Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER WS’ Aðalfundur Stéttar sambands bænda hófst ígær- morgun: ■ Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda var settur í Hótel Borgarnesi í gærmorgun. Ingi Tryggvason, formaður Stéttar- sambandsins, flutti ársskýrslu. Kom hann víða við, ræddi m.a. um framleiðslu og sölu á búvör- um, verðlagsmálin, uppgjör bú- vöruverðs, framleiðslustjórn, nýjar búgreinar og sitthvað fleira. ■ Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, flytur ræðu sína á aðalfundinum. Tímamyndir GE. AÐALMÁLIÐ STÓRFELLDUR NIÐURSKURÐUR SAUÐFJÁR Að lokinni skýrslu Inga, sté landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, í pontu. Ræddi hann meðal annars þann möguleika að taka upp svæðisbundin fram- leiðslumörk í mjólkurfram- leiðslu og jafnvel einnig í kindakjötsframleiðslu. Einnig vék hann að þrengingum á kindakjötsmörkuðum. „Þegar kunnugt varð um þessa markaðserfiðleika, heyrðust fljótt raddir um nauðsyn þess að fækka sauðfé, misjafnlega mikið, eða allt upp í 150 þús.“ sagði Pálmi í ræðu sinni. Sagðist hann ekki hafa séð ástæðu til að gera þessar tillögur að opinberri stefnu. „Hins vegar kaus ég að fara að tillögum framleiðsluráðs landbúnaðarins um að fækka sauðfé um 50 þús. Strax í haust. Og þá með samkomulagi við sauðfjáreig- endur,“ sagði Pálmi. -Sjó. ■ íslenskum bændakonum fellur sjaldan verk úr hendi Snjóruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings' tennur fyrir vörubíla og dráttarvélaí'. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða r fyrri part vetrar Stáliækni sf. Síðumúla 27, sími 30662 „VII ekki taka orlofid úr verdlagsgrundvellinum” — segir Ingimar Sveinsson, bóndi á Egilsstöðum ■ „Það er erfitt að segja hvaða tillögur verða lagðar fram, tU að mæta þeim erfiðleikum sem bændur eiga við að glíma í framleiðslu og sölumálum, svona i upphafi fundar,“ sagði Ingimar Sveinsson, bóndi á EgUsstöðum. „Það er alveg Ijóst að skoðanir eru skiptar þó að aUir séu sammála um að eitthvað verður að fækka sauðfénu. Mér sýnist það í fljótu bragði ekkert meira mál en þegar fækkað var í nautgripastofninum fyrir nokkrum ár- um. Ef skynsamlega verður að farið sýnist mér, að fækkunin komi stéttinni til góða. Það vita allir að nú er erfitt að selja sauðfjárafurðir. Einnig verður að líta til þess að landið þolir ekki nema takmarkað af sauðfé." - Heldurðu að félagsmál verði mikið rædd á þinginu? „Sjálfsagt verður talsverðum tíma varið áð ræða félagsmál. Það hafa komið fram tillögur um að borga orlof bænda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.