Tíminn - 22.08.1982, Page 7

Tíminn - 22.08.1982, Page 7
mmm 7 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 ■ Filbinger (x) frá V-Þýskalandi og Þjóðverjar búsettir í Paraguay minnast fórnarlamba kommúnismans. ■ Hér er bústaður gósseigandans Demig.Fjöldi bænda þurfti að hrökklast á brott, vegna landnáms hans og jarðyrkjuframkvæmda. Hann flutti til Paraguay frá Sovétríkjunum. ■ Indíánar í fátækrahverfi í Asunción. „Engin vandamál vegna minnihlutahópa,“ segja agentar í V-Þýskalandi. Hagnaður af hverri hringferð sama gámsins getur orðið um 200 þúsund dollarar. Ekki þurfa smyglararnir í Asuncíón að óttast að þeim verði gerð nein skráveifa. Aðeins ef brasilíska lögreglan býður hærri mútur en smyglar- arnir, fer að hitna undir þeim. Fjárstreymið sem fylgir smyglinu stendur hins vegar lítt við í landinu. Það er undirstaða valda Stroessners. Hers- höfðinginn deilir út náð sinni og hylli til þeirra sem hann má fyrir vikið telja sér alveg trygga. Yfirstétt Paraguay hefur heldur aldrei látið á því bera að hún kysi að koma öðrum í hans stað. „Drukkin gamalmenni“ Stroessner hafði líka vit á því sem Somoza hafði ekki, að gefa stjórnarfar- inu í landinu lýðræðislega svip, þótt aðeins væri það gríma. Er hann hrifsaði völdin árið 1954 kom hann sjálfum sér til æðstu valda í öðrum stærsta stjórnmálaflokki landsins, „Colorado" flokknum. Nokkrir óþægir foringjar flokksins voru þegar myrtir, en öðrum var ýtt í útlegð. Nú til dags er „Colorado" flokkurinn, herinn og ríkis- valdið eitt og hið sama. Sérhver embættismaður verður þegar flokks- félagi og áskrifandi að flokksblaðinu „Patría." Áskriftargjaldið er dregið af kaupinu. Spillingin og herlögin, sem verið hafa í gildi frá 1954, hafa orðið til þess að ekki er um að ræða neitt sjálfstætt dómsvald, heldur eru dómararnir alveg komnir upp á hershöfðingjann. Stéttar- félögin hafa verið sett undir eina stjórn og stúdentar við háskólann hafa með sér félag sem er sniðið eftir „Hitlersæsk- unni.“ Mannréttinasamtök halda því fram að á árunum 1958-1966 hafi á milli 10 og 12 þúsund pólitískir andstæðingar stjórnar- innar verið myrtir. og meira en 1.3 milljónir Paraguaybúa (40% þjóðarinn- ar) er í útlegð. Samtökin „Ligas Agrarias," sem voru sjálfshjálparsamtök bænda, sem kirkjan skipulagði og byggð voru upp með samvinnusniði og nutu hjálpar manna sem börðust gegn stórgósseigendum á lagalega sviðinu, voru bæld niður með blóðugu ofbeldi. Þegar bændur í héraðinu Caagúazú lögðu hald á rútubíl og ætluðu að nota hann til að fara til höfuðborgarinnar og mótmæla, var litið á þá sem uppreisnar- menn og þeir voru vægðarlaust drepnir. Nú er kúgunin ekki eins nakin og áður var. Á þinginu á stjórnarandstaðan þriðjung sætanna, sem sýnir að Stroessn- er tekur ekki of mikið mark á því þótt honum séu talin 80% atkvæðanna við kosningar. En stjórnarandstöðuflokk- arnir standa í endalausu þrefi sín á milli um keisarans skegg og hafa lítil áhrif. Fáir áttu meiri þátt í að tempra ofríkið en sendiherra Bandaríkjana, Robert White, sem árið 1977 þvingaði stjórnina til að láta lausa hundruð pólitískra fanga. Ekki aflaði hann sér vinsælda í Paraguay, þegar hann lýsti yfirvöldun- um þar sem „hópi drukkinna gamal- menna.