir þá þetta árásarstríð." Orðalagið „japanskir hern- aðarsinnar" er mikilvægt, og talið er að þetta mál verði vatn á myllu þeirra Japana sem beita sér gegn auknum vígbún- aði Japans, sem Bandaríkja- menn reyna nú að stuðla að af öllum mætti. Suzuki, forsætisráðherra Japans, neitar því að hann eða aðrir ráðherrar hafi fyrirskip- að þessar breytingar á sögu- bókum. Segir hann að náms- bókaútgáfan hafi haft frum- kvæðið, og stjórnin ekkert um málið vitað. En hann lítur það alvarlegum augum, sem sést meðal annars af því að tveir háttsettir embættismenn úr utanríkis- og menntamála- ráðuneytunum hafa nú verið sendir til Beijing til að gefa japanska sendiherranum þar ráð um hvernig hann eigi að bregðast við gagnrýni Kín- verja. Enginn virðist almennilega vita hvers vegna í ósköpunum þessar „leiðréttingar" á sög- unni voru yfir höfuð taldar nauðsynlegar... -'j- Sa f7 ■ Yladimir Ashkenazy yngri ásamt foreldrum sínum og systur árið 1970. Dotlursonur þjóðarinnar? — Vladimir Ashkenazy yngri skýst upp á tónlistarhimininn ■ Vladimir Ashkenazy yngri. ■ Sjaldan. Fellur. Eplið. Langt. Frá. Eikinni. í ensku blaði var nýlega vakin athygli á því að í sumar muni þrír synir framúrskarandi hljómsveitar- stjóra skjótast upp á tónlistar- himininn - og þar að auki frændi þess fjórða. Ungu mennirnir fjórir eru allir taldir býsna efnilegir, hver á sínu sviði, svo sem þeir hafa ætt til, en frumraunir þeirra eru nokk- uð ólíkar. Þannig mun Ro- berto Abbado, 27 ára gamall frændi stjórnanda Sinfóníu- hljómsveitar Lundúna, Clau- dio Abbado, stjórna lítt þekktri óperu eftir Rossini á tónlistarhátíðinni í Edin- burgh. Jonathan Del Mar, rúmlega þrítugur sonur Nor- mans Del Mar, þekkts stjórn- anda á Bretlandi, mun stjórna verkum eftir Stravinskíj og Walton á hinni virtu tónlistar- hátíð í Norwich og Norfolk, en þeirri hátíð stjórnar enginn annar en faðir hans. Þá hcfur Andrew Marriner, 28 ára sonur stofnanda hinnar frægu St. Martin-in-the-Fields- sveitar, Neville Marriner, gefið út sína fyrstu hljómplötu, en á henni er klarinettu-kvintett eftir Mozart. Og loks má nefna að í september mun Vladimir Ashkenazy leika á sínum fyrstu opinberu tónleikum, sem haldnir verða í Lundún- um; á efnisskránni er sónata Bartóks fyrir tvö píanó og ásláttarhljóðfæri. Mótleikari Ashkenazys verður faðir hans. Vladimir Ashkenazy er 21s árs að aldri, sonur samnefnds föður og Þórunnar Jóhanns- dóttur. Eins og allir íslendingar vita er Vladimir Ashkenazy eldri píanóleikari að menntun og eðlisfari, en hann hefur á síðustu árum vakið æ meiri eftirtekt sem stjórnandi. Hann hefur látið hafa eftir sér í fyrrnefndu ensku blaði að hann sjái ekkert athugavert við það þó hann komi syni sínum á framfæri, en sonurinn er reyndar kallaður Vovka til að komast hjá misskilningi innan fjölskyldunnar. Hann er nú við nám við Royal North- ern College of Music í Man- chester og hefur þegar leikið inn á sína fyrstu hljómplötu. Er faðir hans, sem vinnur nú að því að leika inn á plötur öll verk Chopins fyrir hljómplötu- fyrirtækið Decca, rakst á lítið þekkt verk fyrir tvo píanólcik- ara var hann ekki seinn á sér að fá son sinn sér til aðstoðar. Þeir feðgar munu einnig leika Sónötu Bartóks inn á plötu, en þar hljóp Vovka í skarðið fyrir Sir Georg Solti, sem taldi sig þurfa of tímafrekar æfingar ef honum ætti að takast að endurheimta kunnáttu sína á píanóið. Ágóðanum af hljóm- leikum Ashkenazy-feðga verð- ur varið til krabbameinsrann- sókna við Royal Free sjúkra- húsið í Hampstead. Það er ekkert nýmæli að tónlistargáfan sé ættgeng. 52 skyldmenni Bachs voru tón- listarmenn og fjórir af 11 sonum hans voru tónskáld eins og hann sjálfur. Sonur og sonarsonur sovéska tón- skáldsins Dímítrí Sjostak- óvitsj eru virtir tónlistarmenn, og svo framvegis. Ekki tckst þó alltaf svo vel til. Er tónskáldið Felix Mend- elsohn var eitt sinn á hljóm- leikaferðalagi um Ítalíu var hann kynntur fyrir lágt settum embættismanni og sagt að hann væri fyrrverandi tón- skáld. „Þú vildir kannski leika eitthvað eftir föður minn?“ spurði þessi misheppnaði tón- listarmaður hógværlega. „Og hvað heitir hann?“ spurði Mendelsohn. Svarið kom um hæl: „Mozart...“ Nú er að sjá hvað „Vovka“ Ashkenazy kemst langt. ís- lendingar hafa stundum kallað föður hans „tengdason þjóðar- innar“ í gamni. Það verður gaman að fylgjast með „dóttur- syni þjóðarinnar....". —'j- ■ Hér er fjölskyldan samankomin a’rið 1976 - Ashkenazy-hjónin, börn þeirra („Vovka“ situr úti í hominu) og foreldrar Ashkenazy eldra. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.