Tíminn - 22.08.1982, Page 20

Tíminn - 22.08.1982, Page 20
20 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 nútíminn Purrkur Pillnikk hættír — Einar og Bragi í tvær nýjar hljómsveitir ■ „Það var kominn tími til að hætta, þetta gekk ekki lengur að lifa upp í einhverja ímynd sem fólk vill hafa okkur í“ sagði Einar Örn Benediktsson söngvari og driffjöður hljómsveitarinn- ar Purrkur Pillnikk í samtali við Nútímann en Purrkurinn hefur lagt upp laupana, mun að vísu leika á Melavellin- um um næstu helgi en varla nokkuð annað. „Fyrir utan þetta hafði Frikki ekki tíma, ég og Bragi vorum orðnir leiðir og Ásgeir er að pæla í dansnámi. Hinsvegar vil ég taka það fram að PP er að hætta í núverandi formi, það er margt sem kann að gerast í framtíðinni" segir Einar. Einar og Bragi eru þegar farnir að leika með tríóinu Jisz auk þess sem þeir æfa í annarri hljómsveit. „Það er stærra verkefni sem mun koma á óvart" sagði Einar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þetta mál. Fyrstu tónleikarnir með þessari hljómsveit verða sennilega haldnir í október. Á næstu dögum kemur síðasta plata Purrksins; á markað „No time to think" en hún var upphaflega gefin út á Englandsmarkaði. „Tvímælalaust besta platan okkar“ segir Einar um No time to think en titill þeirrar plötu mun tilkominn af þeim kringumstæðum sem sköpuðu þessa 4 laga plötu. „Purrkur Pillnikk starfaði í rúmt ár en eftir þá liggur þó nokkurt efni. Þeir vöktu fyrst athygli með útgáfu litlu plötunnar Tilf en hún innihélt 10 lög og var því oft kölluð „stóralitlaplatan“. Síðan var haldið til London og platan Ekki enn tekin upp í Southern Studios. Þeir léku með bresku hljómsveitinni The Fall hér heima og ytra gáfu þeir út Googooplexið og nú að lokum No time to think. PP fór ávallt sínar eigin leiðir í tónlist og það er mikill sjónarsviptir af brottför PP af nýbylgjusviðinu hérlendis. - FRI ■ Einar Öm söngvarí og Bragi bassaleikari hafa þegar haflð leik með tveimur nýjum hljómsveitum. Rokk-Festival á Melavelli: mim SVEITA — og enn bætist við ■ Tveir tugir hljómsveita hafa boðað komu sína á Rokkfestivalið á Melavell- inum þann 28. ágúst, n.k. og enn eru hljómsveitir að bætast við. Hallvarður E. Þórarinsson sagði að allt efni yrði tekið upp á vellinum og ef þær upptökur heppnuðust myndi verða gefin út tvöföld eða þrcföld tónleika- plata. Meðal þeirra tuttugu hljómsveita sem öruggt er að koma fram eru flestar okkar þekktustu nýbylgjusveitir auk margra óþekktra sveita sem bæjarbúar, og aðrir, berja augum í fyrsta skipti. Hljómsveitirnar eru Baraflokkurínn, - Pungó & Daisy - Kos - Ekki - Bandóðir - Vonbrigði - De Thorvald- sens Trío Band - Stockfield Big Nose Band - Reflex - Lola - Fræbbblarnir - Tappi Tíkarrass - Purrkur Pillnikk - ■ Pungó & Daisy COMSAT I ■ Breska nýbylgjuhljómsveitin | Comsat Angels hélt hér tvenna tónleika í síðustu viku í Tjarnarbíó. Mikil og þétt keyrsla einkennir öðru fremur leik þeirra en persónulega þótti mér tónlistin full drungaleg. Hljóm- t sveitin hefur á að skipa geysigóðum trymbli, Mick Glaisher sem aftur hlýtur góðan stuðning frá öðrum meðlimum sveitarinnar einkum gítar- leikaranum og söngvaranum S. Fell- ows. Persónulega var ég lítt kunnur þessari hljómsvek áður en hún kom hingað en snarlega var bætt úr því eftir fyrri tónleikana. Hér tóku þeir einkum lög af Ip plötu sinni Sleep no more auk gamalla laga og eitthvað mun hafa verið af nýju efni. Nokkrir hnökrar voru á fyrirkomu- lagi fyrri tónleikanna, Vonbrigði áttu að leika á undan en brugðust og fór þetta í taugarnar á viðstöddum sem þurftu að bíða hátt í tvo tíma eftir að tónleikarnir hæfust af þessum sökum. Seinni tónleikarnir voru mun betri hvað þetta atriði varðar, fleira fólk og mikil stcmmning. Myndina tók gel af Comsat á seinni tónleikunum. -FRI Þrumuvagninn - Q4U - Þeyr - Grýlur - Kvöldverður frá Nesi - Sonus Futurae - hluti af Spilafiflum. Þetta er það sem komið er á hreint. Meðal þess sem síðan er væntanlegt má nefna Sokkabandið frá ísafirði en það mun vera kvennahljómsveit sem undirritaður veit nákvæmlega engin deiii á. Pungó & Daisy hefur starfað um árs skeið. Þeir léku í Atlavík og stóðu sig vel, einna best af borgarsvcitunum. Kos kemur úr Kópavogi, ársgömul sveit, sem m.a. hefur leikið eitthvað í Svíþjóð, allavega sem upphitunarsveit fyrir Þeysarana. Ekki hefur starfað í nokkra mánuði og fyrir skömmu tróðu þeir upp í Breiðfirðingabúð en munu samt ekki vera „Hann elskaði þilför hann Þórður sveit“ að sögn kunnugra. Bandóðir eru með athyglisverðustu sveitunum á festivalinu. Hana skipar Herbert Guðmundsson söngvari úr Pelikan en með honum eru þeir Rúnar og Mike úr Bodies og Ásgeir purrkur á trommur. Það sem ég veit ekki um De Thorvaldsens Trio Band má auðveld- lega koma fyrir á Laugardalsvellinum. Þetta er leyninúmer hátíðarinnar svo maður bara bíður og sér til. Hvað Big Nose Bandið varðar þá mun Pétur nokkur rauði vera forsvarsmaður þar. Kvöldverður frá Nesi kemur úr Neskaupstað þar sem þeir hafa dygga sveit fylgismanna, a.m.k. náðu þeir langt í keppninni í Atlavík. Reflex er úr Reykjavík og komu þeir aðeins fram á rokkhátíðinni á Hótel Borg fyrir skömmu Aðrar hljómsveitir ættu menn að þekkja. Á festivalinu verða veitingastaður, kaffistofa, markaður og ýmislegt fleira til staðar, óvæntar uppákomur, kynning á ýmsu tónlistarefni eins og nýju sólóplötu Þorsteins Magg. úr Þey , og fleira. -FRI Sting og Virgin sættast ■ Baráttu Sting úr Police við útgáfufyrirtækið Virgin Publishing fyrir dómstólunum bresku, vegna kröfu hins fyrrnefnda um að endur- heimta höfundarrétt; ■ sínniá söngv- um sínum, er lokið með sáttum utan réttarsalarins. Sting krafðist einnig 700 þús. punda frá Virgin sem hann sagði að fyrirtækið hefði fengið fyrir ekki neitt. Sættir felast í því að Sting fær höfundarréttinn að rúmum 7 árum liðnum, auknar tekjur af plötum Police og 220 þús. pund.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.