“ Hann mun vera nær eini sendifulltrúi erlends ríkis, sem ekki hlaut heiðurspening frá Stroessner í kveðjuskyni þegar hann yfirgaf landið. Stjórnvöldin jærðu sína lexíu af þessu: Opinbert ofbeldi og of margir pólitískir fangar eru ekki góð mál til afspurnar. Staðbundið ofbeldi getur verið fullt eins áhrifaríkt. Þótt færri högg séu látin ríða nú en áður var, þá skjálfa og nötra margir Paraguaybúa enn sem áður og vita menn ekki nema að hyggilegt þyki einn daginn að veita einmitt þeim eftirminnilega ráðningu, sem verður öðrum til aðvörunar. En nú eru blikur á lofti. „Við erum nú að koma inn í tímskeið þegar afturkippurinn mun finnast af þeirri bylgju upp á við, sem fylgt hefur innflytjendunum," segir hagfræðingur einn í Paraguay. Til þessa hefur Stroessner getað sýnt fram á árangursríka efnahagsstefnu. Pólitísk stefna hans setti mikinn fjörkipp í verslunarlífið. Útflutningur Paraguay sté úr 30.7 milljónum banda- ríkjadala árið 1953 í 278.3 milljónir á sama tímabili. Gjaldmiðillinn „guaraní- inn“ hefur staðið þéttur fyrir gagnvart bandaríkjadal frá 1960. En allt stendur þetta á brauðfótum. Stroessner reiddi sig um of á erlent fjármagn. Erlendar skuldir stigu úr 11 milljónum dollara árið 1956 í 900 milljónir dollara árið 1981. Þetta kann að virðast lítið í samanburði við skuldir risanna í grenndinni, Argentínu og Brasilíu. Efnahagssérfræðingar landsins hafa áhyggjur af framtíðinni. Viðskiptajöfn- uðurinn hefur verið óhagstæður frá 1978 og árið 1981 var hallinn 303 milljónir dollara. Gróðinn af erlendum fjárfest- ingum hefur farið dalandi. Hann féll úr 167 milljónum dollara 1980 í 65 milljónir dollara 1981. Trúin á innlendu bankana fer dvín- andi, einkum eftir að Menno viðskipta og lánastofnunin fór á hausinn fyrir skömmu. Þá rifu sparifjáreigendur út 36 milljónir dollara á fjórum dögum og menn óttuðust almennt gjaldþrot bank- anna. Einkum óttast menn dvínandi kjark þeirra sem atvinnurekstur stunda í landinu. „Hér fjárfesta menn ekki meir,“ segir efnahagssérfræðingur einn í Asunción. „Á síðustu fjórum mánuðum hættu jafnmörg fyrirtæki rekstri og á síðustu fjórum árum.“ Veitingahús og verslanir bera sig illa vegna minnkandi viðskipta og stöðugleiki „guarnínans" sem áður er minnst á er að dvína. Dollarinn mun nú kosta 188 „guarnína" í stað 126 jafnan áður, eða frá 1960. „Orkuverið í Itaipú, sem er hið stærsta í heimi, mun ekki duga til þess að bjarga málunum, þar sem byggingu þess er nú að ljúka,“ segir áðurnefndur sérfræðingur. „Þá munu þúsundir verka- manna streyma út á hinn ótrygga vinnumarkað.11 Ekki er heldur á vísan að róa þar sem er ágóðinn af orkuverinu mikla. Víst munu fást tekjur af sölu raforku til Brasilíu, en hugmyndir Stroessners og hans nóta um 200 milljón dala tekjur á ári virðast óraunsæjar. Miklar fjárhæðir munu nefnilega þegar í upphafi renna til þess að endurgreiða Brasilíumönnum þá fjármuni sem þeir þegar áður höfðu iagt í þetta fyrirtæki. Þannig virðist vafi leika á hvort þessi virkjun og önnur virkjun, sem selur rafmagn til Argentínu og stendur við Yciretán, megna að afstýra þeirri kreppu sem í uppsiglingu er í Paraguay. „Það verður að grípa til róttækra ráðstafana til þess að fá hjól framleiðsl- unnar til þess að byrja að snúast og stöðva fjárplóg landeigenda og smygl- ara,“ segir efnahagssérfræðingurinn í Asunción. „Annars vofir yfir algjör lömun efnahagslífsins hér.