Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 26
* asúii'aíi* SHJNNUDAGTJIT15. AtÚSf 19&2 ■ Kvikmynd var sýnd um J. Robert Oppenheimer í íslenska sjónvarpinu, verðlaunamynd meira að segja er manni sagt. Oppenheimer var líka merkilegur maður. Hann telst í hópi fremstu kjarnorkuvísindamanna á öldinni, stjórnaði að meira eða minna leyti smíði The Thin Man - bombunnar sem varpað var á Hírósíma fyrir rétt rúmum 37 árum - og hann lenti í vondum málum á McCarthy-tímabilinu. Skoðanir manna um Oppenheimer eru einkennilega skiptar. Þeir eru til sem álíta hann nánast guð; dyggðumprýddur vísinda- maður sem lagði eyrun við þegar samviskan talaði, en aðrir geta enn ekki fyrirgefið honum fyrir að hafa látið sig hafa það að smíða sprengju. Þó vísindamennirnir sem unnu að bombu- smíðinni hafi verið margir og ólíkir eru flestir gleymdir öllum almenningi nema Oppenheimer, hann hefur orðið tákn þeirra allra. Við skulum líta á niðurlagið á ferli Oppenheimers. Þrátt fyrir germanskt nafn sitt var Robert Oppenheimer Bandaríkjamað- ur að uppruna (faðir hans var að vísu Þjóðverji) og því ekki einn þéirra mörgu evrópsku kjarnorkuvísindamanna sem flúðu Evrópu, og einkum Þýskaland, fasismans og fundu griðland í Bandaríkj- unum. Áður en sú holskefla skall yfir hafði hinn ungi Oppenheimer (fæddur verið neitt leyndarmál, að Oppenheimer hafði á fjórða áratugnum aðhyllst skoðanir sem töldust vinstra megin við miðju, og meðal vina hans voru margir meiri eða minni kommúnistar. Þessar tilhneigingar í Oppenheimer voru að nokkru Ieyti andsvar við uppgangi nasista í Þýskalandi en um og upp úr 1940 fór mjög að draga úr pólitískum áhuga hans. Altént urðu skoðanir hans ekki til þess að hann fengi ekki stöðuna, sem hann þráði mjög mikið, enda var kommúnistaóttinn í Bandaríkjunum þá engan veginn jafn sjúklegur og síðar varð. Þar að auki voru Sovétríkin og Bandaríkin bandamenn þá stundina og kommúnistar ekki afskaplega illa liðnir. Oppenheimer lagði sig líka fram um að skera á öll tengsl sín við fyrri viðhlægjendur, þegar hann frétti að hann ætti stöðuna í vændum, og gekk svo langt að skýra leyniþjónustumönn- um frá því að einn besti vinur hans, Haakon Chevalier, hefði allt að því gert sér tilboð um að láta Rússum í té kjarnorkuleyndarmál Bandaríkj- anna, þegar allt það sem Chevalier hafði gert var að nefna að einhver þriðji maður hefði minnst á að óréttlátt væri að bandamennirnir í Sovétríkjunum fengju ekki aðgang að rannsóknum í Bandaríkjunum og hvort Oppenheimer vildi ekki bæta úr því. Chevalier var því „ÉG ER DAUÐINN” — Um J. Robert Oppenheimer, „föður atömsprengjunnar” 1904) þvert á móti haldið til náms í Þýskalandi þar sem hann vakti fljótlega eftirtekt fyrir skarpar gáfur sínar og nákvæm vinnubrögð. Kjarnorkuvísindin höfðu þá enn ekki slitið barnsskónum en þegar var sýnt að krakkinn yrði stór, uppgötvanir manna á borð við Einstein (svo aðeins einn sé nefndur) höfðu leitt til þess að fræðin tóku stakkaskiptum og mörgum kunnugum þótti aðeins tímaspursmál hvenær kjarninn yrði klofinn. Vísindamenn í ótal löndum veltu þessum vanda fyrir sér, gerðu tilraunir og reyndu að gera sér grein fyrir því hvað væri í raun og veru um að ræða, en Þjóðverjar voru einna lengst á veg komnir. Oppenheimer naut þar kennslu færustu kennara og hafði svo sem sitt til málanna að leggja - 1927 útskrifaðist hann við góðan orðstír frá háskólanum í Göttingen, þar sem hann hafði stúderað undir stjórn Max Born, og að því loknu stundaði hann framhaldsnám í tvö ár bæði í Leyden og Zúrich. Er hann sneri aftur heim til Bandaríkjanna komst hann að því sér til ánægju að frægð hans var þegar orðin nokkur þar vestra og háskólarnir slógust um að fá hann í lið með sér. Eftir nokkurt hik ákvað hann að þiggja kennara við Berkeley-háskóla í Kaliforníu, vegna þess, sagði hann síðar, að í bókasafni háskólans vár gott safn franskrar ljóðlistar frá 16. og 17. öld. Oppenheim- er var nefnilega kúltíveraður maður. Honum fannst Proust fínn. Vinsæll og virtur Svo liðu árin. Oppenheimer varð afar vinsæll og virtur kennari, ekki aðeins við Berkeley heldur og við Tæknistofnunina í Pasadena, og það var litið á hann sem fremstan í flokki ungra og efnilegra kjarnorkuvísindamanna Bandaríkj- anna. Og Oppenheimer var klár í sínu fagi, á því er enginn vafi. En hann var ekki, hvað sem hver sagði, neinn