Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 24
24 Laus staða Kennarastaöa í hagfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð er laus til umsóknar. Um er að ræða hlutastarf, '/2-% fullrar stöðu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 30. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 11. ágúst 1982. Atvinna Óskum aö ráöa afgreiöslufólk og verkamenn í timburafgreiðslu. Upplýsingar hjá verslunar- stjóra, Skemmuvegi 2. BYGGINGAVÚRUVERZLUN KÓPAVOGS Timbursalan Skemmuvegi 2 ■ Sími 4-10-00 Útboð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum í lagningu hitaveitu á nokkrum bæjum í Innri-Akraneshreppi ca. 3 þús. m. Útboösgögn fást á Verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Borgartúni 17, Reykjavík, Verkfræöi og teiknistof- unni sf., Kirkjubraut 40, Akranesi og Verkfræði- stofu Siguröar Thoroddsen, Bárugötu 12, Borgarnesi gegn 500 kr., skilatryggingu. Tilboö verða opnuö þriðjudaginn 31. ágúst kl. 11.30 f.h. á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Kirkjubraut 40 Akranesi. Til sölu einbýlishús á Akureyri Tilboð óskast í húseignina Hrafnagilsstræti 4, á Akureyri, sem er einbýlishús, kjallari, hæð og ris. Stærð hússins er 558,4 m3. Brunabótamat er kr. 1.093.00,- Húsiö verður til sýnis 16. og 17. ágúst n.k. frá kl. 13-15. Kauptilboð þurfa aö hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 þann 24. ágúst nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82036. Distribution Transformers 100- 800 kVA. Opnunardagur: Þriðjudagur 14. september 1982 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir opnunartíma, og veröa þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 16. ágúst 1982 og kosta kr. 50.- hvert eintak. Reykjavík 12. ágúst 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS SUNNUDAGUR 1S. ÁGÚST 1982 nútíminn ■ Nú þegar pönkið er dautt... Augna- blik. Er pönkið þá dautt? Já, löngu dautt. Það er kannski slatti af leðri eftir en það er eins og hver önnur líkklæði. Og líkið víst eitthvað á vappi: eins og hver annar draugur. Pönkið er sem sagt dautt, hvað sem Gunnþór segir. Opin- ber jarðarför á að vísu enn eftir að fara fram. Eða eins og maðurinn sem kom með íslendingaþátt sagði: gróðursetn- ingin. Vissulega er h'kið farið að spíra, hitt og þetta jafnvel þegar vaxið upp af því. Clash, XTC, Jam, Public lmage Limited, svo nefndar séu nokkrar talsmaður hópsins. 1977 stofnaði hann hljómsveitina ásamt ungum pönkara frá London, Steve Fávísa og fyrir utan eitthvert samband við Small Wonder Records og síðar Rough Trade hefur hljómsveitin séð um sinn bissniss sjálf. Engir umboðsmenn, agentar, blaðafull- trúar né reddarar - Crass hefur hafnað girnilegum tilboðum frá mörgum stórum hljómplötufyrirtækjum. Þeir halda því fram að þeim sé skítsama um vinsældir og áhrif. Eiga heldur ekki marga aðdáendur hjá músíkpressunni og leiðist að láta taka við sig viðtöl. Gera að vísu það eins og þau hafa. Þau spá í hlutina sjálf, eru engar spjaldskrár!! Fordæma pönkið sem þau uxu upp úr: annars vegar fyrir að hafa breyst í tísku, hins vegar fyrir vonlausu bölsýnishyggju. Byggjum upp, borðum ost. Þola ekki hljómsveitina Clash vegna