Tíminn - 03.09.1982, Page 11

Tíminn - 03.09.1982, Page 11
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 19 FUJIKA árnað heilla Skeljungsbúðin SiÖumúla33 símar81722 og 38125 Eitthvað á þessa leið mun ég fyrst hafa hugsað eftir ráðningu hennar. En ég þurfti ekki lengi að vera í miklum vafa. Frú Brynhildur hafði aðeins starfað við skólann stuttan tíma þegar mér varð Ijóst að hún var óvenju fjölhæfur kennari og hafði til að bera flesta þá kosti sem kennara mega best prýða. Það var í rauninni alveg sama hvað frú Brynhildur var beðin fyrir, hún leysti öll skólastörf sín vel af hendi og sum óvenju vel og með ágætum. Með öruggri og elskulegri framkomu náði hún huga nemenda sinna og átti það að sjálfsögðu mikilsverðan þátt i' ágætum árangri hennar í skólanum. Alla þessa kosti kunni ég vel að meta, en þó er einn ótalinn sem lengst mun lifa í huga mínum frá samveruárum okkar: Það er trúmcnnskan og skyldu- ræknin sem einkenndi allt skólastarf hennar. Ég hef áður drepið á það, að frú Brynhildur hafði ærnu starfi að gegna sem húsmóðir og mundi mörgum hafa reynst nóg að sinna því einu saman. En aldrei stóð þannig á fyrir henni að hún væri ekki ávallt til taks og boðin og búin til starfa ef skólinn þurfti á henni að halda. Þjónustan við hann skyldi sitja fyrir öllu. Þær voru því oft ekki fáar, aukastundirnar hennar í viku hverri, sem aldrei var krafist launa fyrir, aukastundirnar við að hjálpa seinfærum börnum, við handavinnu telpnanna eða við félagsstörfin í stúkunni okkar sem oft voru mikil. Allt var þetta unnið af þeirri fórnfýsi og hjartahlýju sem einkennir starf hugsjónamannsins. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem mikilsverðastir eru í samlífi manna og mást aldrei úr safni minninganna þótt annað hverfi í skuggann. Á þessum mcrk'sdegi í lífi frú Brynhildar sendi ég og fjölskylda mín henni hjartanlegar hamingjuóskir og þakkir fyrir langt og ógleymanlegt samstarf á liðnum árum. Jafnframt sendi ég henni og ágætum börnum hennar innilcgar þakkir fyrir margar og ánægju- legar samvcrustundir á heimili þeirra bæði nyrðra og hér syðra og bið þeim öllum blessunar. Ég veit með vissu að undir þessar kveðjur og þakkir taka nemcndur hcnnar um land allt. Sigurður Gunnarsson Frú Brynhildur tekur á móti gestum í kvöld frá klukkan 20.30 í Templara- höllinni, Eiríksgötu 5. STEINOLIU' OFNAR AB\R HAGS17ETT VERÐ Brynhildur Jósefsdóttir, kennari, Mig langar til að vekja athygli á því með nokkrum orðum að ágæt samstarfs- kona mín um langt árabil, frú Bryn- hildur Jósefsdóttir kennari, er áttræð í dag. Satt best að segja er það með miklum ólíkindum að hún skuli hafa náð svo háum aldri því að hún er enn með ferskleik æskunnar í anda og útliti. En glöggar heimildir herma að þeirri staðreynd verði ekki á móti mælt. Brynhildur er fædd að Látrum í Aðalvík, dóttir Jósefs bónda á Atla- stöðum í Fljóti, Norður-ísafjarðarsýslu, Hermannssonar bónda þar Guðmunds- áttræd sonar og Pálínu Ástríðar Hannesdóttur bónda á Látrum, Sigurðarsonar. Að loknu barnaskólanámi stundaði Brynhildur nám í Unglingaskóla ísa- fjarðar og fór síðan í kennaraskólann og lauk þar prófi vorið 1925. Næstu fimm árin kenndi frú Bryn- hildur nám í Unglingaskóla ísafjarðar en fór síðan í Kennaraskólann og lauk þar prófi vorið 1925. Næstu fimm árin kenndi frú Bryn- hildur við barnaskólann á Látrum í Aðalvík, og síðar kenndi hún nokkur ár í Þingeyrarskólahverfi, Dýrafirði, og í Reykja- og Tjörneshreppi, Suður-Þing- eyjarsýslu. En haustið 1945 varð hún kennari við Barnaskóla Húsavíkur og starfaði þar samfellt í ellefu ár af þeim tuttugu sem ég var þar skólastjóri. Síðustu 12 árin sem hún kenndi, 1957-1969, var hún kennari við Breiða- gerðisskólann í Reykjavík. Þegar frú Brynhildur var ráðin að Barnaskóla Húsavíkur þekktumst við ekki neitt. Ég vissi aðeins að hún hafði kennt eitthvað áður og að hún var húsfreyja á fjölmennu heimili, móðir sjö barna, þar af sex heima og öll í æsku. Það var engan veginn laust við að ég hefði áhyggjur af þesari ráðingu. Mundi þessi annrtka húsmóðir, kennslukonan nýja, hafa nokkurn tíma til að sinna skólanum eins og skylt var að gera?... Við hjá Velti hf. höfum látið smíða Volvorútu á vörubílagrind, sem er sérstaklega byggð til þess að takast á við íslenskar aðstæður. Þetta er sannkölluð lúxusbifreið: Frábær Van Hool yfirbygging, tvöfalt gler, 190 cm lofthæð, ,,forced-air“ loftræstikerfi, sérstök aðstaða fyrir leiðsögumann, fullkomið hljómflutnings- og hátalarakerfi, aðstaða til fundarhalda, farangursrými með yfir- þrýstingi, sem heldur burt ryki, vökvadrifið innstig o.s.frv. Herlegheitin eru borin uppi af F7 vörubílagrind og knúin áfram af TD 70F intercooler, 236 hestafla vél með 16 gíra SR62 alsamhæfða gírkassanum. Hafið samband og fáið að líta á gripinn. VELTIR Hr. 46 manna lúxusbif reið frávolvo! 46 manna VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.