Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 13
13
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982
nútíminnii
15 hyémsveitir
á risarokkhátíð
á Melavellinum:
Margar af
þekktustu
hljómsveit-
um landsins
meðal annars
hljómsveitin ÞEYR
í fyrsta sinn eftir
Englandsför
■ Risarokkhátíð verður haldin á Mela-
vellinum þann 28. ágúst n.k. og munu 15
hljómsveitir leika, meðal þeirra margar
af þekktustu hljómsveitum landsins.
Hallvarður E. Þórisson sem skipu-
leggur þessa hljómleika sagði í samtali
við Nútímann að meðal þeirra sem fram
kæmu væru ÞEYR væntanlega í fyrsta
sinn eftir velheppnaða Englandsför
sína, Purrkur Pillnikk, Q4U, Grýlur,
Fræbbblar, Tappi Tíkarrass, Vonbrigði
en auk þessara hljómsveita koma fram
Baraflokkurinn frá Akureyri og Lóla frá
Seyðisfirði en hún var nýlega kosin
„Hljómsveit ársins" á hátíðinni í
Atlavík.
Þrumuvagninn mun sjá um þunga-
rokkið en síðan er í bígerð á fá
Stuðmenn, Spilafífl eða hluta af þeim.
Ein ný hljómsveit mun leika en það er
S. Big Nose Band.
Hátíðin mun standa frá kl. 17 og til
23.30 um kvöldið og sagði Hallvarður
að vonandi yrðu veðurguðirnir í góðu
skapi, annars yrði að fresta hátíðinni um
einn dag.
Hljóðmaður á tónleikunum verður
Gunnar Smári en Steríó sér um
hljóðkerfið.
Sjónvarpið mun hafa sýnt þessum
tónleikum áhuga og ætla jafnvel að taka
upp þátt á þeim. - FRl
Nýjar plötur
frá Steinum
■ Á næstunni eru væntanlegar frá
Steinum nokkrar nýjar plötur.
Fyrstan skal frægan telja BILLY
JOEL, sem nú sendir frá sér fyrstu
stúdíóplötuna síðan GLASS HOUSE
kom út. CBS lætur mikið með þessa
plötu, sem ber heitið NYLON CUR-
TAINS, og telur hana mikið meistara-
verk. BILLY JOEL hefur verið sölu-
hæsti erlendi listamaðurinn hérlendis á
undarförnum árum og er einn af þremur
eða fjórum söluhæstu listamönnum
heims.
SANTANA er með plötuna SHAN-
GO. Það er með SANTANA eins og
Billy Joel - hljómsveitin nýtur feiknar-
lega vinsælda um allan heim. Hér er
hljómsveitin eins skipuð og við gerð
síðustu plötu SANTANA, Zebop. Við
fullyrðum ekkert of mikið um þessa
plötu að sinni en þó er víst, að Carlos
Santana og hans menn svíkja ekki frekar
en fyrri daginn.
EYE OF THE TIGER heitir ný plata
með bandarísku rokkhljómsveitinni
SURVIVOR. Samnefnt lag sveitarinnar
er í efsta sæti vestra. Félagarnir í
SURVIVOR eru með þrumandi rokk,
kraftmikið og fjörugt, eins og það gerist
best i Bandaríkjunum.
Kvennahljómsveitin GO-GO’s er
einnig með nýja plötu, VACATION.
Allir muna eftir þessari frísklegu
hljómsveit, sem sló svo hressilega í gegn
á liðnum vetri með lögunum WE GOT
THE BEAT' og OUR LIPS ARE
SEALED. Þessi plata hefur fengið mjög
góðar viðtökur gagnrýnenda í heima-
landi stúlknanna og hefur orðið til að
treysta þær enn frekar í sessi.
Þýska hljómsveitin SPLIFF, sem
vakti fyrst á sér athygli sem hljómsveit
ræflarokksdrottningarinnar Ninu
Hagen, hefur lokið hljóðritun nýrrar
plötu, sem ber heitið 85555. SPLIFF er
án efa besta rokksveit, sem Þjóðverjar
hafa alið. Þessi plata er alþjóðleg útgáfa
- og er víst að margir hafa beðið hennar
með óþreyju.
Starfsfólk
óskast strax í verslun Kaupfélags Árnesinga
Þorlákshöfn
Upplýsingar hjá útibússtjóra í síma 99-3666.
© Kaupfélag Arnesinga
Bókasaf nsf ræði ng u r
Bókasafn Hafnarfjarðar óskar að ráða bókasafns-
fræðing í % hluta starfs.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. sept. n.k.
Upplýsingar gefnar í síma 50790.
Yfirbókavörður
Verktakar
Vinnuvélaeigendur
Vélsmiðjur
Eigum ávallt fyrirliggjandi frá
Bofors á mjög hagstæöu veröi
hvers konar slitstál meö
hörku allt aö 500 Brinell.
Bofors er betra stál, þaö er sannað mál.
Við erum aldrei lengra frá ykkur en næsta símtæki.
Yækjasalan hf
....tækiitakt viðtímann.
Pósthólf21 202Kópavogi í? 91-45500 - 46577