þess að hún hafi brugðist upphaflegum markmiðum sínum (sic! - er ekki upp popp-hljóm- sveit að ræða?), en virða Jam mikils fyrir að hafa aldrei lofað neinu. Penny Rimbaud lofar Joni Mitchell og The Carpenters fyrir það sama! Eitthvað með sjálfsvirðingu að gera. Hugguleg- breskar hljómsveitir - Rolling Stones nærast enn á líkinu og lifa. En Crass? Er ekki Crass pönkhljómsveit? Síðasti Móhíkaninn, eða eitthvað svoleiðis? Kannski, en það vita allir hvernig fór fyrir síðasta Móhíkananum. Hann dó. , Eigum við að líta á anatómíu Indíánans? Því ekki það. Að líta á Crass? Það er bæði auðvelt og erfitt. Erfitt vegna þess að hljómsveit- in leikur sjaldan opinberlega og auglýsa helst aldrei. í Crass eru nefninlega hugsjónamenn! Þeir halda sig viljandi fyrir utan bransann en hefur gengið betur en flestum innan hans. Þurfa ekki að koma sér á framfæri, því aðdáendurn- ir sjá um þá hlið málsins. Nafnið hefur verið málað á þúsundir leðurjakka og spreiað á ótal veggi, strætóskýli og almenningsbekki - plöturnar seijast svo vel að flestir nema hinir allra stærstu hafa ástæðu til að öfunda hljómsveitina. Ekki aðeins á Bretlandi: orðspor þeirra hefur borist til Bandaríkjanna, Japan og Ástralíu. Japan? Litlir, gulir menn í leðurjökkum með Crass-merki? Af hverju ekki? Crass eru kúltúrhetjur. Fyrir sumum eru þeir áframhaldandi uppreisn, lifandi lík, fyrir öðrum eru þeir heill lífsstíll. Markmið, hugsjón, krossferð. Hm. Einhvers konar hippar Iþá? Voða göfugir kannski, og vilja ileggja sitt af mörkum til að gera jörðina mennska? BG og Ingibjörg og spila pönkmúsík og vitna í Proudhon, Krópótkín og alla þá vitleysinga? En höldum okkur við staðreyndir. Sjálfir segja þeir sem standa að hljómsveitinni Crass að tónlist sé aðeins ein leið að markinu. Ekki spyrja hvaða marki. En þeir kvikmynda, gefa út tímarit og bæklinga, skrifa á veggi, og já - tala við fólk. Villa þess vegar... Svo lifa þeir sínu eigin lífi en því má ekki gleyma að það er ætlað sem sönnun þess að sú stjórnleysisstefna sem hljómsveit- in boðar standist. í Crass teljast vera eftirtaldir: Penny Rimbaud sem spilar á trommur, Steve Ignorant sem syngur, Eve Libertine sem syngur Itka. Phil Free sem spilar á gítar (eru þessi eftirnöfn raunveruleg?), Pete Wright sem spilar á bassa, Andy N.A. Palmer sem spilar á gítar (eða þetta?), og Joy de Vivre sem syngur. Auk þess er svo hópur af liði sem sér um bakraddir, kvikmyndasýningar og annað sjó. Flestir búa saman í stórum og hrörlegum bóndabæ rétt fyrir utan smáþorp í Essex - þar eru líka „aðalstöðvarnar". Kommúnustimpil reyna þau að þvo af sér - hipparnir jú fallnir úr móð - en víst er þetta samvinnubúskapur: eitthvað fyrir SÍS? Þau éta aðallega grænmeti, rækta mestallt sjálf og hirða vel um garðinn sinn. Eiga nokkra hunda, fullt af fuglum í búrum og glás af köttum: sextán þegar síðast fréttist. Þetta virðist voða hollt og heilbrigt og hljómsveitin drekkur mikið te. Einu sinni á ári lítur Gunnar lögregluþjónn þorpsins inn, þefar af plöntunum og fær sér tíu dropa. Crass eru vinir þorpsbúa og vel liðnir. Það var Penny Rimbaud sem opnaði þessa miðstöð fyrir næstum fimmtán árum en hann er nokkurs konar ekki í því að virðast