“ Meðan þýskir efnamenn leita sér skjóls og öryggis í Paraguay heldur fjármagn áfram að streyma út úr landinu Dómsdagur í nánd Það er líka orðin hæpin fjárfesting að kaupa land í Paraguay. Samt má draga hulu yfir skugga þess sem koma skal um sinn með erlendu fjármagnsstreymi til landsins. Það eru einkum þeir sem fyrir nokkrum árum festu sér land, sem ekki þurfa að kvíða. Þeir geta nú selt land sitt á stórum hærra verði en áður, en nýkomnum er lífið enginn leikur lengur. „Hér keypti ég mér land fyrir þrem árum,“ segir innflytjandi einn frá Bremen. „Nú þyrfti ég að greiða fyrir landruðning, girðingar og grasfræ, auk verð fyrir nautpeninginn, 300 þúsund mörk. Þá mætti ég vænta skatta á tíu næstu árum, sem næmu 18-20% af þessari upphæð." í þessari upphæð er ekki talinn með kostnaður vegna fjárútvegunar fyr- irtækisins. Þótt arðurian af nautgripa- ræktinni sé umlukinn gullbjarma í draumum landeigendanna, þá er ekki víst að hann sé það í raunveruleikanum. Dauðir nautgripir, sem liggja í skurðum meðfram vegum sýna að þurrkar og fóðurskortur taka sinn toll. „Er það ekki furðulegt hvernig mektarmenn í stjórnmálum og iðnaði láta fara með sig,“ segir þessi innflytj- andi frá Bremen. Sérhver sem leggur dæmið niður fyrir sér mun komast að því að í „landinu gullna“ Paraguay, borgar sig vart að fjárfesta meir. „Það er eins og menn geti ekki reiknað lengur,“ segir hann, „og það þótt þeir hafi umsjón með stórfyrirtækjum og geti haldið nákvæmt bókhald. Skelfingin við Rússana blindar þá.“ Þessir menn selja því villurnar í Ibiza og kaupa sér hraðfleygar einkaþotur, til þess að geta hlaupið um borð á síðasta andartaki og fundið sér griðland á degi dómsins í Paraguay. Samt má vera að dómsdagurinn renni fyrr upp við ána Alto Parná en við Weser og Elbu. „Þegar Stroessner hershöfðingi deyr mun djöfullinn verða laus hérna,“ segir V-Þjóðverji nokkur í Paraguay. Einræðið sem byggst hefur upp í kring um persónu eins manns kann þá skjótt að riða. „Líkt og á Spáni eftir dauða Franco“, spáir blaðamaður nokkur. „Menn munu skyndilega skammast sín fyrir að hafa þjónað í undirgefni einum manni, og „Stroessnerisma" án Stroessn- ers er tómt mál að tala um.“ Samt hafa allar mafíu-fjölskyldurnar og verslunarkóngarnir hafið undirbún- ing að því að berjast um sæti einræðisherrans. Framsýnni iðjuhöldar vonast eftir að slakni á höftunum, líkt og á Spáni og stjórnarfarið hneigist í lýðræðisátt. Þannig mundi stjórnarfarið henta nútíma viðskiptaháttum betur. Aðrir eiga von á einni hallarbyltingunni af annarri og mikilli þjóðfélagslegri ókyrrð. „Auk Paraguay-fljótsins og Paraná- fljótsins mun þriðja fljótið streyma fram,“ segir hershöfðingi einn í Paragu- ay dimmum rómi. „Það verður fljót fullt af blóði.“ (Þýtt úr Spiegel - AM) E) 'O o reyktog SALTAÐ FOLALDAKJt SALTAÐ OG ÚRBEINAÐ HROSSAKJÍ HROSSAOG F0LALDA- bjúgu nautakjöt lSVlNAKJÖT fOlAlOA- KJÖT IAMBA- KJÖT KINDAKJÖT' STEIKUR BUFF GÚLLAS HAKK 0.FL ÆRÐ ■ ■ ■ o o, HILLU- J VÖRUR Iffiffo cl 'II 2tegundir llaf Trfrarkæfu 1 A 1MARKAÐS-) I VERÐI IgrotnaKKaoai r 1 og II óbakaða A GRILLIÐ: I HERRASTEIK ORGINAL or BEINT Á PÚNNUNA: PARfSARBUFF PANNERAÐAR GRfSASNEIÐAR ÖMMUKÓTELETTUR F0LALDAKARB0NAÐE NAUTAHAMBORGARAR EFTIRLÆTI BUÐAR- ö. MANNSINS KRYDDLEGIN LAMBARIF HAWAI- SNEIÐ BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI Viðurkenndir kjötiðnaðarmenn tryggja gæðin. _ uðúP StioaKUA 45—47 ■ Slm 358*5 PJÖNUSTA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.