snillingur. Menn eins og Ernest Ruther- ford, Niels Bohr og Max Born höfðu ekki aðeins verið stórkostlegir kennarar heldur líka miklir og frumlegir hugsuðir, en Oppenheimer átti fáar frumlegar hugmyndir í pokahorni sínu. Sjálfur hafði hann af þessu nokkurt hugarang- ur, ekki síst vegna þess að í öðrum löndum voru jafnaldrar hans þegar komnir í hóp áhrifamestu kenninga- smiða kjarnorkuvísindanna; Heisen- berg, Dirac, Joliot og Enrico Fermi. Er Oppenheimer tók að nálgast fertugt þótti honum sýnt að hann kæmist varla í þennan hóp - hann vissi vel að í fræðum sem voru í jafn örri þróun og kjarnorku- vísindin var það róttæk hugsun sem réði baggamuninn, og róttæka hugsun er einkum að finna hjá ungum mönnum. En þá fékk Oppenheimer tækifæri lífs síns. Árið 1943 var hann skipaður yfirmaður leynilegrar rannsóknarstofn- unar í Los Alamos í Texas; markmiðið var að smíða kjamorkusprengju. Þá hafði Oppenheimer, eins og fleiri, um skeið velt fyrir sér möguleikunum á því að gera úr kjarnorkunni vopn. Til að byrja með var fyrst og fremst um akademískar hugleiðingar að ræða en eftir að stríðið skall á komst skriður á málin. Stjórnvöld í löndum þeim sem háðu stríðið fréttu af þessum pælingum vísindamanna sinna og sáu sér leik á borði, sigurinn væri í höfn ef tækist að smíða svona vopn. Þjóðverjar reyndu mikið til að koma sér upp kjarnorku- vopnum en þá háði þeim að flestir færustu vísindamennirnir höfðu flúið úr landi eftir að Hitler hrifsaði völdin í landinu til sín, og það varð Bandaríkjun- um til happs að þeir fóru flestallir vesínr um haf. Oppenheimer hafði því ekki úr neinum viðvaningum að velja þegar hann var beðinn að setja á fót flokk vísindamanna til að smíða sprengju fyrir Bandaríkin. Það var um vorið ’43 sem stöðin í Los Alamos var tekin í notkun og unnið dag og nótt í tvö ár. Tengsl við kommúnista Áður en Oppenheimer var boðin staðan hafði fortíð hans að sjálfsögðu verið rannsökuð mjög gaumgæfilega og ýmislegt dúkkaði upp sem olli leyni- þjónustumönnum áhyggjum. Það kom nefnilega í ljós, og hafði svo sem ekki sjálfur alls ekki fylgjandi. En raus Oppenheimers um „tilboðið" leiddi til þess að Chevalier, sem var prófessor í rómönskum bókmenntum, missti stöðu sína og átti mjög erfitt uppdráttar æ síðan. Er réttlætanlegt að smíða svona vopn? Hér verður ekki sagt í smáatriðum frá Manhattan-áætluninni svonefndu um að smíða kjarnorkuvopn. Nægir að taka fram að Oppenheimer og menn hans reyndust vanda sínum vaxnir þegar fram liðu stundir; þeir fundu leið til þess að beisla kjarnorkuna í vopn. Það var að sjálfsögðu mikið vísindalegt afrek og mun nægja til að halda nafni Oppen- heimers á lofti um ókominn tíma - nema náttúrlega þetta vísindalega afrek verði til að ókominn tími verði skemmri en ætla mætti annars... Eftir því sem tíminn Ieið og vísinda- mennirnir í Los Alamos sáu fram á að þeim myndi takast ætlun sín fór samviskan að láta á sér kræla. Þeir tóku að spyrja sjálfa sig, í hljóði; er réttlætanlegt að smíða svona vopn? Er þetta hlutverk vísindamannsins, að notfæra sér vísindin ginnheilög til að búa til vopna af áður óþekktri stærð? Höfum við gengið til góðs og svo framvegis? Þessar raddir urðu ekki sérlega háværar til að byrja með. Þar kom hvorttveggja til að þeir voru niðursokknir í sjálft verkefnið, við þeim blasti spennandi og flókin vísindaleg gáta sem þeir hlutu að leggja allan metnað sinn í að leysa, og hitt að náttúrulega litu þeir svo á að þeir væru að vinna í þágu föðurlandsins, frelsisins eða jafnvel friðarins - þeir voru að láta sitt af mörkum til að heims- styrjöldinni lyki á farsælan hátt, en ekki með sigri þýskra nasista eða japanskra grimmdarseggja. Þar að auki ber að geta þess að þrátt fyrir alla sína þekkingu höfðu vísinda- mennirnir í rauninni fremur óljósa hugmynd um kraft þess vopns sem þeir voru að smíða. Þeir vissu að sprengiaflið sjálft var óhugnanlegt en á hinn bóginn var lítið vitað um geislavirkt úrfellið og afleiðingar þess þegar til langs tíma er litið. Svo þeir héldu sér við leistann sinn, bældu niður samviskuna, höfðu sigur að lokum - og blöskraði sá sigur. „Þessi hlutur er frábær eðlisfræði!“ En nú er ef til vill farið of fljótt yfir sögu. Þótt vísindamönnunum hafi ekki » ■ Þetta er sprengjan sem grandaði Nagasakí. Hún var kölluð „ístrubelgur“....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.