dularfullir, en vilja helst hafa hægt um sig og varðveita friðhelgi einkalífsins... Tónlistin, og allt hitt dótið, mun segja það sem hljóm- sveitin hefur að segja. Það er margt: speki um stjórnleysi og þjóðfélagið, ívitnanir í Proudhon gamla og jafnvel Malatesta (en Stirner?), textar hljóm- sveitarinnar gefa líka sitt til kynna. Þó tónlistin sé ruddaleg og árásargjörn eru þau í hljómsveitinni pent fólk sem hlustar á mótrök og svarar þeim. Brosir góðlátlega þegar þeim er sagt að tónlistin sé einhæf og leiðinleg. En þessi anarkismi hljómsveitarinn- ar? Hvernig er hann? Tja, útpældur nokkuð - svona segir í einum texta: Left-wing violence, right-wing viol- ence, all seems much the same. Bully boys out fighting, it’s just the same old game. Boring fucking politics that’ll get us all shot. Left-wing, right-wing, ýou can stuff the lot. Keep your pretty prejudice, I don’t see the point. Anarchy and freedom is what I want! Ekkert annað! En þau eru fræðilegri anarkistar en þetta og hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum: líta til dæmis svo á að anarkisti sé ekki nauðbeygður til að kasta sprengjum trylltur á svip eða taka þátt í fjöldahreyfingum, hann geti þvert á móti setið heima hjá sér og haft asta fólk, það berst líka fyrir réttindum kvenna og burthvarfi kjarnorkuvopna. En tónlistin er sem fyrr segir ruddaleg og árásargjörn. Mjögsvo, nema það hafi breyst alveg upp á síðkastið. Einmitt tónlistin fyrir unga, reiða, leiða, von- svikna pönkara. Spila og syngja fyrst og fremst um hluti sem vekja reiði þeirra, tilfinningarnar hljöta að skína í gegn. Ef hljómsveitin byggi til lag um komandi kjamorkustríð væri það lag áreiðanlega hræðilegt, leiðir af sjálfu sér. Ólíkt til dæmis OMD, segir Mr. Rimbaud, sem gaf út fallegt lag um Enolu Gáy - flugvélina sem droppaði sprengju á Hírósíma. Þannig kemst boðskapurinn til fleiri en ella, en ekki eins kröftuglega. Ekki okkar stæll, segir Crass. Við, heldur Rimbaud áfram, náum til færri en það fílar líka í botn. Botn. Það er svo mikilvægt. Líka annað: þeir ganga viljandi „of langt“ til að vera ekki teknir í fangið á frjálslyndum vinstri-mönnum sem þeir sjá ekki að séu skárri en hinir sem valdið hafa. Þeir eru hugsjónamenn eins og áður sagði, og vilja ekki falla í kramið því þá er allt búið. Eru nú samt sem áður eitthvað að fágast og slípast, farnir að æfa sig á hljóðfærin! Ætla að hafa sig meira í frammi héðan í frá en hingað til. Ekki láta ganga framhjá sér. Það mun, segja blöðin, vera erfitt. Fylgist með - ef þið hafið áhuga... Orðsending frá Markúsi B. Þorgeirssyni, björgunarnetahönn- uöi, Hvaleyrarbraut 7, Hafnarfiröi. Þeir aöilar, sem eiga myndirfrá Björgunarsýning- unni í Krossá hinn 2. ágúst sl. vinsamlega hringið í síma 51465. /n Kennarar Stundakennara vantar í kjötiðnaðargreinum. Nemendur Getum bætt við nokkrum nemendum í A. Grunndeild málmiðnaðar B. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði C. Rafsuðunemum D. Framhaldsdeild í húsasmíði E. Grunndeild bókiðna (undirbúningsgreinar fyrir prentun, setningu, bókband, offsetljós- myndun, offsetskeytingu og plötugerð. Iðnskólinn í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.