Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 fll n 5 ni auglýsir Til sýnis um helgina íslensk sumarhús í íslenskt umhverfi Burstabær í nútímaformi Baöstofa - rekkjur - skarklæðning Torf á þaki stærö 75 m" má breyta í 100 m2. Auövelt í flutningi og uppsetningu til sýnis og sölu um helgina á staðnum Bröttubrekku 4, Kópavogi sími 91-40071. Hll Gm mm sir iifljfln Sími 40071 Bröttubrekku 4, Kópavogi. _ PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Loftskeytamenn/Símritara til starfa á Höfn í Hornafirði og í Neskaupstað. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfs- mannadeild og stöðvarstjórum á Höfn og í Neskaupsstað. Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fullkomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44I5S6 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstæðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. iþróttir Umsjón: Sigurður Allir verða að vinna Heil umferð í 1. og 2. deild um helgina ■ Nú um helgina verður leikin næst síðasta umferðin í 1. og2. deildarkeppn- inni í knattspyrnu. Segja má að allir leikirnir í 1. deildinni skipti verulegu máli bæði í botn- og toppbaráttunni og því má vænta harðra sviptinga á knattspyrnuvöllunum. Á Akranesi leika ÍA og Vestmannaeyingar og þau lið koma áreiðanlega bæði til með að leggja sig öll fram til að tryggja sér annað sætið í 1. deild, sem hefur í för með sér rétt til þátttöku, í UEFA-keppninni. Vest- mannaeyingamir eiga einnig fræðilega möguleika á að verða íslandsmeistarar, en það verður að teljast fremur ólíklegt. Á Akureyri leika KA og Víkingur og sigri Víkingar í þeim leik er nær víst að þeir verði íslandsmeistarar, en KA- menn hafa áreiðanlega fullan hug á að tryggja sér eitt stig eða tvö því þeir ■ Einkennisorð þessarar myndar gæti verið barátta og hætt er við að hún verði í hávegum höfð í öUum leikjum helgarinnar. standa í fallbaráttu. t Keflavík mæta heimamenn KR-ingum og þar getur sigur haft mikið gildi fyrir bæði lið. KR-ingar eiga eins og ÍBV fræðilegan möguleika á meistaratitlinum og þeir munu alla vega berjast til sigurs, því Evrópusætið er í sjónmáli hjá þeim eins og ÍBV og ÍA. Keflvíkingar eru í verulegri fallhættu og því gæti sigur þeirra komið þeim af allra hættulegasta svæðinu. Á Laugardalsvelli verður einn fallbaráttuleikurinn enn og þar mætast Fram og ÍBÍ. Staða Fram vænkaðist verulega við sigurinn á Víkingi á dögunum og það ætti að færa þeim sjálfstraust sem gæti reynst mikils virði. En ísfirðingarnir munu án efa berjast til síðasta manns og ekki gefast upp. Allir þessir leikir verða leiknir á laugardag klukkan 14.00, nema leikurinn á Akranesi sem hefst hálftíma síðar. Síðasti leikur 17. umferðar í 1. deild verður svo leikinn á mánudagskvöld og leika þá Valur og Breiðablik í Laugar- dalnum og hefst sá leikur klukkan 18.30. Þar verður áreiðanlega skemmtilegur leikur. Bæði liðin eru nokkum veginn ömgg með að halda sér í deildinni og geta leikið góða knattspymu á góðum degi. Þrír leikir fara fram í 2. deild á laugardag og tveir á sunnudag. Á laugardag leika í Borgamesi Skalla- grímur og Einherji og á Húsavík leika heimamenn gegn liði Fylkis. í Neskaupstað leika Þróttur og FH og þar dugar Þrótti ekkert annað en sigur eigi þeim að takast að forða sér frá falli í 3. deild. Allir leikirnir í 2. deild á laugardag hefjast klukkan 14.00. Á sunnudag leika í Laugardalnum Þróttur R. og Þór Akureyri og em það tvö efstu liðin í deildinni og má búast við skemmtilegum leik. Sá leikur hefst klukkan 17.00, en klukkan 14.00 sama dag leika Njarðvík og Reynir úr Sandgerði á grasvellinum í Njarðvík. Línumar em orðnar nokkuð skýrar varðandi 2. deild. Þróttur fer upp og líklegt er að Þór fari sömu leið. Það er meiri spuming á botninum, hverjir fari niður í 3. deild. En línur ættu að skýrast í því sambandi um helgina. sh Átti að vera 1. ■ í getraunaleiknum hér á blaðinu á miðvikudaginn urðu mistök, sem nauð- synlegt er að leiðrétta. Eiríkur Jónsson spáði þar um úrslit leiks Nottingham For. og Brighton og eins og sjá má á umsögn hans gerir hann ráð fyrir sigri heimaliðsins. En útkoman hérna hjá okkur varð sú, að á leikin var sett 2, en á vissulega að vera 1. Leiðréttist það hér með. En svo skulum við bara vona að Brighton taki ekki upp á því að vinna.. Frjálsar um helgina ■ Nú um helgina fara fram nokkur frjálsíþróttamót. Á Selfossi fer fram á laugardag fimmtarþraut HSK. Og á laugardag og sunnudag verður haldið Norðulandsmót á Sauðárkróki og á Laugardalsvelli verður bikarkeppni í fjölþrautum á laugardag og sunnudag. FH fékk Rússa ■ Búið er að draga um hverjir koma til með að mætast í Evrópumótunum í handknattleik. KR-ingar sitja hjá í fyrstu umferð, en FH-ingar munu leika gegn sovésku liði Zaprohje, sem er frá sunnanverðu Rússlandi. Lið Víkings mætir hins vegar færeysku meisturunum Vestmanna. Má því segja að tvö lið af þremur séu heppin, en óheppnin fylgir ekki FH-ingum í þessum málum. ■ Eins og fyrr hefur verið greint frá verður haldið íþróttaþing ÍSÍ nú um helgina. Þetta þing er hið 56. í röðinni og hefst það á Hótel Loftleiðum á laugardagsmorgun klukkan 10.00 með setningarræðu forseta ÍSÍ Sveins Björnssonar. Þá flytja gestir ávörp og þvínæst verður skýrt frá árangri á trimmdegi ÍSÍ og sigurvegurum í þeirri keppni veitt verðlaun. Reiknað er með að fjöldi mála komi fyrir þingið, enda ekki óeðli- legt, þar sem íþróttahreyfmgin er stærstu samtök frjálsra félaga i landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.